Þegar þjóninn var að að koma með mat til félaganna varð skyndilega sprenging. Þegar David rankaði við sér sá hann gesti kaffihússins liggja á jörðinni. Verandi hjúkrunarfræðingur hjálpaði hann þeim sem hann sá áður en hann sá mann liggjandi meðvitundarlausan á gólfinu.
Sjá einnig: Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París
Hóf hann undir eins endurlífgunaraðgerðir enda leit maðurinn einungis út fyrir að vera meðvitundarlaus. David reif af honum fötin til þess að geta hafið hjartahnoð en þá, honum til mikils hryllings, uppgvötaði hann að maðurinn var með einhverskonar útbúnað.
„Það voru vírar, einn hvítur, einn svartur, einn rauður og einn appelsínugulur,“ lýsti David. „Ég áttaði mig á því undir eins að maðurinn væri sjálfsmorðsprengjumaður.“
Maðurinn sem David var að reyna að endurlífga var Brahim Abdeslam, einn af árásarmönnunum í hryðjuverkaárássanum. Talið er að sprengjan sem hann bar um sig miðjan hafi ekki sprungið til fulls en hann var sá eini sem lét lífið í sprengingunni.
Sjá einnig: Skortur á tilgangi frjór jarðvegur haturs
Um leið og David áttaði sig á útbúnaðinum komu slökkviliðsmenn á staðinn. Hann lét þá vita hvað hann hefði séð og staðurinn var rýmdur um leið.
„Ég áttaði mig ekki á því að hann væri hryðjuverkamaður áður en lyfti upp fötunum. Ég hélt að hann væri viðskiptavinur eins og allir hinir,“ en David segist ekki hafa séð hann ganga inn á kaffihúsið.
Hér fyrir neðan má sjá David lýsa atburðinum.