Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 20. nóvember 2015 07:00 Franska þingið samþykkti í gær framlengja neyðarástand í ríkinu í þrjá mánuði. Nordicphotos/AFP Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. François Hollande forseti lýsti yfir neyðarástandi um síðustu helgi, eftir að herskáir íslamistar höfðu myrt yfir hundrað manns í hryðjuverkum í París. Meðan neyðarástand er í gildi hefur franska lögreglan og önnur yfirvöld víðtækar heimildir til að herða eftirlit, gera húsleitir, handsama fólk, banna samkomur og jafnvel takmarka fréttaflutning. Frönsk yfirvöld hafa jafnframt staðfest að Abdelhamid Abaaoud, Belgíumaðurinn sem talinn er hafa lagt á ráðin um árásirnar í París, hafi látið lífið í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í St. Denis hverfinu á miðvikudag.Abdelhamid Abaaoud.Nordicphotos/AFPEnn er þó leitað að félaga hans, Salah Abdeslam, sem talinn er hafa tekið þátt í sprengjuárásunum á föstudag en sloppið til Belgíu. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gærkvöldi að yfirvöld í Frakklandi vissu ekki hvar Abdeslam væri niðurkominn, hvort hann væri í Belgíu, enn í Frakklandi eða annars staðar. Hann sagði einnig að nokkrir árásarmanna hefðu nýtt sér flóttamannavandann til að smeygja sér inn til Frakklands. „Við vitum ekki á þessu stigi rannsóknar hvort fleiri hópar eða einstaklingar sem tengjast störfum séu enn að störfum í París,“ sagði Valls enn fremur. Þá sagði Valls á þingi í gær að hætta sé á því að hryðjuverkamenn geri efnavopnaárásir í Evrópu. Valls útskýrði þetta þó ekki frekar, heldur lét sér nægja að segja að mögulega geti verið hætta á þessu hvenær sem er. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. François Hollande forseti lýsti yfir neyðarástandi um síðustu helgi, eftir að herskáir íslamistar höfðu myrt yfir hundrað manns í hryðjuverkum í París. Meðan neyðarástand er í gildi hefur franska lögreglan og önnur yfirvöld víðtækar heimildir til að herða eftirlit, gera húsleitir, handsama fólk, banna samkomur og jafnvel takmarka fréttaflutning. Frönsk yfirvöld hafa jafnframt staðfest að Abdelhamid Abaaoud, Belgíumaðurinn sem talinn er hafa lagt á ráðin um árásirnar í París, hafi látið lífið í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í St. Denis hverfinu á miðvikudag.Abdelhamid Abaaoud.Nordicphotos/AFPEnn er þó leitað að félaga hans, Salah Abdeslam, sem talinn er hafa tekið þátt í sprengjuárásunum á föstudag en sloppið til Belgíu. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gærkvöldi að yfirvöld í Frakklandi vissu ekki hvar Abdeslam væri niðurkominn, hvort hann væri í Belgíu, enn í Frakklandi eða annars staðar. Hann sagði einnig að nokkrir árásarmanna hefðu nýtt sér flóttamannavandann til að smeygja sér inn til Frakklands. „Við vitum ekki á þessu stigi rannsóknar hvort fleiri hópar eða einstaklingar sem tengjast störfum séu enn að störfum í París,“ sagði Valls enn fremur. Þá sagði Valls á þingi í gær að hætta sé á því að hryðjuverkamenn geri efnavopnaárásir í Evrópu. Valls útskýrði þetta þó ekki frekar, heldur lét sér nægja að segja að mögulega geti verið hætta á þessu hvenær sem er.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38
Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23
Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21