Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Víkingur 23-22 | Olason hetjan gegn botnliðinu Stefán Guðnason í KA-heimilinu skrifar 3. desember 2015 21:00 Kristján Orri Jóhannsson er markahæsti leikmaður Akureyrar í vetur. vísir/anton Víkingur varð af dýrmætu stigi á Akureyri í kvöld en liðið mátti sætta sig við tap með minnsta mun, 23-22. Gestirnir voru með tveggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 15-13, en Akureyringar náðu frumkvæðinu um miðjan síðari hálfleikinn. Leikurinn var þó jafn og spennandi síðustu tíu mínúturnar en Hörður Másson kom Akureyringum yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Víkingur fékk tvö tækifæri til að jafna en tókst ekki. Tomas Olason varði síðasta skot leiksins frá Karolis Stropus og tryggði Akureyringum sigurinn. Það er ekki hægt að segja að leikurinn í kvöld hafi verið mikið fyrir augað en hann var svo sannarlega mikið fyrir eyrað. Víkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru mun sprækari en heimamenn allan fyrri hálfleikinn og leiddu iðulega með tveimur til þremur mörkum. Heimamenn virkuðu þungir og þreyttir en náðu þó að halda í við spræka gestina. Víkingur keyrði hraðan upp í leiknum og virtist það ætla að gefa þeim gott forskot inn í hálfleikinn en með þrautseygju og vænum skammt af heppni náðu Akureyringar að rétta sinn hlut rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og minnka muninn í tvö mörk, 13-15 í hálfleik fyrir Víkinga. Í síðari hálfleik náðu Akureyringar að hlaupa betur til baka og loka alveg á hraðaupphlaup Víkinga. Það skilaði sér í að Akureyringar fengu einungis sjö mörk á sig í síðari hálfleik. Innkoma Tómasar í markið og eins og áður segir betri hlaup til baka hafði mikið þar um að segja. Hins vegar voru Víkingar að spila fanta góða vörn ásamt því að Einar Baldvin var drjúgur á milli stanganna, fyrir utan það að leikmenn Akureyrar klíndu vel af harpixi á stangirnar og slárnar með boltanum. Um miðbik síðari hálfleiks virtust Akureyringar ætla að stinga Víkinga af en þá tóku gestirnir við sér og náðu aftur tökum á sínum leik og minnkuðu muninn. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi þar sem ómögulegt var að segja hvort liðið tæki stigin tvö. Þegar 30 sekúndur voru eftir af leiktímanum og Akureyri var í sókn náði Bergvin að troða sér í gegnum vörn Víkinga og virtist ætla að tryggja sínum mönnum sigurinn en þá glumdi bjallan í KA heimilinu þar sem heimamenn tóku leikhlé. Óheppilegt, sérstaklega í ljósi þess að síðasta sókn heimamanna endaði á að Einar Baldvin varði og Víkingur fékk tækifæri til að stela stigi. Tómas Ólason var þó ekki á því og varði síðasta skot Víkinga og tryggði stigin tvö. Leikurinn var eins og áður segir ekki sá fallegasti en stemmingin í húsinu var frábær og mikill hávaði. Ef heimamenn ná upp þessari stemmingu í öllum leikjum verður ákaflega erfitt fyrir lið að koma norður í stigaleit. Í kvöld voru það ákvarðanir dómara sem kveiktu í húsinu. Hvort þær ákvarðanir sem þeir tóku hafi verið réttar eða ekki er spurning hvort að ekki sé hægt að finna leið til að ná upp þessari stemmingu frá fyrstu mínútu og láta gleðina af leiknum ráða stemmingunni en ekki ákvarðanir dómara?Daníel Örn: Þetta var allt geggjað fyrir utan að klikka á úrslitaskotinu Daníel Örn Einarsson var sínum fyrrum félögum erfiður í kvöld. Fyrir utan 5 skoruð mörk var hann duglegur að vinna boltann af heimamönnum og drífa sitt lið áfram með klassísku Dannaöskri. Daníel var ánægður með stemminguna í húsinu og hrósaði áhorfendum hér á Akureyri. „Þetta var hrikalega gaman. Stemmingin í húsinu svakaleg í síðari hálfleik sérstaklega. Ég bjóst samt við meira af bauli frá áhorfendum fyrir að vera að fiska ruðninga út um allan völl en svona er þetta. Þetta var bara allt saman virkilega skemmtilegt þó svo að ég eigi eftir að bölva hressilega fyrir að hafa klikkað á svona mikilvægu skoti”. Víkingar hafa verið að bæta sinn leik jafnt og þétt upp á síðkastið þó stigasöfnunin hafi verið lítil. „Mórallinn í hópnum er orðinn miklu betri og gæðin á æfingum hafa aukist til muna. Það er að skila bættum leik og ég trúi ekki öðru en að það fari að skila okkur fleiri stigum. Okkar helsta vandamál núna samt er að við virðumst hálf hræddir við að vera yfir og þurfum að girða okkur í brók hvað það varðar. Erum að spila vel í mörgum leikjum en það er eins og við þorum ekki að vinna leikina, ef við náum að laga það þá erum við í fínum málum. Við setjum stefnuna á það núna að ná tveimur óvæntum sigrum og koma okkur inn í úrslitakeppnina áður en deildin klárast”. Róbert: Hamrarnir gáfu mér mikilvæga reynslu Róbert Sigurðsson er nýliði í liði Akureyrar. Í vetur hefur hann verið að spila stórt hlutverk í vörn Akureyringa á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeild. Hann hafði það hlutverk í leiknum að halda aftur af Karolis Stropus stórskyttu Víkinga og leysti það hlutverk einkar vel en fátt virtist ganga upp hjá Karolis í dag. „Þetta var mikill varnarsigur. Ég var búinn að liggja yfir videoum af Karolis fyrir leikinn og held að ég hafi leyst mitt hlutverk nokkuð vel. Vörnin heilt yfir var þétt og sterk og þegar við náðum að stilla upp í vörn áttu Víkingar fá svör gegn okkur”. Róbert spilaði síðustu tvö ár með stórliði Hamranna í 1. deildinni og reyndist sú dvöl honum vel. „Ég fékk gríðarlega reynslu af því að spila í Hömrunum. Fyrra árið var liðið skipað miklum reynsluboltum sem ég lærði helling af og á seinna árinu fékk ég enn stærra hlutverk. Núna í vetur hef ég fengið enn meiri leiðsögn frá Sverre og Didda (Ingimundur Ingimundarson) þannig að ég verð að teljast heppinn með það sem ég hef fengið hingað til. Það er náttúrulega ekki til betri varnarpar en þeir tveir þannig að ég get ekki annað en lært helling af þessu öllu saman”. Róbert er ennþá gjaldgengur í 2. flokk og þegar hann nær leikjum þar fær hann að fara yfir miðju og í sóknina. Aðspurður segir hann það auðvitað kitla sig að laumast yfir miðju með meistaraflokki en hefur þurft að minnka það mikið út af smávægilegum meiðslum hér og þar. Nú sé hann fyrst og fremst í varnarhlutverki og kann vel við. Hvað framhaldið varðar á Akureyri þrjá leiki eftir fram að 17. des sem verður að teljast frekar mikið miðað við það álag sem hefur verið á mönnum hingað til. „Menn eru auðvitað misþreyttir. Ég er svo ungur að ég finn minna fyrir þessu. Diddi aftur á móti minnir um margt á jólasveininn sem kemur fyrst til byggða en hann er svo mikill jaxl að hann gleymir því um leið og leikurinn byrjar.” Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Víkingur varð af dýrmætu stigi á Akureyri í kvöld en liðið mátti sætta sig við tap með minnsta mun, 23-22. Gestirnir voru með tveggja marka forystu að loknum fyrri hálfleik, 15-13, en Akureyringar náðu frumkvæðinu um miðjan síðari hálfleikinn. Leikurinn var þó jafn og spennandi síðustu tíu mínúturnar en Hörður Másson kom Akureyringum yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. Víkingur fékk tvö tækifæri til að jafna en tókst ekki. Tomas Olason varði síðasta skot leiksins frá Karolis Stropus og tryggði Akureyringum sigurinn. Það er ekki hægt að segja að leikurinn í kvöld hafi verið mikið fyrir augað en hann var svo sannarlega mikið fyrir eyrað. Víkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru mun sprækari en heimamenn allan fyrri hálfleikinn og leiddu iðulega með tveimur til þremur mörkum. Heimamenn virkuðu þungir og þreyttir en náðu þó að halda í við spræka gestina. Víkingur keyrði hraðan upp í leiknum og virtist það ætla að gefa þeim gott forskot inn í hálfleikinn en með þrautseygju og vænum skammt af heppni náðu Akureyringar að rétta sinn hlut rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og minnka muninn í tvö mörk, 13-15 í hálfleik fyrir Víkinga. Í síðari hálfleik náðu Akureyringar að hlaupa betur til baka og loka alveg á hraðaupphlaup Víkinga. Það skilaði sér í að Akureyringar fengu einungis sjö mörk á sig í síðari hálfleik. Innkoma Tómasar í markið og eins og áður segir betri hlaup til baka hafði mikið þar um að segja. Hins vegar voru Víkingar að spila fanta góða vörn ásamt því að Einar Baldvin var drjúgur á milli stanganna, fyrir utan það að leikmenn Akureyrar klíndu vel af harpixi á stangirnar og slárnar með boltanum. Um miðbik síðari hálfleiks virtust Akureyringar ætla að stinga Víkinga af en þá tóku gestirnir við sér og náðu aftur tökum á sínum leik og minnkuðu muninn. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi þar sem ómögulegt var að segja hvort liðið tæki stigin tvö. Þegar 30 sekúndur voru eftir af leiktímanum og Akureyri var í sókn náði Bergvin að troða sér í gegnum vörn Víkinga og virtist ætla að tryggja sínum mönnum sigurinn en þá glumdi bjallan í KA heimilinu þar sem heimamenn tóku leikhlé. Óheppilegt, sérstaklega í ljósi þess að síðasta sókn heimamanna endaði á að Einar Baldvin varði og Víkingur fékk tækifæri til að stela stigi. Tómas Ólason var þó ekki á því og varði síðasta skot Víkinga og tryggði stigin tvö. Leikurinn var eins og áður segir ekki sá fallegasti en stemmingin í húsinu var frábær og mikill hávaði. Ef heimamenn ná upp þessari stemmingu í öllum leikjum verður ákaflega erfitt fyrir lið að koma norður í stigaleit. Í kvöld voru það ákvarðanir dómara sem kveiktu í húsinu. Hvort þær ákvarðanir sem þeir tóku hafi verið réttar eða ekki er spurning hvort að ekki sé hægt að finna leið til að ná upp þessari stemmingu frá fyrstu mínútu og láta gleðina af leiknum ráða stemmingunni en ekki ákvarðanir dómara?Daníel Örn: Þetta var allt geggjað fyrir utan að klikka á úrslitaskotinu Daníel Örn Einarsson var sínum fyrrum félögum erfiður í kvöld. Fyrir utan 5 skoruð mörk var hann duglegur að vinna boltann af heimamönnum og drífa sitt lið áfram með klassísku Dannaöskri. Daníel var ánægður með stemminguna í húsinu og hrósaði áhorfendum hér á Akureyri. „Þetta var hrikalega gaman. Stemmingin í húsinu svakaleg í síðari hálfleik sérstaklega. Ég bjóst samt við meira af bauli frá áhorfendum fyrir að vera að fiska ruðninga út um allan völl en svona er þetta. Þetta var bara allt saman virkilega skemmtilegt þó svo að ég eigi eftir að bölva hressilega fyrir að hafa klikkað á svona mikilvægu skoti”. Víkingar hafa verið að bæta sinn leik jafnt og þétt upp á síðkastið þó stigasöfnunin hafi verið lítil. „Mórallinn í hópnum er orðinn miklu betri og gæðin á æfingum hafa aukist til muna. Það er að skila bættum leik og ég trúi ekki öðru en að það fari að skila okkur fleiri stigum. Okkar helsta vandamál núna samt er að við virðumst hálf hræddir við að vera yfir og þurfum að girða okkur í brók hvað það varðar. Erum að spila vel í mörgum leikjum en það er eins og við þorum ekki að vinna leikina, ef við náum að laga það þá erum við í fínum málum. Við setjum stefnuna á það núna að ná tveimur óvæntum sigrum og koma okkur inn í úrslitakeppnina áður en deildin klárast”. Róbert: Hamrarnir gáfu mér mikilvæga reynslu Róbert Sigurðsson er nýliði í liði Akureyrar. Í vetur hefur hann verið að spila stórt hlutverk í vörn Akureyringa á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeild. Hann hafði það hlutverk í leiknum að halda aftur af Karolis Stropus stórskyttu Víkinga og leysti það hlutverk einkar vel en fátt virtist ganga upp hjá Karolis í dag. „Þetta var mikill varnarsigur. Ég var búinn að liggja yfir videoum af Karolis fyrir leikinn og held að ég hafi leyst mitt hlutverk nokkuð vel. Vörnin heilt yfir var þétt og sterk og þegar við náðum að stilla upp í vörn áttu Víkingar fá svör gegn okkur”. Róbert spilaði síðustu tvö ár með stórliði Hamranna í 1. deildinni og reyndist sú dvöl honum vel. „Ég fékk gríðarlega reynslu af því að spila í Hömrunum. Fyrra árið var liðið skipað miklum reynsluboltum sem ég lærði helling af og á seinna árinu fékk ég enn stærra hlutverk. Núna í vetur hef ég fengið enn meiri leiðsögn frá Sverre og Didda (Ingimundur Ingimundarson) þannig að ég verð að teljast heppinn með það sem ég hef fengið hingað til. Það er náttúrulega ekki til betri varnarpar en þeir tveir þannig að ég get ekki annað en lært helling af þessu öllu saman”. Róbert er ennþá gjaldgengur í 2. flokk og þegar hann nær leikjum þar fær hann að fara yfir miðju og í sóknina. Aðspurður segir hann það auðvitað kitla sig að laumast yfir miðju með meistaraflokki en hefur þurft að minnka það mikið út af smávægilegum meiðslum hér og þar. Nú sé hann fyrst og fremst í varnarhlutverki og kann vel við. Hvað framhaldið varðar á Akureyri þrjá leiki eftir fram að 17. des sem verður að teljast frekar mikið miðað við það álag sem hefur verið á mönnum hingað til. „Menn eru auðvitað misþreyttir. Ég er svo ungur að ég finn minna fyrir þessu. Diddi aftur á móti minnir um margt á jólasveininn sem kemur fyrst til byggða en hann er svo mikill jaxl að hann gleymir því um leið og leikurinn byrjar.”
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira