Starfsfólk bankanna fær ekki jólabónusa Sæunn Gísladóttir skrifar 5. desember 2015 07:00 Engin áform eru um jólabónusa í viðskiptabönkunum þremur. vísir/stefán Stóru viðskiptabankarnir þrír greiða starfsfólki sínu ekki jólabónusa í ár, samkvæmt heimildum blaðsins. Opinberlega hefur þó ákvörðunin bara verið tekið hjá einum. Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Enginn jólabónus verður í Landsbankanum að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Starfsmenn bankans, eins og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækja, fá þó desemberuppbót sem á árinu 2015 nemur 78 þúsund krónum miðað við fullt starf. Ekki stendur heldur til að greiða út jólabónusa til starfsmanna Kviku (nýja nafn gamla MP banka og Straums) að sögn Hildar Þórisdóttur, markaðs- og mannauðsstjóra fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um jólabónus í Arion banka, varðandi desemberuppbót þá verður hún samkvæmt kjarasamningum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Hann segir jólabónus ekki hafa tíðkast hjá bankanum. Þá liggur ekkert fyrir um jólabónus hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra bankans. Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningum. Fyrir jólin í fyrra greiddi enginn bankanna né MP banki starfsfólki sínu sérstakan bónus fyrir jólin. Hjá MP banka fengu starfsmenn innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur. Síðast voru veittar bónusgreiðslur árið 2013, þá fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Það árið fengu starfsmenn hinna viðskiptabankanna engar bónusgreiðslur en fengu þó innpakkaðar jólagjafir. Auk þess fengu starfsmenn desemberuppbót. Íslandsbanki hlaut viðurkenningu The Banker sem banki ársins á Íslandi 2014 en veitti þó ekki bónusgreiðslur jólin 2014. Fyrir hrun fengu starfsmenn fjármálafyrirtækja greiddan svokallaðan 13. mánuðinn í desemberuppbót. Hann gat numið á bilinu 150 til 450 þúsund krónur. Opnað var fyrir þann möguleika árið 2001 að fá greidda þessa umbun vegna álags í tengslum við áramót. Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír greiða starfsfólki sínu ekki jólabónusa í ár, samkvæmt heimildum blaðsins. Opinberlega hefur þó ákvörðunin bara verið tekið hjá einum. Jólabónusar hafa ekki verið greiddir út síðan Arion banki gaf starfsmönnum sínum 125 þúsund króna bónusgreiðslu árið 2013. Enginn jólabónus verður í Landsbankanum að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa bankans. Starfsmenn bankans, eins og aðrir starfsmenn fjármálafyrirtækja, fá þó desemberuppbót sem á árinu 2015 nemur 78 þúsund krónum miðað við fullt starf. Ekki stendur heldur til að greiða út jólabónusa til starfsmanna Kviku (nýja nafn gamla MP banka og Straums) að sögn Hildar Þórisdóttur, markaðs- og mannauðsstjóra fyrirtækisins. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um jólabónus í Arion banka, varðandi desemberuppbót þá verður hún samkvæmt kjarasamningum," segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Hann segir jólabónus ekki hafa tíðkast hjá bankanum. Þá liggur ekkert fyrir um jólabónus hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra bankans. Desemberuppbót sé samkvæmt kjarasamningum. Fyrir jólin í fyrra greiddi enginn bankanna né MP banki starfsfólki sínu sérstakan bónus fyrir jólin. Hjá MP banka fengu starfsmenn innpakkaðar jólagjafir en engar bónusgreiðslur. Síðast voru veittar bónusgreiðslur árið 2013, þá fengu starfsmenn Arion banka 125 þúsund króna bónusgreiðslu fyrir jólin, auk 30 þúsund króna gjafakorts. Ákveðið var að veita þá bónusgreiðslu þar sem fagtímaritið The Banker, sem gefið er út af the Financial Times, valdi Arion banka sem banka ársins á Íslandi 2013. Það árið fengu starfsmenn hinna viðskiptabankanna engar bónusgreiðslur en fengu þó innpakkaðar jólagjafir. Auk þess fengu starfsmenn desemberuppbót. Íslandsbanki hlaut viðurkenningu The Banker sem banki ársins á Íslandi 2014 en veitti þó ekki bónusgreiðslur jólin 2014. Fyrir hrun fengu starfsmenn fjármálafyrirtækja greiddan svokallaðan 13. mánuðinn í desemberuppbót. Hann gat numið á bilinu 150 til 450 þúsund krónur. Opnað var fyrir þann möguleika árið 2001 að fá greidda þessa umbun vegna álags í tengslum við áramót.
Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira