Franskur saksóknari segir að alls hafi þrjú lík fundist í íbúðinni í St. Denis sem lögregla gerði áhlaup á á miðvikudag. Íbúðin skemmdist verulega þegar sprengjuvesti var sprengt þar inni.
Áður hafði einungis verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen, frænku Abu Oud sem sprengdi sjálfa sig í loft upp við upphaf aðgerða lögreglu, hafi fundist í íbúðinni.
Í frétt BBC segir að líkið sé af konu, en ekkert fékkst staðfest um hverja sé að ræða.
