Peningana eða lífið Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 1. desember 2015 07:00 Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, daginn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá háttur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðuneytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heilbrigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kadcyla, gigtarlyfið Benlysta og augnlyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesning. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjárlögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðisráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagnvart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra samfélaga er heilbrigðiskerfið og sú samfélagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangsmál að heilbrigði og heilsa séu í fyrirrúmi, og að sá réttur gangi ofar fjárlögum. Líf er líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, daginn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá háttur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðuneytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heilbrigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kadcyla, gigtarlyfið Benlysta og augnlyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesning. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjárlögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðisráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagnvart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra samfélaga er heilbrigðiskerfið og sú samfélagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangsmál að heilbrigði og heilsa séu í fyrirrúmi, og að sá réttur gangi ofar fjárlögum. Líf er líf.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun