Bronsstúlkan okkar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Eygló með bronsverðlaunin fyrir 200 metra baksundið. vísir/afp Síðustu dagar renna sundkonunni Eygló Ósk Gústafsdóttur eflaust seint úr minni. Sem kunnugt er vann hún til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í fyrradag. Og í gær fylgdi hún því eftir með að því að ná aftur í bronsverðlaun – í 200 metra baksundi. „Mér líður eins og mig sé að dreyma, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Eygló alsæl þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið eftir úrslitasundið í gær. Eygló setti Íslandsmet þegar hún synti á 2:03,96 mínútum í undanrásunum í gærmorgun. Það met stóð þó ekki nema í nokkra klukkutíma því í úrslitasundinu síðar um daginn kom hún í bakkann á 2:03,53 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því um morguninn um 43 hundraðshluta úr sekúndu. Hin ungverska Katinka Hosszu varð hlutskörpust í úrslitasundinu en hún kom í bakkann á nýju mótsmeti; 1:59,84 mínútum. Hin 18 ára gamla Daria Ustinova frá Rússlandi vann silfur á tímanum 2:01,57 mínútum. Eygló segir að árangurinn í 100 metra baksundinu hafi komið sér á óvart og jafnframt gefið sér byr undir báða vængi fyrir 200 metra baksundið, sem er hennar aðalgrein. „Ég hafði aldrei búist við að ná þessum árangri í 100 metrunum en fyrst ég náði því ætlaði ég mér svo sannarlega að gera þetta í 200 metrunum,“ sagði Eygló sem setti stefnuna á að enda í einu af fimm efstu sætunum í 200 metra baksundi. „Markmiðið var að vera í efstu fimm í 200 metra baksundinu og komast í úrslit í 100 metrunum, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ bætti Eygló við en hún lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 metra baksundi í dag. Eygló segir að árangurinn frábæri í Ísrael hvetji hana til dáða í framhaldinu. Hún segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að byrja að æfa á ný og bæta sig. „Ég er svo meira en tilbúin að fara að æfa og bæta það sem ég þarf að bæta,“ sagði Eygló sem veit nákvæmlega hvaða þætti hún þarf að laga til að ná enn lengra. „Um daginn fór ég í sundgreiningu. Það var maður sem tók myndband af mér að synda og sýndi mér nákvæmlega hvað ég get bætt og hvernig ég get gert það. Þetta er það fyrsta á dagskrá eftir mótið.“ Eygló segir að bronsverðlaunin tvö á EM séu toppurinn á frábæru ári hennar sem nú er senn á enda. „Jú, klárlega. Ég keppi aftur um næstu helgi og svo byrja ég að æfa á fullu,“ sagði Eygló. En er búið að taka frá pláss í bikaraskápnum hennar fyrir bronsmedalíurnar tvær? „Þessar medalíur fara á sérstakan stað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir og hló við.vísir/afp, grafík/garðar Sund Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Síðustu dagar renna sundkonunni Eygló Ósk Gústafsdóttur eflaust seint úr minni. Sem kunnugt er vann hún til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í fyrradag. Og í gær fylgdi hún því eftir með að því að ná aftur í bronsverðlaun – í 200 metra baksundi. „Mér líður eins og mig sé að dreyma, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Eygló alsæl þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið eftir úrslitasundið í gær. Eygló setti Íslandsmet þegar hún synti á 2:03,96 mínútum í undanrásunum í gærmorgun. Það met stóð þó ekki nema í nokkra klukkutíma því í úrslitasundinu síðar um daginn kom hún í bakkann á 2:03,53 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því um morguninn um 43 hundraðshluta úr sekúndu. Hin ungverska Katinka Hosszu varð hlutskörpust í úrslitasundinu en hún kom í bakkann á nýju mótsmeti; 1:59,84 mínútum. Hin 18 ára gamla Daria Ustinova frá Rússlandi vann silfur á tímanum 2:01,57 mínútum. Eygló segir að árangurinn í 100 metra baksundinu hafi komið sér á óvart og jafnframt gefið sér byr undir báða vængi fyrir 200 metra baksundið, sem er hennar aðalgrein. „Ég hafði aldrei búist við að ná þessum árangri í 100 metrunum en fyrst ég náði því ætlaði ég mér svo sannarlega að gera þetta í 200 metrunum,“ sagði Eygló sem setti stefnuna á að enda í einu af fimm efstu sætunum í 200 metra baksundi. „Markmiðið var að vera í efstu fimm í 200 metra baksundinu og komast í úrslit í 100 metrunum, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ bætti Eygló við en hún lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 metra baksundi í dag. Eygló segir að árangurinn frábæri í Ísrael hvetji hana til dáða í framhaldinu. Hún segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að byrja að æfa á ný og bæta sig. „Ég er svo meira en tilbúin að fara að æfa og bæta það sem ég þarf að bæta,“ sagði Eygló sem veit nákvæmlega hvaða þætti hún þarf að laga til að ná enn lengra. „Um daginn fór ég í sundgreiningu. Það var maður sem tók myndband af mér að synda og sýndi mér nákvæmlega hvað ég get bætt og hvernig ég get gert það. Þetta er það fyrsta á dagskrá eftir mótið.“ Eygló segir að bronsverðlaunin tvö á EM séu toppurinn á frábæru ári hennar sem nú er senn á enda. „Jú, klárlega. Ég keppi aftur um næstu helgi og svo byrja ég að æfa á fullu,“ sagði Eygló. En er búið að taka frá pláss í bikaraskápnum hennar fyrir bronsmedalíurnar tvær? „Þessar medalíur fara á sérstakan stað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir og hló við.vísir/afp, grafík/garðar
Sund Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira