Fær verzlunin að njóta sannmælis? Ólafur Stephensen skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Boðað afnám tolla af fötum og skóm um áramótin hefur þegar stuðlað að lækkun verðlags í íslenzkum verzlunum. Undanfarna daga hafa ýmsar fata- og skóbúðir lækkað verðið um 15%, eða hér það bil um það sem nemur tollunum. Afnám tollanna er að sjálfsögðu mikið hagsmunamál innlendrar verzlunar, enda stuðlar það að því að neytendur kaupi fremur fatnað hér á landi en erlendis. Rétt eins og í fyrra, þegar afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskatts var boðuð um áramót, er verzlunin þó að sumu leyti sett í erfiða stöðu með því að margir mánuðir líði frá tilkynningu um afnám tolla fram að gildistöku þess. Afleiðingin er tilhneiging neytenda til að halda að sér höndum og bíða eftir gjaldalækkuninni, einmitt á þeim tíma sem er mesti uppgripatími verzlunarinnar. Fata- og skóverzlanir bregðast nú við með sama hætti og raftækjaverzlanir gerðu margar hverjar í fyrra og lækka verðið strax um sem nemur þeim opinberu gjöldum sem falla niður, til að koma í veg fyrir minnkandi viðskipti. Fyrirtækin taka þannig í raun á sig tollana um nokkurra vikna eða mánaða skeið. Neytendur njóta að sjálfsögðu góðs af þessu, en engu að síður hefur borið á því að fyrirtækin, sem ganga þannig á undan og færa neytendum ávinning afnáms opinberra gjalda áður en það hefur í raun átt sér stað, hafa ekki fengið að njóta sannmælis.Gölluð úttekt á áhrifum afnáms vörugjalda Þannig birti verðlagseftirlit Alþýðusambandsins í maí síðastliðnum niðurstöður úttektar sinnar á því hvernig afnám vörugjalda á raftækjum hefði skilað sér. Þar var því haldið fram að verðlækkanir hefðu verið mun minni en búast mátti við. Aðferðirnar við gerð úttektarinnar voru því miður ekki boðlegar. Annars vegar voru valdir viðmiðunarpunktar í október 2014 og svo í apríl 2015. Fjöldi raftækjaverzlana lækkaði hins vegar hjá sér verðið í september 2014, fljótlega eftir að tilkynnt hafði verið um áformað afnám vörugjaldanna. Úttektin mældi því alls ekki hina raunverulegu verðlækkun. Hins vegar var ekki tilgreint með skýrum hætti í úttektinni hvaða vörur var um að ræða í hverju tilviki og þannig var ekki ljóst að verið væri að bera saman verð sambærilegra vara. Hvort tveggja var til þess fallið að draga úr áreiðanleika niðurstaðna könnunarinnar, sem því miður voru teknar upp gagnrýnislaust af mörgum fjölmiðlum. Það getur vissulega verið vandkvæðum bundið að mæla áhrif niðurfellingar opinberra gjalda á verðlag. Strax í kjölfar niðurfellingar tolla á fötum og skóm um áramótin hefjast til dæmis hefðbundnar janúarútsölur á þessum vörum. Mælingar á því hvort tollalækkunin skili sér þurfa að taka tillit til þess. Sömuleiðis verður að taka tillit til þess að ekki bera öll föt eða skór tolla í dag. Afnámið á eingöngu við um þær vörur sem eru framleiddar utan Evrópska efnahagssvæðisins, en vörur framleiddar á EES bera ekki tolla í dag. Fyrirfram er engin ástæða til þess að ætla að verzlunarfyrirtæki láti ekki lækkun tolla koma fram að fullu í vöruverði. Ástæðan er að þau eiga í harðri samkeppni við erlenda verzlun og þurfa á öllu sínu að halda í þeirri samkeppni. Aðhald neytenda með því að lækkanir á opinberum gjöldum skili sér í vöruverði er sjálfsagt og eðlilegt og stuðlar að heilbrigðum viðskiptaháttum og virkri samkeppni. Það verður hins vegar að gera þá kröfu til verðkannana að þær séu vel úr garði gerðar og gefi rétta mynd af verðlagi og verðbreytingum. Á því hefur verið misbrestur hvað varðar kannanir ASÍ og er óskandi að úr því verði bætt.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun