Bjarki Þór var gráti næst er hann fékk gullverðlaunin Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. desember 2015 22:30 Bjarki Þór Pálsson. Kjartan Páll Sæmundsson. Bjarki Þór Pálsson keppti á dögunum á Evrópumótinu í MMA í Birmingham. Bjarki gerði sér lítið fyrir og sigraði stærsta flokkinn og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir fimm bardaga á fjórum dögum. Mótið fór fram dagana 19. til 22. nóvember en þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumótið var haldið. Mjölnir sendi átta keppendur á mótið og kom heim með tvenn gullverðlaun og eitt brons en Sunna Rannveig Davíðsdóttir varð einnig Evrópumeistari á mótinu. Bjarki Þór átti frábæra frammistöðu á mótinu en hver var erfiðasti bardaginn og af hverju? „Mér fannst annar bardaginn, gegn Ítalanum mjög erfiður. Hann var sterkur og sveiflaði höndunum eins og hann væri að taka skriðsund og ég fann mig ekki alveg í þeim bardaga. Ég var með fókusinn mikið á að ég þyrfti að taka tvo bardaga þann dag þannig að ég átti erfitt með að finna mig. Einnig var ég með áhyggjur af því að mæta einum Íra frá John Kavanagh í næsta bardaga. Hann var svo lítill og væskislegur og ungur og mig langaði bara ekki að lenda á móti honum. Mig langaði ekki að meiða hann. Það var eitthvað í hausnum á mér að flækjast fyrir,“ segir Bjarki Þór en hann þurfti að keppa tvo bardaga á öðrum degi mótsins. „Í fimmta bardaganum var ég auðvitað orðinn mjög þreyttur. Líkaminn var hættur að hlýða öllum skipunum, var svolítið mikið eftir á í upphitun. Líkaminn var tregur til og sprengikrafturinn var farinn og ég fann hvað ég var svakalega þreyttur.“ Bjarki hefur áður talað um hve mikið hann hefur langað að keppa fyrir hönd Íslands og hafði það hvetjandi áhrif á hann þegar hann var orðinn þreyttur. „Þjóðarstoltið hjálpaði mér gríðarlega. Ég elska Ísland og stuðningurinn sem ég fékk var geðveikur. Eftir hvern bardaga kíkti ég á Facebook og þar voru allir að hvetja mig áfram og ég bara klökknaði í hvert einasta skipti sem ég sá þetta. Síðan var ég með möntru í hausnum á mér, pain is temporary, glory is forever! Það var það sem ég mantraði, án djóks! Þetta var farið að verða erfitt þegar komið var að þriðja bardaganum. Þá er hætt við að maður geti orðið neikvæður og vildi ég passa mig á því. Ég sagði því bara við sjálfan mig ‘þetta er fyrsti bardaginn’ fyrir hvern bardaga.“ Þegar Bjarki fékk gullverðlaunin afhend var íslenski fáninn á skjánum og þjóðsöngurinn spilaður. Það hlítur að hafa kitlað þjóðarstoltið hjá Bjarka? „Jú algjörlega, það munaði litlu að ég hefði bara farið að hágráta. Ég var svo þakklátur og að heyra þjóðsönginn og með fánann, þetta var eitt besta augnablik lífs míns.“ Ítarlegra viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér en þar talar hann m.a. um ruglið í fortíðinni og andlega erfiðleika. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55 Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30 Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð Sunna Rannveg Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson komu með gullverðlaunin til landsins í dag. 23. nóvember 2015 17:30 Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00 Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45 Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson keppti á dögunum á Evrópumótinu í MMA í Birmingham. Bjarki gerði sér lítið fyrir og sigraði stærsta flokkinn og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir fimm bardaga á fjórum dögum. Mótið fór fram dagana 19. til 22. nóvember en þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumótið var haldið. Mjölnir sendi átta keppendur á mótið og kom heim með tvenn gullverðlaun og eitt brons en Sunna Rannveig Davíðsdóttir varð einnig Evrópumeistari á mótinu. Bjarki Þór átti frábæra frammistöðu á mótinu en hver var erfiðasti bardaginn og af hverju? „Mér fannst annar bardaginn, gegn Ítalanum mjög erfiður. Hann var sterkur og sveiflaði höndunum eins og hann væri að taka skriðsund og ég fann mig ekki alveg í þeim bardaga. Ég var með fókusinn mikið á að ég þyrfti að taka tvo bardaga þann dag þannig að ég átti erfitt með að finna mig. Einnig var ég með áhyggjur af því að mæta einum Íra frá John Kavanagh í næsta bardaga. Hann var svo lítill og væskislegur og ungur og mig langaði bara ekki að lenda á móti honum. Mig langaði ekki að meiða hann. Það var eitthvað í hausnum á mér að flækjast fyrir,“ segir Bjarki Þór en hann þurfti að keppa tvo bardaga á öðrum degi mótsins. „Í fimmta bardaganum var ég auðvitað orðinn mjög þreyttur. Líkaminn var hættur að hlýða öllum skipunum, var svolítið mikið eftir á í upphitun. Líkaminn var tregur til og sprengikrafturinn var farinn og ég fann hvað ég var svakalega þreyttur.“ Bjarki hefur áður talað um hve mikið hann hefur langað að keppa fyrir hönd Íslands og hafði það hvetjandi áhrif á hann þegar hann var orðinn þreyttur. „Þjóðarstoltið hjálpaði mér gríðarlega. Ég elska Ísland og stuðningurinn sem ég fékk var geðveikur. Eftir hvern bardaga kíkti ég á Facebook og þar voru allir að hvetja mig áfram og ég bara klökknaði í hvert einasta skipti sem ég sá þetta. Síðan var ég með möntru í hausnum á mér, pain is temporary, glory is forever! Það var það sem ég mantraði, án djóks! Þetta var farið að verða erfitt þegar komið var að þriðja bardaganum. Þá er hætt við að maður geti orðið neikvæður og vildi ég passa mig á því. Ég sagði því bara við sjálfan mig ‘þetta er fyrsti bardaginn’ fyrir hvern bardaga.“ Þegar Bjarki fékk gullverðlaunin afhend var íslenski fáninn á skjánum og þjóðsöngurinn spilaður. Það hlítur að hafa kitlað þjóðarstoltið hjá Bjarka? „Jú algjörlega, það munaði litlu að ég hefði bara farið að hágráta. Ég var svo þakklátur og að heyra þjóðsönginn og með fánann, þetta var eitt besta augnablik lífs míns.“ Ítarlegra viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér en þar talar hann m.a. um ruglið í fortíðinni og andlega erfiðleika.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55 Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30 Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð Sunna Rannveg Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson komu með gullverðlaunin til landsins í dag. 23. nóvember 2015 17:30 Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00 Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45 Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55
Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30
Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð Sunna Rannveg Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson komu með gullverðlaunin til landsins í dag. 23. nóvember 2015 17:30
Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00
Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45
Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12