Orðusvipting óháð mögulegu framboði Ólafs Ragnars til endurkjörs Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2015 12:55 Guðni Ágústsson formaður orðunefndar og yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar segir ákvörðun nefndarinnar um að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðunni ekkert hafa með það að gera að forsetinn íhugi þessa dagana hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta í sjötta sinn. Sex manns sitja í orðunefnd undir formennsku Guðna Ágústssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins og ráðherra. En nefndin gerir tillögur um hverjir skuli hljóta fálkaorðuna hverju sinni. Guðni segir nefndin hafa ákveðið einróma að svipta Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings orðunni vegna fjögurra ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani málinu svo kallaða. Þessi ákvörðun hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum orðuhöfum. „Já, já fari þeir í fangelsi. Hljóti það alvarlegan dóm. Þá liggur það fyrir að þetta er ákvörðun sem er tekin og verður miðað við í framtíðinni vona ég,“ segir Guðni. Menn verði þó ekki sviptir orðunni fyrir smávægileg brot eins og hraðakstur. Þessi ákvörðun er ekki forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar nema að forminu til heldur orðunefndarinnar. Forsetinn liggur hins vegar undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína á Bessastöðum. Guðni er yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars.Hefur þetta eitthvað með það að gera að forsetinn er að íhuga mál sitt? „Þetta snertir ekki á nokkurn einasta hátt það mál. Það er ákvörðun forsetans hvort hann gefur kost á sér eða ekki,“ segir Guðni. Hins vegar liggur hann ekkert á þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi staðið sig vel bæði innanlands og utan. „Bæði í Icesave og fleiri málum. Ég styð Ólaf og finnst hann hafa staðið sig afburðavel sem forseti, í hryðjuverkalögum og öðru. Norðurslóðunum; tekið forystu þar,“ segir Guðni.Þannig að þú telur langt í frá að það sé tómt á tankinum hjá forsetanum og hann gæti þjónað landinu lengur? „Það er engin spurning í mínum huga. En hann verður bara að taka ákvörðun um það sjálfur. Það er mikil orka í honum og mikill kraftur,“ segir Guðni Ágústsson. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Guðni Ágústsson formaður orðunefndar og yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar segir ákvörðun nefndarinnar um að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðunni ekkert hafa með það að gera að forsetinn íhugi þessa dagana hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta í sjötta sinn. Sex manns sitja í orðunefnd undir formennsku Guðna Ágústssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins og ráðherra. En nefndin gerir tillögur um hverjir skuli hljóta fálkaorðuna hverju sinni. Guðni segir nefndin hafa ákveðið einróma að svipta Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings orðunni vegna fjögurra ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani málinu svo kallaða. Þessi ákvörðun hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum orðuhöfum. „Já, já fari þeir í fangelsi. Hljóti það alvarlegan dóm. Þá liggur það fyrir að þetta er ákvörðun sem er tekin og verður miðað við í framtíðinni vona ég,“ segir Guðni. Menn verði þó ekki sviptir orðunni fyrir smávægileg brot eins og hraðakstur. Þessi ákvörðun er ekki forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar nema að forminu til heldur orðunefndarinnar. Forsetinn liggur hins vegar undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína á Bessastöðum. Guðni er yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars.Hefur þetta eitthvað með það að gera að forsetinn er að íhuga mál sitt? „Þetta snertir ekki á nokkurn einasta hátt það mál. Það er ákvörðun forsetans hvort hann gefur kost á sér eða ekki,“ segir Guðni. Hins vegar liggur hann ekkert á þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi staðið sig vel bæði innanlands og utan. „Bæði í Icesave og fleiri málum. Ég styð Ólaf og finnst hann hafa staðið sig afburðavel sem forseti, í hryðjuverkalögum og öðru. Norðurslóðunum; tekið forystu þar,“ segir Guðni.Þannig að þú telur langt í frá að það sé tómt á tankinum hjá forsetanum og hann gæti þjónað landinu lengur? „Það er engin spurning í mínum huga. En hann verður bara að taka ákvörðun um það sjálfur. Það er mikil orka í honum og mikill kraftur,“ segir Guðni Ágústsson.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira