Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 14:20 Hreiðar Már fyrir miðju ásamt verjendateymi sínu. Vísir/Stefán Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um lánveitingar sem bankinn veitti þremur eignarhaldsfélögum þann 29. ágúst 2008 en um var að ræða peningamarkaðslán að upphæð samtals 130 milljónir evra. Umrædd lán voru notuð til að borga upp lán sem félögin þrjú höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg en þeir fjármunir voru notaðir sem fjárframlög félaganna inn í félagið Chesterfield sem keypti lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings. Vill ákæruvaldið meina að með lánveitingunum hafi Hreiðar Már gerst sekur um umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán Veit ekki hver tók ákvörðun um lánin Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju. Þá hafa þeir allir hlotið refsidóma í öðrum málum í héraði en Hæstiréttur á enn eftir að taka þau fyrir. Aðspurður fyrir dómi í dag kvaðst Hreiðar ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að veita umrædd lán í ágúst 2008, en óumdeilt er að lánin voru aldrei samþykkt í lánanefnd stjórnar, eins og verkferlar bankans mæltu fyrir um. Kvaðst Hreiðar aldrei hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. „Þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, vísaði þá meðal annars í framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings, en hann sagði við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara árið 2012 að Hreiðar hefði gefið fyrirmælin um að greiða lánin út. Þvertók Hreiðar fyrir þetta. „Ég ætla nú ekki að vera með of miklar ásakanir en þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað,“ sagði Hreiðar og vísaði þar í tölvupósta Halldórs Bjarkars og Bjarka Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, vegna lánveitinganna. „Það er ekkert í gögnum sem bendir til þess að ég hafi gefið fyrirmæli um þessi lán. [...] Hann er að ljúga þessu upp á mig og ég held að hlutlægur saksóknari hefði áttað sig á því,“ sagði Hreiðar um framburð Halldórs Bjarkars. CLN-málið Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um lánveitingar sem bankinn veitti þremur eignarhaldsfélögum þann 29. ágúst 2008 en um var að ræða peningamarkaðslán að upphæð samtals 130 milljónir evra. Umrædd lán voru notuð til að borga upp lán sem félögin þrjú höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg en þeir fjármunir voru notaðir sem fjárframlög félaganna inn í félagið Chesterfield sem keypti lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings. Vill ákæruvaldið meina að með lánveitingunum hafi Hreiðar Már gerst sekur um umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán Veit ekki hver tók ákvörðun um lánin Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju. Þá hafa þeir allir hlotið refsidóma í öðrum málum í héraði en Hæstiréttur á enn eftir að taka þau fyrir. Aðspurður fyrir dómi í dag kvaðst Hreiðar ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að veita umrædd lán í ágúst 2008, en óumdeilt er að lánin voru aldrei samþykkt í lánanefnd stjórnar, eins og verkferlar bankans mæltu fyrir um. Kvaðst Hreiðar aldrei hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. „Þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, vísaði þá meðal annars í framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings, en hann sagði við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara árið 2012 að Hreiðar hefði gefið fyrirmælin um að greiða lánin út. Þvertók Hreiðar fyrir þetta. „Ég ætla nú ekki að vera með of miklar ásakanir en þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað,“ sagði Hreiðar og vísaði þar í tölvupósta Halldórs Bjarkars og Bjarka Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, vegna lánveitinganna. „Það er ekkert í gögnum sem bendir til þess að ég hafi gefið fyrirmæli um þessi lán. [...] Hann er að ljúga þessu upp á mig og ég held að hlutlægur saksóknari hefði áttað sig á því,“ sagði Hreiðar um framburð Halldórs Bjarkars.
CLN-málið Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira