Andy Murray komst í hóp með McEnroe og Wilander Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 10:00 Andy Murray fagnar sigrinum. Vísir/Getty Andy Murray og félagar í breska tennislandsliðinu tryggðu sér sigur í Davis-bikarnum í gær og var þetta í fyrsta sinn í 79 ár sem Bretar fagna sigri í þessum eiginlega heimsmeistarakeppni landsliða í tennis. Bretar voru að vinna Davis-bikarinn í tíunda sinn en síðasti titilinn vannst fyrir seinni heimsstyrjöld eða árið 1936. Bretar unnu Belga 3-1 í úrslitunum en höfðu áður slegið út Bandaríkjamenn (3-2), Frakka (3-1) og Ástrala (3-2). Andy Murray, stærsta stjarna breska liðsins, stóð undir nafni því hann vann báða einliðaleiki sína á móti Belgum, fyrst 6-3, 6-2 og 7-5 á móti Ruben Bemelmans en svo 6-3, 7-5 og 6-3 á móti David Goffin. „Ég trúi því ekki að við höfum klárað. Við fáum kannski aldrei aftur möguleika á því að endurtaka þetta þannig við ætlum að fagna í kvöld," sagði Andy Murray eftir sigurinn. Andy Murray vann alla átta einliðaleiki sína úi Davis-bikarnum í ár og komst þar í hóp með þeim John McEnroe og Mats Wilander. McEnroe vann alla átta leiki sína með Bandaríkjamönnum 1982 og Wilander lék það eftir með Svíum árið eftir. Andy Murray náði í alls 11 stig og gerði þar mun betur en þegar kappar eins og Novak Djokovic (7 stig í sigri Serbíu 2010), Roger Federer (7 stig í sigri Sviss 2014) og Rafael Nadal (6 stig í sigri Spánar 2011) sem allir unnu Davis-bikarinn með sínum þjóðum. Andy Murray hafði áður endað 77 ára bið Breta eftir sigri á Wimbledon-mótinu árið 2013. Hann hefur unnið tvö risamót og Ólympíugull á ferlinum og bætti nú einni skrautfjöðrinni við. Davis-bikarmeistarar Breta.Vísir/Getty Tennis Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Andy Murray og félagar í breska tennislandsliðinu tryggðu sér sigur í Davis-bikarnum í gær og var þetta í fyrsta sinn í 79 ár sem Bretar fagna sigri í þessum eiginlega heimsmeistarakeppni landsliða í tennis. Bretar voru að vinna Davis-bikarinn í tíunda sinn en síðasti titilinn vannst fyrir seinni heimsstyrjöld eða árið 1936. Bretar unnu Belga 3-1 í úrslitunum en höfðu áður slegið út Bandaríkjamenn (3-2), Frakka (3-1) og Ástrala (3-2). Andy Murray, stærsta stjarna breska liðsins, stóð undir nafni því hann vann báða einliðaleiki sína á móti Belgum, fyrst 6-3, 6-2 og 7-5 á móti Ruben Bemelmans en svo 6-3, 7-5 og 6-3 á móti David Goffin. „Ég trúi því ekki að við höfum klárað. Við fáum kannski aldrei aftur möguleika á því að endurtaka þetta þannig við ætlum að fagna í kvöld," sagði Andy Murray eftir sigurinn. Andy Murray vann alla átta einliðaleiki sína úi Davis-bikarnum í ár og komst þar í hóp með þeim John McEnroe og Mats Wilander. McEnroe vann alla átta leiki sína með Bandaríkjamönnum 1982 og Wilander lék það eftir með Svíum árið eftir. Andy Murray náði í alls 11 stig og gerði þar mun betur en þegar kappar eins og Novak Djokovic (7 stig í sigri Serbíu 2010), Roger Federer (7 stig í sigri Sviss 2014) og Rafael Nadal (6 stig í sigri Spánar 2011) sem allir unnu Davis-bikarinn með sínum þjóðum. Andy Murray hafði áður endað 77 ára bið Breta eftir sigri á Wimbledon-mótinu árið 2013. Hann hefur unnið tvö risamót og Ólympíugull á ferlinum og bætti nú einni skrautfjöðrinni við. Davis-bikarmeistarar Breta.Vísir/Getty
Tennis Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira