Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er laus við heilaæxli. Bandaríkjamaðurinn 91 árs gamli greindi frá þessu í sunnudagaskóla í bænum Plains í Georgíu í morgun. Atlanta Journal-Constitution greinir frá.
Carter gegndi embætti forseta í eitt kjörtímabil, frá 1977 til 1981, og fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002.
Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að Carter hefði brugðist vel við meðferð og engin merki væru að æxlið væri að stækka.
Jimmy Carter laus við krabbamein
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
