Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2015 16:30 Salah Abdeslam, sem er grunaður um aðild að árásunum í París á föstudaginn. Vísir/EPA Lögregluyfirvöld í Evrópu leita nú ákaft að Salah Abdeslam sem er talinn vera einn af lykilmönnunum á bakvið hryðjuverkaárásirnar í París þar sem bróðir hans, Brahim, sprengdi sjálfan sig í loft upp. Margt þykir benda til þess að Salah hafi sjálfur átt að gera árás en hafi hætt við af einhverjum ástæðum. Nokkrum tímum eftir árásirnar flúði hann til Belgíu með hjálp vina sinna en að sögn kunningja Abdeslam óttast hann hefndaraðgerðir ISIS gagnvart fjölskyldu sinni gefi hann sig fram. Hann er því líklega eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana, eftirsóttur af yfirvöldum og ISIS.Þáttur hans í árásunumSamkvæmt upplýsingum frá rannsóknarteyminu sem vinnur að rannsókn á hryðjuverkunum í París á Abdeslam að hafa skutlað þremur af árásarmönnunum á Stade de France í svörtum Reunalt Clio. Eftir það keyrði hann fimm kílómetra í suðurátt en bíllinn fannst fjórum dögum síðar, yfirgefinn í 18. hverfi Parísarborgar. Hér hefst óvissan. Ekki er vitað hvort að Abdeslam hafi átt að ráðast til atlögu einn síns liðs, hvort að hann hafi átt að að taka þátt í árásinni á Bataclan eða hvort hann hafi hreinlega átt að fara til Brussel, þar sem hann átti heima, og skipuleggja aðra áras. Í yfirlýsingu sem ISIS sendi frá sér þar sem samtökin lýsa yfir ábyrgð á ódæðunum í París er tekið fram að átta „bræður“ hafi ráðist til atlögu í hverfum Parísar, þar með talið 18. hverfinu. Þeir sem létu til skarar skríða voru hins vegar einungis sjö og engin árás átti sér stað í 18. hverfinu, þar sem bíll Abdeslam fannst. Því hafa verið leiddar líkur að því að Abdeslam hafi átt að taka þátt í árásunum en guggnað. Í samtali við breska miðilinn Independent sagði heimildarmaður blaðsins innan frönsku lögreglunnar að ekkert við flótta Abdeslam síðar um kvöldið örlagaríka hafi litið út fyrir að vera skipulagt. „Ekkert við hegðun Abdeslam stemmir við það að flótti hans hafi verið skipulagður. Það er möguleiki að hann hafi einfaldlega guggnað eða þá að sprengjubelti hans hafi ekki virkað,“ segir heimildarmaður Guardian en bróðir Abdeslam heldur því fram að hann hafi einfaldlega guggnað.Guardian fer yfir árásarmenninaStöðvaður á landamærum Belgíu og Frakklands Eftir að árásirnar áttu sér stað lét Abdeslam lítið fyrir sér fara áður áður en hann hringdi í tvo kunningja sína í Brussel. Þetta var klukkan tvö að nóttu, skömmu eftir árásirnar. Vinir hans komu til Parísar um fimm-leytið, náðu í Abdeslam og héldu áleiðis til Brussel. Félagarnir voru stöðvaðir við landamæraeftirlit nærri landamærum Belgíu og Frakklands en var hleypt í gegn enda höfðu yfirvöld engar upplýsingar um að Abdeslam hafði tekið þátt í árásinni. Það var ekki í raun fyrr en nökkrum dögum seinna þegar lögreglan fann bíl leigðan á nafni Abdeslam en í honum fundust þrjár AK-47 byssur að grunur beindist að þáttöku Abdeslam. Búið er að handtaka þá sem sóttu Abdeslam en lögfræðingur þeirra segir að þeir hafi sagt að Abdeslam hafi verið mjög æstur og reiðubúinn til þess að sprengja sjálfan sig í loft upp en þeir félagar segja að hann hafi verið með eitthvað sem vel hefði getað verið