Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 23:12 Hermenn á götum Brussel í dag. vísir/getty Ekkert bendir til þess að hæsta viðbúnaðarstigi verði aflétt í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í borginni á föstudagskvöld og hafa yfirvöld í landinu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkaógn. Næsthæsta viðbúnaðarstig var í borginni liðna viku í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París föstudaginn 13. nóvember. Viðbúnaðarstigið var hins vegar hækkað, meðal annars vegna gruns um að einn höfuðpaura árásanna í París, Salah Abdeslam, sé í Brussel. Belgíska lögreglan hefur opnað fyrir sérstakt símanúmer fyrir almenning þar sem hægt er að koma upplýsingum á framfæri um hvar Abdeslam gæti verið að finna. Að því er fram kemur á vef Independent hafa belgískir fjölmiðlar birt fréttir af því síðustu daga hvar hann gæti verið en ekkert er staðfest í þeim efnum.Gæti verið með sprengjubelti í fórum sínum Tveir menn voru ákærðir í vikunni, grunaðir um að aðstoða Abdeslam við að komast frá París til Belgíu. Lögfræðingur annars þeirra sagði við belgíska sjónvarpsstöð í dag að skjólstæðingur sinn teldi Abdeslam mögulega eiga sprengjubelti. „Samkvæmt skjólstæðingi mínum var Salah mjög órólegur og gæti verið tilbúinn til að sprengja sig í loft upp,“ sagði lögfræðingur Carine Couquelet. Þá sagði hún mennina þrjá varla hafa talað saman á leiðinni frá París til Brussel. „Skjólstæðingur minn var mjög hræddur. Hann hefur ekki talað um nein vopn heldur um stóran jakka sem mögulega gæti verið sprengjubelti.“ Vopnaðir lögreglumenn og hermenn gengu um götur Brussel í dag. Þá var neðanjarðarlestarkerfið lokað sem og verslunarmiðstöðvar, kvikmyndahús, söfn og bílakjallarar. Knattspyrnuleikjum og tónleikum var aflýst, þar á meðal tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Agent Fresco sem halda átti á laugardagskvöld. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ekkert bendir til þess að hæsta viðbúnaðarstigi verði aflétt í Brussel, höfuðborg Belgíu, um helgina. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í borginni á föstudagskvöld og hafa yfirvöld í landinu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkaógn. Næsthæsta viðbúnaðarstig var í borginni liðna viku í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París föstudaginn 13. nóvember. Viðbúnaðarstigið var hins vegar hækkað, meðal annars vegna gruns um að einn höfuðpaura árásanna í París, Salah Abdeslam, sé í Brussel. Belgíska lögreglan hefur opnað fyrir sérstakt símanúmer fyrir almenning þar sem hægt er að koma upplýsingum á framfæri um hvar Abdeslam gæti verið að finna. Að því er fram kemur á vef Independent hafa belgískir fjölmiðlar birt fréttir af því síðustu daga hvar hann gæti verið en ekkert er staðfest í þeim efnum.Gæti verið með sprengjubelti í fórum sínum Tveir menn voru ákærðir í vikunni, grunaðir um að aðstoða Abdeslam við að komast frá París til Belgíu. Lögfræðingur annars þeirra sagði við belgíska sjónvarpsstöð í dag að skjólstæðingur sinn teldi Abdeslam mögulega eiga sprengjubelti. „Samkvæmt skjólstæðingi mínum var Salah mjög órólegur og gæti verið tilbúinn til að sprengja sig í loft upp,“ sagði lögfræðingur Carine Couquelet. Þá sagði hún mennina þrjá varla hafa talað saman á leiðinni frá París til Brussel. „Skjólstæðingur minn var mjög hræddur. Hann hefur ekki talað um nein vopn heldur um stóran jakka sem mögulega gæti verið sprengjubelti.“ Vopnaðir lögreglumenn og hermenn gengu um götur Brussel í dag. Þá var neðanjarðarlestarkerfið lokað sem og verslunarmiðstöðvar, kvikmyndahús, söfn og bílakjallarar. Knattspyrnuleikjum og tónleikum var aflýst, þar á meðal tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Agent Fresco sem halda átti á laugardagskvöld.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Leik Lokeren og Anderlecht frestað vegna ástandsins í Brussel Leik Lokeren og Anderlecht hefur verið frestað í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann átti að fara fram í dag. 21. nóvember 2015 12:33
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52