Mögnuð jólagjöf Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. desember 2015 07:00 Fyrir jólin 1982 seldust fjórtán þúsund eintök af sundlaugarbláa fótanuddtækinu frá danska raftækjaframleiðandanum Clairol í Radíóbúðinni sálugu. Fjórtán þúsund eintök af þessum upphafna bala hvíla nú í geymslum um allt land fullir af grifflum og legghlífum sömu jóla, Sodastream-tækjum, Lazer-Tag byssum og öðrum afturgöngum hátíðar Mammons. Hvað verður það í ár? Skrefateljari og hrukkubani í smekklega hönnuðu armbandi? Djúsgerðarvél sem varðveitir vítamín og eilífa æsku? Í stað þess að bæta við grafreit mistakanna þessi jólin er ég með hugmynd.Eitthvað fallegt Hún lifði aðeins sjötíu og fjórar mínútur. Hope Lee lét hins vegar meira gott af sér leiða á skammri ævi en margir sem lifa heila öld. „Rétt áður en hún dó kreisti hún á mér fingurinn,“ sagði faðir Hope í samtali við breska fjölmiðla. „Ég brotnaði saman.“ Foreldrar Hope, hjónin Andrew og Emma Lee frá smábænum Newmarket á Englandi, vissu að dóttir þeirra myndi ekki eiga langa ævi. Þegar Emma var komin þrettán vikur á leið, en hún gekk með tvíbura, kom í ljós að annað fóstrið var með alvarlegan galla í miðtaugakerfi. Þeim var boðið að eyða fóstrinu. Foreldrarnir voru hins vegar staðráðnir í að snúa þessum hræðilegu fréttum upp í eitthvað fallegt. Fyrir rétt rúmri viku varð Hope Lee yngsti líffæragjafi Bretlands. Emma ákvað að ganga með stúlkuna, þrátt fyrir að henni væri ekki hugað líf eftir fæðingu, svo einhver fengi að njóta góðs af nýrum hennar og frumum úr lifur. „Eitthvað gott kom út úr þessu,“ sagði faðirinn klökkur. „Það er kona sem er nú á batavegi þökk sé Hope. Fyrir okkur var dóttir okkar hetja.“Tifandi tímasprengja Nokkrum dögum síðar, síðastliðinn þriðjudag, gengu í gildi í Wales lög um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf. Varð Wales þar með fyrsta land Stóra-Bretlands til að stíga það skref að ganga út frá því að fólk vilji gerast líffæragjafar við andlát sé þess kostur nema annað sé tekið fram. Á Íslandi er þessu öfugt farið. Gengið er út frá ætlaðri neitun. Engan þarf því að undra að mikill skortur er á líffæragjöfum hér á landi. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja áttatíu til níutíu prósent Íslendinga gefa líffæri eftir andlát sitt. En þegar til kastanna kemur stöndum við okkur illa í samanburði við nágrannaþjóðir. Á árunum 2008 til 2012 komu 24 látnir einstaklingar til álita hér á landi sem líffæragjafar. Sextán þeirra gáfu líffæri en í átta tilfellum var líffæragjöf hafnað, eða í þriðjungi tilfella. Nú þegar tuttugu dagar eru til jóla og spurningin hvað-skal-setja-í-jólapakkana-í-ár vofir yfir eins og tifandi tímasprengja vil ég benda lesendum á lausn sem bæði einfaldar lífið og kann að bjarga mannslífum. Að gerast líffæragjafi er gjöf verðmætari en öll fótanuddtæki veraldarinnar samanlögð. Hún kostar ekki neitt og krefst ekki einu sinni taugatrekkjandi leiðangurs í Kringluna. Á vefsíðu Landlæknisembættisins er á einfaldan hátt hægt að skrá sig sem líffæragjafa en það tekur einungis nokkrar mínútur. Og við getum gert meira.Hreinar nasir Ekki alls fyrir löngu lögðu níu þingmenn fram lagafrumvarp á Alþingi um líffæragjafir. Vilja þingmennirnir að nema megi brott líffæri úr líkama látins einstaklings, hafi sá hinn sami ekki lýst sig andsnúinn því. Mikið hefur verið rætt um hve lítið sé að gera í þingsal Alþingis um þessar mundir og þar sitji menn og bara bori í nefið til að fylla upp í aðgerðaleysið. Nú þegar þingmenn hljóta að vera komnir með hreinustu nasir á íslenskum vinnumarkaði er spurning hvort þeir geti ekki tekið fingurinn úr nefinu eitt andartak og rætt þetta mál. Málefnin gerast varla mikið brýnni en lagasetningin gæti bjargað fjölda mannslífa ár hvert. Það væri mögnuð jólagjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
Fyrir jólin 1982 seldust fjórtán þúsund eintök af sundlaugarbláa fótanuddtækinu frá danska raftækjaframleiðandanum Clairol í Radíóbúðinni sálugu. Fjórtán þúsund eintök af þessum upphafna bala hvíla nú í geymslum um allt land fullir af grifflum og legghlífum sömu jóla, Sodastream-tækjum, Lazer-Tag byssum og öðrum afturgöngum hátíðar Mammons. Hvað verður það í ár? Skrefateljari og hrukkubani í smekklega hönnuðu armbandi? Djúsgerðarvél sem varðveitir vítamín og eilífa æsku? Í stað þess að bæta við grafreit mistakanna þessi jólin er ég með hugmynd.Eitthvað fallegt Hún lifði aðeins sjötíu og fjórar mínútur. Hope Lee lét hins vegar meira gott af sér leiða á skammri ævi en margir sem lifa heila öld. „Rétt áður en hún dó kreisti hún á mér fingurinn,“ sagði faðir Hope í samtali við breska fjölmiðla. „Ég brotnaði saman.“ Foreldrar Hope, hjónin Andrew og Emma Lee frá smábænum Newmarket á Englandi, vissu að dóttir þeirra myndi ekki eiga langa ævi. Þegar Emma var komin þrettán vikur á leið, en hún gekk með tvíbura, kom í ljós að annað fóstrið var með alvarlegan galla í miðtaugakerfi. Þeim var boðið að eyða fóstrinu. Foreldrarnir voru hins vegar staðráðnir í að snúa þessum hræðilegu fréttum upp í eitthvað fallegt. Fyrir rétt rúmri viku varð Hope Lee yngsti líffæragjafi Bretlands. Emma ákvað að ganga með stúlkuna, þrátt fyrir að henni væri ekki hugað líf eftir fæðingu, svo einhver fengi að njóta góðs af nýrum hennar og frumum úr lifur. „Eitthvað gott kom út úr þessu,“ sagði faðirinn klökkur. „Það er kona sem er nú á batavegi þökk sé Hope. Fyrir okkur var dóttir okkar hetja.“Tifandi tímasprengja Nokkrum dögum síðar, síðastliðinn þriðjudag, gengu í gildi í Wales lög um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf. Varð Wales þar með fyrsta land Stóra-Bretlands til að stíga það skref að ganga út frá því að fólk vilji gerast líffæragjafar við andlát sé þess kostur nema annað sé tekið fram. Á Íslandi er þessu öfugt farið. Gengið er út frá ætlaðri neitun. Engan þarf því að undra að mikill skortur er á líffæragjöfum hér á landi. Samkvæmt skoðanakönnunum vilja áttatíu til níutíu prósent Íslendinga gefa líffæri eftir andlát sitt. En þegar til kastanna kemur stöndum við okkur illa í samanburði við nágrannaþjóðir. Á árunum 2008 til 2012 komu 24 látnir einstaklingar til álita hér á landi sem líffæragjafar. Sextán þeirra gáfu líffæri en í átta tilfellum var líffæragjöf hafnað, eða í þriðjungi tilfella. Nú þegar tuttugu dagar eru til jóla og spurningin hvað-skal-setja-í-jólapakkana-í-ár vofir yfir eins og tifandi tímasprengja vil ég benda lesendum á lausn sem bæði einfaldar lífið og kann að bjarga mannslífum. Að gerast líffæragjafi er gjöf verðmætari en öll fótanuddtæki veraldarinnar samanlögð. Hún kostar ekki neitt og krefst ekki einu sinni taugatrekkjandi leiðangurs í Kringluna. Á vefsíðu Landlæknisembættisins er á einfaldan hátt hægt að skrá sig sem líffæragjafa en það tekur einungis nokkrar mínútur. Og við getum gert meira.Hreinar nasir Ekki alls fyrir löngu lögðu níu þingmenn fram lagafrumvarp á Alþingi um líffæragjafir. Vilja þingmennirnir að nema megi brott líffæri úr líkama látins einstaklings, hafi sá hinn sami ekki lýst sig andsnúinn því. Mikið hefur verið rætt um hve lítið sé að gera í þingsal Alþingis um þessar mundir og þar sitji menn og bara bori í nefið til að fylla upp í aðgerðaleysið. Nú þegar þingmenn hljóta að vera komnir með hreinustu nasir á íslenskum vinnumarkaði er spurning hvort þeir geti ekki tekið fingurinn úr nefinu eitt andartak og rætt þetta mál. Málefnin gerast varla mikið brýnni en lagasetningin gæti bjargað fjölda mannslífa ár hvert. Það væri mögnuð jólagjöf.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun