Eiður Smári er þessa dagana án félags en hann hefur æft með Breiðablik til þess að halda sér í formi og lék með liðinu einn æfingarleik í dag.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli en ásamt Eiði Smára lék Sergio Carrallo Pendás á reynslu með Breiðablik í dag en hann lék með unglingaliði Real Madrid á sínum yngri árum.