sprengjubelti. Belgísk yfirvöld hafa svo leitað Abdeslam stíft og var jafnvel talið að hann hefði verið handsamaður í síðustu viku. Í gær fóru svo fram umfangsmiklar lögregluaðgerðir víða um Belgíu þar sem 21 var handtekinn en enn finnst Abdeslam ekki og er talið að hann sé mögulega farinn til Þýskalands. Samkvæmt frásögn Independent á Abdeslam að hafa gefið sig fram við vin sinn þann 17. nóvember og sagst sjá eftir þáttöku sinni í hryðjuverkaárásunum og jafnframt á hann að hafa sagt að hann væri búinn að gefa sig fram við lögreglu en hann óttaðist að ef hann gerði það myndi ISIS hefna sín á fjölskyldumeðlimum sínum.Salah Abdeslam er eftirsóttur maður en auglýst er eftir honum víðsvegar um Evrópu.Vísir/GettySmáglæpamaður sem var æskuvinur skipuleggjandansAbdeslam-bræðurnir ólust upp í Molenbeek í Belgíu ásamt fjölskyldu sinni en hann og bróðir hans Brahim voru smáglæpamenn, seldu ýmis eiturlyf og stóðu fyrir veðmálum. Fyrir um ári síðan breyttist hegðun hans hinsvegar og hann varð trúræknari. Hann og Abdelhamid Abaaoud, sem lést sl. miðvikudag í aðgerðum frönsku lögreglunnar og sá sem er talinn vera heilinn á bakvið árásirnar, voru æskuvinir og fóru saman í fangelsi fyrir þátt sinn í vopnuðu ráni. Salah og Brahim ferðuðust til Sýrlands fyrr á þessu ári og voru stöðvaðir í Tyrklandi á leið sinni til baka. Þeim var hinsvegar ekki haldið vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á tengsl bræðranna við ISIS. Föstudagskvöldið 13. nóvember létu þeir svo, ásamt, sex öðrum til skarar skríða í París. 130 létust og hundruð særðust í einum af verstu hryðjuverkaárásum sem gerðar hafa verið í Evrópu. Hryðjuverk í París Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Evrópu leita nú ákaft að Salah Abdeslam sem er talinn vera einn af lykilmönnunum á bakvið hryðjuverkaárásirnar í París þar sem bróðir hans, Brahim, sprengdi sjálfan sig í loft upp. Margt þykir benda til þess að Salah hafi sjálfur átt að gera árás en hafi hætt við af einhverjum ástæðum. Nokkrum tímum eftir árásirnar flúði hann til Belgíu með hjálp vina sinna en að sögn kunningja Abdeslam óttast hann hefndaraðgerðir ISIS gagnvart fjölskyldu sinni gefi hann sig fram. Hann er því líklega eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana, eftirsóttur af yfirvöldum og ISIS.Þáttur hans í árásunumSamkvæmt upplýsingum frá rannsóknarteyminu sem vinnur að rannsókn á hryðjuverkunum í París á Abdeslam að hafa skutlað þremur af árásarmönnunum á Stade de France í svörtum Reunalt Clio. Eftir það keyrði hann fimm kílómetra í suðurátt en bíllinn fannst fjórum dögum síðar, yfirgefinn í 18. hverfi Parísarborgar. Hér hefst óvissan. Ekki er vitað hvort að Abdeslam hafi átt að ráðast til atlögu einn síns liðs, hvort að hann hafi átt að að taka þátt í árásinni á Bataclan eða hvort hann hafi hreinlega átt að fara til Brussel, þar sem hann átti heima, og skipuleggja aðra áras. Í yfirlýsingu sem ISIS sendi frá sér þar sem samtökin lýsa yfir ábyrgð á ódæðunum í París er tekið fram að átta „bræður“ hafi ráðist til atlögu í hverfum Parísar, þar með talið 18. hverfinu. Þeir sem létu til skarar skríða voru hins vegar einungis sjö og engin árás átti sér stað í 18. hverfinu, þar sem bíll Abdeslam fannst. Því hafa verið leiddar líkur að því að Abdeslam hafi átt að taka þátt í árásunum en guggnað. Í samtali við breska miðilinn Independent sagði heimildarmaður blaðsins innan frönsku lögreglunnar að ekkert við flótta Abdeslam síðar um kvöldið örlagaríka hafi litið út fyrir að vera skipulagt. „Ekkert við hegðun Abdeslam stemmir við það að flótti hans hafi verið skipulagður. Það er möguleiki að hann hafi einfaldlega guggnað eða þá að sprengjubelti hans hafi ekki virkað,“ segir heimildarmaður Guardian en bróðir Abdeslam heldur því fram að hann hafi einfaldlega guggnað.Guardian fer yfir árásarmenninaStöðvaður á landamærum Belgíu og Frakklands Eftir að árásirnar áttu sér stað lét Abdeslam lítið fyrir sér fara áður áður en hann hringdi í tvo kunningja sína í Brussel. Þetta var klukkan tvö að nóttu, skömmu eftir árásirnar. Vinir hans komu til Parísar um fimm-leytið, náðu í Abdeslam og héldu áleiðis til Brussel. Félagarnir voru stöðvaðir við landamæraeftirlit nærri landamærum Belgíu og Frakklands en var hleypt í gegn enda höfðu yfirvöld engar upplýsingar um að Abdeslam hafði tekið þátt í árásinni. Það var ekki í raun fyrr en nökkrum dögum seinna þegar lögreglan fann bíl leigðan á nafni Abdeslam en í honum fundust þrjár AK-47 byssur að grunur beindist að þáttöku Abdeslam. Búið er að handtaka þá sem sóttu Abdeslam en lögfræðingur þeirra segir að þeir hafi sagt að Abdeslam hafi verið mjög æstur og reiðubúinn til þess að sprengja sjálfan sig í loft upp en þeir félagar segja að hann hafi verið með eitthvað sem vel hefði getað verið sprengjubelti. Belgísk yfirvöld hafa svo leitað Abdeslam stíft og var jafnvel talið að hann hefði verið handsamaður í síðustu viku. Í gær fóru svo fram umfangsmiklar lögregluaðgerðir víða um Belgíu þar sem 21 var handtekinn en enn finnst Abdeslam ekki og er talið að hann sé mögulega farinn til Þýskalands. Samkvæmt frásögn Independent á Abdeslam að hafa gefið sig fram við vin sinn þann 17. nóvember og sagst sjá eftir þáttöku sinni í hryðjuverkaárásunum og jafnframt á hann að hafa sagt að hann væri búinn að gefa sig fram við lögreglu en hann óttaðist að ef hann gerði það myndi ISIS hefna sín á fjölskyldumeðlimum sínum.Salah Abdeslam er eftirsóttur maður en auglýst er eftir honum víðsvegar um Evrópu.Vísir/GettySmáglæpamaður sem var æskuvinur skipuleggjandansAbdeslam-bræðurnir ólust upp í Molenbeek í Belgíu ásamt fjölskyldu sinni en hann og bróðir hans Brahim voru smáglæpamenn, seldu ýmis eiturlyf og stóðu fyrir veðmálum. Fyrir um ári síðan breyttist hegðun hans hinsvegar og hann varð trúræknari. Hann og Abdelhamid Abaaoud, sem lést sl. miðvikudag í aðgerðum frönsku lögreglunnar og sá sem er talinn vera heilinn á bakvið árásirnar, voru æskuvinir og fóru saman í fangelsi fyrir þátt sinn í vopnuðu ráni. Salah og Brahim ferðuðust til Sýrlands fyrr á þessu ári og voru stöðvaðir í Tyrklandi á leið sinni til baka. Þeim var hinsvegar ekki haldið vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á tengsl bræðranna við ISIS. Föstudagskvöldið 13. nóvember létu þeir svo, ásamt, sex öðrum til skarar skríða í París. 130 létust og hundruð særðust í einum af verstu hryðjuverkaárásum sem gerðar hafa verið í Evrópu.
Hryðjuverk í París Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira