Helgi: Þeir eru ekkert betri en ég Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2015 15:20 Helgi Sveinsson tók við viðurkenningu sinni úr hendi Sveins Áka Lúðvíkssonar, formanns ÍF. Vísir/Vilhelm Helgi Sveinsson, spjótkastari, var í dag valinn íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Helgi hlýtur þá útnefningu en hann náði frábærum árangri á árinu þar sem hann bætti meðal annars heimsmetið í grein sinni. „Það er toppurinn að vera valinn íþróttamaður ársins og alveg ótrúlega gaman,“ segir Helgi, glaður í bragði, í eftir hófið í dag. Hann segist vera ánægður með árið.Sjá einnig: Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum „Ég setti heimsmet og náði þriðja sæti á HM þegar það var keppt í sameiginlegum flokki í fyrsta sinn. Það gekk í raun flest það sem maður var búinn að setja upp,“ segir Helgi sem keppir í fötlunarflokki F42 en aflima þurfti vinstri fót hans ofan við hné á unglingsárum. „Draumamarkmiðið var að kasta yfir 60 m en það er erfitt að hafa ákveðna tölu í huga. Þetta kemur bara þegar það kemur,“ bætir Helgi við. „En ég finn það vel að ég á meira inni og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá mér.“Helgi á HM í Katar á þessu ári.Vísir/GettyÆfa aðeins meira og vinna þá Heimsmet hans í greininni er 57,36 m og trónir hann í efsta sæti heimslistans í sínum fötlunarflokki. hann en heimsmet hans er 57,36 m. En á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum var í fyrsta sinn keppt í sameinuðum flokki með F43 og F44 en úr þeim flokkum eru keppendur sem eru minna fatlaðir en Helgi. „Ég er bara búinn að sjá það að þeir eru ekkert betri en ég,“ segir hann og brosir. „Þá er það bara að æfa aðeins meira og vinna þá.“ „Það er jákvæð hvatning fyrir mig að keppa við þá. Nú langar mig bara ennþá meira til að vinna þá og þá setur maður bara aðeins meira í það.“Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir eru íþróttamaður- og kona ársins.Vísir/DaníelÆtlaði að hætta á næsta ári Ekki er enn staðfest hverjir muni keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í haust en líklegt er að Helgi verði þar á meðal. Helgi er 36 ára og byrjaði að keppa fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hann hefur engu að síður náð glæsilegum árangri á stuttum ferli - hann varð fimmti á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum 2012, heimsmeistari 2013, Evrópumeistari 2014 og vann brons á HM á þessu ári sem fyrr segir. „Árið 2012 sagði ég að ég ætlaði að keppa til 2016. En nú langar mig að halda áfram fram yfir 2020. Það er leynt markmið hjá mér en ég ætla að sjá til hvernig skrokkurinn verður og tilfinningin hjá mér.“ Spjótkastarar hafa þó enst lengi í sinni íþrótt og Helgi vonast til að það eigi líka við um sig. „Þar að auki eru menn oft langlífir í íþróttum fatlaðra og við skulum bara sjá hvað gerist.“ Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Helgi Sveinsson, spjótkastari, var í dag valinn íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Helgi hlýtur þá útnefningu en hann náði frábærum árangri á árinu þar sem hann bætti meðal annars heimsmetið í grein sinni. „Það er toppurinn að vera valinn íþróttamaður ársins og alveg ótrúlega gaman,“ segir Helgi, glaður í bragði, í eftir hófið í dag. Hann segist vera ánægður með árið.Sjá einnig: Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum „Ég setti heimsmet og náði þriðja sæti á HM þegar það var keppt í sameiginlegum flokki í fyrsta sinn. Það gekk í raun flest það sem maður var búinn að setja upp,“ segir Helgi sem keppir í fötlunarflokki F42 en aflima þurfti vinstri fót hans ofan við hné á unglingsárum. „Draumamarkmiðið var að kasta yfir 60 m en það er erfitt að hafa ákveðna tölu í huga. Þetta kemur bara þegar það kemur,“ bætir Helgi við. „En ég finn það vel að ég á meira inni og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá mér.“Helgi á HM í Katar á þessu ári.Vísir/GettyÆfa aðeins meira og vinna þá Heimsmet hans í greininni er 57,36 m og trónir hann í efsta sæti heimslistans í sínum fötlunarflokki. hann en heimsmet hans er 57,36 m. En á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum var í fyrsta sinn keppt í sameinuðum flokki með F43 og F44 en úr þeim flokkum eru keppendur sem eru minna fatlaðir en Helgi. „Ég er bara búinn að sjá það að þeir eru ekkert betri en ég,“ segir hann og brosir. „Þá er það bara að æfa aðeins meira og vinna þá.“ „Það er jákvæð hvatning fyrir mig að keppa við þá. Nú langar mig bara ennþá meira til að vinna þá og þá setur maður bara aðeins meira í það.“Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir eru íþróttamaður- og kona ársins.Vísir/DaníelÆtlaði að hætta á næsta ári Ekki er enn staðfest hverjir muni keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í haust en líklegt er að Helgi verði þar á meðal. Helgi er 36 ára og byrjaði að keppa fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hann hefur engu að síður náð glæsilegum árangri á stuttum ferli - hann varð fimmti á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum 2012, heimsmeistari 2013, Evrópumeistari 2014 og vann brons á HM á þessu ári sem fyrr segir. „Árið 2012 sagði ég að ég ætlaði að keppa til 2016. En nú langar mig að halda áfram fram yfir 2020. Það er leynt markmið hjá mér en ég ætla að sjá til hvernig skrokkurinn verður og tilfinningin hjá mér.“ Spjótkastarar hafa þó enst lengi í sinni íþrótt og Helgi vonast til að það eigi líka við um sig. „Þar að auki eru menn oft langlífir í íþróttum fatlaðra og við skulum bara sjá hvað gerist.“
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira