Veiðikortið nýtur sífellt meiri vinsælda enda veitir kortið aðgang að fjölmörgum vötnum um allt land.
Alls eru 35 vötn og vatnasvæði inní kortinu þannig að fyrir þá sem eru duglegir í vatnaveiðinni er Veiðikortið alveg ómissandi á hverju sumri. Vinsælustu vötnin eru t.d. Þingvallavatn, Hítarvatn, Meðalfellsvatn, Elliðavatn og Úlfljótsvatn en þetta er þó eins og fjöldi vatna í Veiðikortinu gefur til kynna aðeins brot af úrvali vatna sem eru í boði. Fyrstu vötnin opna sem fyrr 1. apríl og það er nokkuð víst að veiðimenn telja niður dagana þessa fjóra mánuði þangað til veiðin hefst á nýjan leik.
Veiðikortið 2016 komið út
