Veltir fyrir sér fallegum hlutum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 09:00 Guðmundur, Örn, Helgi, Atli og Tómas eru í rífandi stuði. Vísir/AntonBrink „Það er búið að standa til lengi að koma með frumsamið efni á heilli plötu en svo var bara svo margt annað sem knúði á,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson sem sendi á dögunum frá sér plötuna Veröldin er ný. Talsvert langt er síðan Helgi sendi síðast frá sér plötu með frumsömdu efni en hann segist hafa ákveðið að sig langaði til þess að syngja lög eftir aðra og með því takast á við aðrar áskoranir en hann var vanur sem söngvari. Nú er komið að því að koma eigin efni frá sér. „Það er alltaf rosalega gaman, það hefur miklu meiri vigt hjá manni. Það er stærri tjáning og maður kafar aðeins dýpra og reynir að segja eitthvað sem manni finnst skipta máli þó að það séu ekki endilega einhverjir heims- eða heimapólitískir hlutir,“ segir hann og bætir við að á plötunni velti hann aðallega fyrir sér fallegum hlutum. „Ég horfði til baka og fór í minningabankann og skoðaði hvernig tíminn fer með mann stundum, og svo líka svona rómantík og er aðallega að velta fyrir mér fallegum hlutum,“ segir hann og bætir hress við: „Svo varð ég náttúrulega að taka einn svona rokkara með. Það varð að vera einn svoleiðis með.“ Texta við lög sín hefur Helgi yfirleitt samið einn en fékk til liðs við sig Atla Bollason og segir hann það hafa verið skemmtilega nýbreytni og að hann hafi haft gaman af samtalinu. „Það er svona eins og stórmeistararnir hafa gert í gegnum tíðina, Lennon og McCartney og svo framvegis og framvegis endalaust.“ Í tilefni af útgáfu plötunnar verður efnt til útgáfutónleika þar sem þeir Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Óskar, Örn Eldjárn, Tómas Jónsson og Samúel J. Samúelsson ásamt blásarasveit leika með Helga. Staðsetningu tónleikanna verður haldið leyndri til hádegis sjálfan tónleikadaginn. „Þetta var ákveðið með mjög stuttum fyrirvara þannig við ákváðum að sveipa þetta svolítilli dulúð,“ segir Helgi dularfullur og bætir við: „Það hefur alltaf verið smá svona stríðni í mér, mér finnst það skemmtilegt element svo lengi sem fólk finnur ekki fyrir því á neikvæðan hátt andlega eða líkamlega.“ Hann gefur þó upp að tónleikarnir verði haldnir einhvers staðar í 101 Reykjavík og fara þeir fram næstkomandi fimmtudag og hefjast klukkan 21.00 og er hægt að nálgast miða á Midi.is.Helgi flutti lagið eitt laga plötunnar, Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers, ásamt hljómsveit sinni á Hlustendaverðlaununum fyrr í ár. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan. Menning Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Það er búið að standa til lengi að koma með frumsamið efni á heilli plötu en svo var bara svo margt annað sem knúði á,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson sem sendi á dögunum frá sér plötuna Veröldin er ný. Talsvert langt er síðan Helgi sendi síðast frá sér plötu með frumsömdu efni en hann segist hafa ákveðið að sig langaði til þess að syngja lög eftir aðra og með því takast á við aðrar áskoranir en hann var vanur sem söngvari. Nú er komið að því að koma eigin efni frá sér. „Það er alltaf rosalega gaman, það hefur miklu meiri vigt hjá manni. Það er stærri tjáning og maður kafar aðeins dýpra og reynir að segja eitthvað sem manni finnst skipta máli þó að það séu ekki endilega einhverjir heims- eða heimapólitískir hlutir,“ segir hann og bætir við að á plötunni velti hann aðallega fyrir sér fallegum hlutum. „Ég horfði til baka og fór í minningabankann og skoðaði hvernig tíminn fer með mann stundum, og svo líka svona rómantík og er aðallega að velta fyrir mér fallegum hlutum,“ segir hann og bætir hress við: „Svo varð ég náttúrulega að taka einn svona rokkara með. Það varð að vera einn svoleiðis með.“ Texta við lög sín hefur Helgi yfirleitt samið einn en fékk til liðs við sig Atla Bollason og segir hann það hafa verið skemmtilega nýbreytni og að hann hafi haft gaman af samtalinu. „Það er svona eins og stórmeistararnir hafa gert í gegnum tíðina, Lennon og McCartney og svo framvegis og framvegis endalaust.“ Í tilefni af útgáfu plötunnar verður efnt til útgáfutónleika þar sem þeir Magnús Trygvason Eliassen, Guðmundur Óskar, Örn Eldjárn, Tómas Jónsson og Samúel J. Samúelsson ásamt blásarasveit leika með Helga. Staðsetningu tónleikanna verður haldið leyndri til hádegis sjálfan tónleikadaginn. „Þetta var ákveðið með mjög stuttum fyrirvara þannig við ákváðum að sveipa þetta svolítilli dulúð,“ segir Helgi dularfullur og bætir við: „Það hefur alltaf verið smá svona stríðni í mér, mér finnst það skemmtilegt element svo lengi sem fólk finnur ekki fyrir því á neikvæðan hátt andlega eða líkamlega.“ Hann gefur þó upp að tónleikarnir verði haldnir einhvers staðar í 101 Reykjavík og fara þeir fram næstkomandi fimmtudag og hefjast klukkan 21.00 og er hægt að nálgast miða á Midi.is.Helgi flutti lagið eitt laga plötunnar, Ég fer á Land Rover frá Mývatni til Kópaskers, ásamt hljómsveit sinni á Hlustendaverðlaununum fyrr í ár. Upptökuna má sjá hér fyrir neðan.
Menning Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira