Þrátt fyrir að vera 22 sekúndubrotum frá Íslandsmetinu tókst Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkonan úr SH, ekki að komast upp úr undanúrslitum í 50 metra baksundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Ísrael.
Eygló lenti í 7. sæti í fyrri undanúrslitunum og fékk því ekki þátttökurétt í úrslitasundinu.
Eygló sem hefur náð frábærum árangri á mótinu og nælt í tvenn bronsverðlaun en hún komst í undanúrslit er hún kom í mark á 27,97 sekúndum í morgun.
Eygló gerði enn betur í undanúrslitunum rétt í þessu og kom í mark aðeins á 27,67 sekúndum.
Var hún 22 sekúndubrotum frá eigin Íslandsmeti sem hún deilir með Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur en það dugði ekki til og lenti hún í 15 sæti af 16 keppendum í undanúrslitunum.
