Undarlegur unglingafaraldur Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 7. desember 2015 11:30 Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni Höfundur: Hilmar Örn Oddsson Myndir: Erla María Árnadóttir Útgefandi: Bókabeitan 144 bls. Prentun: Prentmiðlun ehf./Pólland Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni er fjórða bókin um hina málglöðu Millu, eftir Hilmar Örn Óskarsson. Í þessari bók mætir hún mikilli ógn, sem margir eiga erfitt með að skilja og kljást við -- nefnilega unglingum. Kamilla á einkar auðvelt með að koma sér í klandur enda á hún erfitt með að láta ósagt hvað það sem henni dettur í hug. Í þessari bók leggst vinahópur Kamillu á eitt þegar Katla orðar við þau áhyggjur sínar af eldri systur sinni, Karítas, sem er farin að haga sér vægast sagt stórfurðulega. Svo heppilega vill til að Felix, einn úr vinahópnum, er einmitt að rannsaka þennan dularfulla þjóðfélagshóp. Þegar hópurinn leggst á eitt, ásamt vísindamanninum Elías Emil, fer boltinn að rúlla og fjör að færast í leikinn. Bókin er, líkt og fyrri bækurnar, full af skemmtilegum persónum. Vinahópurinn hennar Kamillu leikur aðalhlutverkið, auk vísindamannsins Elíasar Emils. Hópurinn samanstendur af kostulegum persónum sem ólíklegt er að vinni vinsældakeppnir í grunnskólanum sínum, enda jafnólíklegt að þær sækist eftir því. Hugsanlega mætti lýsa Kamillubókunum sem einhvers konar furðulegri blöndu af Bertbókunum og Fimmbókunum með örlitlum keim af Línu langsokk. Fyrri bækur um Kamillu einkenndust af orðagríni og stöðugum leik með tungumálið. Hér hefur höfundur aðeins slakað á í orðagríninu en slær ekkert af í húmor. Aðdáendur þurfa þó ekki að fyllast áhyggjum, það er enn nógur forði af orðaglensi.Niðurstaða: Líkt og fyrri bækurnar um Kamillu vindmyllu er þessi full af gríni og glensi og skemmtilegum persónum. Hress bók sem ætti ekki að svíkja Kamilluaðdáendur. Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni Höfundur: Hilmar Örn Oddsson Myndir: Erla María Árnadóttir Útgefandi: Bókabeitan 144 bls. Prentun: Prentmiðlun ehf./Pólland Kamilla Vindmylla og unglingarnir í Iðunni er fjórða bókin um hina málglöðu Millu, eftir Hilmar Örn Óskarsson. Í þessari bók mætir hún mikilli ógn, sem margir eiga erfitt með að skilja og kljást við -- nefnilega unglingum. Kamilla á einkar auðvelt með að koma sér í klandur enda á hún erfitt með að láta ósagt hvað það sem henni dettur í hug. Í þessari bók leggst vinahópur Kamillu á eitt þegar Katla orðar við þau áhyggjur sínar af eldri systur sinni, Karítas, sem er farin að haga sér vægast sagt stórfurðulega. Svo heppilega vill til að Felix, einn úr vinahópnum, er einmitt að rannsaka þennan dularfulla þjóðfélagshóp. Þegar hópurinn leggst á eitt, ásamt vísindamanninum Elías Emil, fer boltinn að rúlla og fjör að færast í leikinn. Bókin er, líkt og fyrri bækurnar, full af skemmtilegum persónum. Vinahópurinn hennar Kamillu leikur aðalhlutverkið, auk vísindamannsins Elíasar Emils. Hópurinn samanstendur af kostulegum persónum sem ólíklegt er að vinni vinsældakeppnir í grunnskólanum sínum, enda jafnólíklegt að þær sækist eftir því. Hugsanlega mætti lýsa Kamillubókunum sem einhvers konar furðulegri blöndu af Bertbókunum og Fimmbókunum með örlitlum keim af Línu langsokk. Fyrri bækur um Kamillu einkenndust af orðagríni og stöðugum leik með tungumálið. Hér hefur höfundur aðeins slakað á í orðagríninu en slær ekkert af í húmor. Aðdáendur þurfa þó ekki að fyllast áhyggjum, það er enn nógur forði af orðaglensi.Niðurstaða: Líkt og fyrri bækurnar um Kamillu vindmyllu er þessi full af gríni og glensi og skemmtilegum persónum. Hress bók sem ætti ekki að svíkja Kamilluaðdáendur.
Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira