Rafrettur – skaðlausar eða ekki? Lára G. Sigurðardóttir og Hans Jakob Beck skrifar 19. desember 2015 07:00 Sígarettur voru taldar skaðlausar þegar þær dreifðust um heimsbyggðina í seinni heimstyrjöldinni. Nú sex og hálfum áratug síðar vitum við að tóbak dregur um helming neytenda þess til dauða.Rafrettur markaðssettar sem skaðlaus vara Söluaðilar halda margir hverjir því fram að rafrettur eigi eftir að leysa sígarettur af hólmi. Rafrettur hafa verið markaðssettar sem skaðlaus vara hér á landi og oftar en ekki settar í sælgætisbúning. Hægt er að velja á milli bragðefna eins og karamellu, súkkulaði eða annarra sætuefna sem höfða vel til barna. Ólöglegt er fyrir börn undir 18 ára aldri að kaupa rafrettur en samkvæmt nýlegum gögnum hefur fimmti hver nemandi í 10. bekk prófað rafrettu. Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni því lungu barna eru enn að taka út þroska og þar af leiðandi viðkvæmari fyrir efnum sem finnast í rafrettum. Einnig er veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af útbreiðslu rafrettunnar því nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum sýnir að táningar sem hafa notað rafrettur eru líklegri en aðrir til að verða reykingamenn.Allt skaðminna en sígarettur Samanborið við sígarettureykingar er nánast allt mun skaðminna en að halda áfram að reykja. Í þessu ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Hingað til hefur árangur af því að nota rafrettur eða aðra nikótíngjafa til að hætta sígarettureykingum verið nokkuð svipaður. Af þeim sem vilja hætta að reykja hefur 7,3% tekist að hætta með rafrettum, 5,8% með nikótínplástrum og 4,2% með lyfleysu. Óvissan um heilsufarsafleiðingar notkunar rafretta er mikil, en þó er vitað að þær eru alls ekki skaðlausar. Því er enn ráðlagt að nota frekar aðra nikótíngjafa en rafrettur.Margar hættur sem fylgja rafrettum Hættur sem fylgja rafrettum eru margar, ekki síst það að viðhalda nikótínneyslunni í samfélaginu. Háskalegt er að sjá að tóbaksframleiðendur eru mættir á svæðið. Þeir stýra stórum hluta rafrettuiðnaðarins og hafa hingað til látið sig lítið varða hagsmuni neytenda vegna afleiðinga tóbaksreykinga. Afar ólíklegt er að þeir muni vara okkur við hættum tengdum rafrettum. Rafrettugufa er ertandi fyrir lungun og hefur neikvæð áhrif á öndunarstarfsemi. Efnið díasetýl er notað í bragðefni fyrir rafrettur og reyndar líka í matvælaframleiðslu. Það gefur tilefni til að hafa áhyggjur, því það getur valdið hættulegum bráðum lungnasjúkdómi hjá fólki þar sem það er notað í iðnaði (“popcorn lung” hjá starfsmönnum í örbylgjupoppsiðnaðinum) og því ástæða til að setja varnagla við það þegar fólk andar að sér þessu efni með rafrettueiminum. Eitrunartilfellum meðal barna yngri en fimm ára hefur fjölgað verulega samhliða útbreiðslu rafrettunnar. Ófrískar konur ættu ekki að nota rafrettur því nikótín er skaðlegt fóstrinu og getur aukið hættu á ungbarnadauða.Langtímaafleiðingar ekki þekktar Mikilvægt er að hafa í huga að einungis um tíu ár eru liðin síðan rafrettur komu fyrst á markað í Kína og enn styttra síðan þær urðu fáanlegar í vestrænum löndum. Það er því allt of snemmt að segja til um mögulega skaðsemi þeirra því ætla má að það taki að minnsta kosti um 15-20 ár að koma í ljós hvort þær valdi alvarlegu heilsutjóni. Vel má vera að rafrettur geti leyst sígarettur af hólmi fyrir vissa einstaklinga. Engu að síður þurfum við að vera vakandi fyrir mögulegum skaða af völdum þeirra. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur rannsakað bragðefnin og komist að því að sum innihalda formaldehýð sem er þekkt krabbameinsvaldandi efni.Hver á að gæta hagsmuna barna? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að sala á rafrettum muni margfaldast á næstu árum. Við getum ekki ætlast til þess að börn séu upplýst um mögulega skaðsemi rafretta á sama tíma og við seljum bragðefni fyrir rafrettur innan um sælgæti. Við getum þó verið alveg viss um að framleiðendur munu ekki gæta hagsmuna okkar eða barna okkar. Það tók okkur meira en fimmtíu ár að viðurkenna skaðsemi sígarettureyks. Það mun taka að minnsta kosti næsta áratug áður en við verðum betur upplýst um heilsufarsafleiðingar rafretta. Heimildir: WHO, Key facts about tobacco. http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs339/en/Rannsóknir & greining, Háskólanum í Reykjavík. Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi 1997 til 2015Leventhal AM et al. Association of Electronic Cigarette Use With Initiation of Combustible Tobacco Product Smoking in Early Adolescence. JAMA. 2015 Aug 18;314(7):700-7Bullen C et al. Electronic cigarettes for smoking cessation: a randomised controlled trial. Lancet. 2013 Nov 16;382(9905):1629-37Allen JG. et al. Flavoring Chemicals in E-Cigarettes: Diacetyl, 2,3-Pentanedione, and Acetoin in a Sample of 51 Products,Including Fruit-, Candy-, and Cocktail-Flavored E-Cigarettes.Environ Health Perspect.2015 Dec 8Kreiss K. et al. Clinical Bronchiolitis Obliterans in Workers at a Microwave-Popcorn Plant. N Engl J Med. 2002 Aug 1;347(5):330-8. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Rafrettur Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Sígarettur voru taldar skaðlausar þegar þær dreifðust um heimsbyggðina í seinni heimstyrjöldinni. Nú sex og hálfum áratug síðar vitum við að tóbak dregur um helming neytenda þess til dauða.Rafrettur markaðssettar sem skaðlaus vara Söluaðilar halda margir hverjir því fram að rafrettur eigi eftir að leysa sígarettur af hólmi. Rafrettur hafa verið markaðssettar sem skaðlaus vara hér á landi og oftar en ekki settar í sælgætisbúning. Hægt er að velja á milli bragðefna eins og karamellu, súkkulaði eða annarra sætuefna sem höfða vel til barna. Ólöglegt er fyrir börn undir 18 ára aldri að kaupa rafrettur en samkvæmt nýlegum gögnum hefur fimmti hver nemandi í 10. bekk prófað rafrettu. Þessar niðurstöður eru áhyggjuefni því lungu barna eru enn að taka út þroska og þar af leiðandi viðkvæmari fyrir efnum sem finnast í rafrettum. Einnig er veruleg ástæða til að hafa áhyggjur af útbreiðslu rafrettunnar því nýleg rannsókn frá Bandaríkjunum sýnir að táningar sem hafa notað rafrettur eru líklegri en aðrir til að verða reykingamenn.Allt skaðminna en sígarettur Samanborið við sígarettureykingar er nánast allt mun skaðminna en að halda áfram að reykja. Í þessu ljósi er rafrettan jákvæð fyrir afmarkaðan hóp fólks, sem ekki hefur tekist að hætta reykingum með öðrum aðferðum. Þar með er það upptalið. Hingað til hefur árangur af því að nota rafrettur eða aðra nikótíngjafa til að hætta sígarettureykingum verið nokkuð svipaður. Af þeim sem vilja hætta að reykja hefur 7,3% tekist að hætta með rafrettum, 5,8% með nikótínplástrum og 4,2% með lyfleysu. Óvissan um heilsufarsafleiðingar notkunar rafretta er mikil, en þó er vitað að þær eru alls ekki skaðlausar. Því er enn ráðlagt að nota frekar aðra nikótíngjafa en rafrettur.Margar hættur sem fylgja rafrettum Hættur sem fylgja rafrettum eru margar, ekki síst það að viðhalda nikótínneyslunni í samfélaginu. Háskalegt er að sjá að tóbaksframleiðendur eru mættir á svæðið. Þeir stýra stórum hluta rafrettuiðnaðarins og hafa hingað til látið sig lítið varða hagsmuni neytenda vegna afleiðinga tóbaksreykinga. Afar ólíklegt er að þeir muni vara okkur við hættum tengdum rafrettum. Rafrettugufa er ertandi fyrir lungun og hefur neikvæð áhrif á öndunarstarfsemi. Efnið díasetýl er notað í bragðefni fyrir rafrettur og reyndar líka í matvælaframleiðslu. Það gefur tilefni til að hafa áhyggjur, því það getur valdið hættulegum bráðum lungnasjúkdómi hjá fólki þar sem það er notað í iðnaði (“popcorn lung” hjá starfsmönnum í örbylgjupoppsiðnaðinum) og því ástæða til að setja varnagla við það þegar fólk andar að sér þessu efni með rafrettueiminum. Eitrunartilfellum meðal barna yngri en fimm ára hefur fjölgað verulega samhliða útbreiðslu rafrettunnar. Ófrískar konur ættu ekki að nota rafrettur því nikótín er skaðlegt fóstrinu og getur aukið hættu á ungbarnadauða.Langtímaafleiðingar ekki þekktar Mikilvægt er að hafa í huga að einungis um tíu ár eru liðin síðan rafrettur komu fyrst á markað í Kína og enn styttra síðan þær urðu fáanlegar í vestrænum löndum. Það er því allt of snemmt að segja til um mögulega skaðsemi þeirra því ætla má að það taki að minnsta kosti um 15-20 ár að koma í ljós hvort þær valdi alvarlegu heilsutjóni. Vel má vera að rafrettur geti leyst sígarettur af hólmi fyrir vissa einstaklinga. Engu að síður þurfum við að vera vakandi fyrir mögulegum skaða af völdum þeirra. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur rannsakað bragðefnin og komist að því að sum innihalda formaldehýð sem er þekkt krabbameinsvaldandi efni.Hver á að gæta hagsmuna barna? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að sala á rafrettum muni margfaldast á næstu árum. Við getum ekki ætlast til þess að börn séu upplýst um mögulega skaðsemi rafretta á sama tíma og við seljum bragðefni fyrir rafrettur innan um sælgæti. Við getum þó verið alveg viss um að framleiðendur munu ekki gæta hagsmuna okkar eða barna okkar. Það tók okkur meira en fimmtíu ár að viðurkenna skaðsemi sígarettureyks. Það mun taka að minnsta kosti næsta áratug áður en við verðum betur upplýst um heilsufarsafleiðingar rafretta. Heimildir: WHO, Key facts about tobacco. http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs339/en/Rannsóknir & greining, Háskólanum í Reykjavík. Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi 1997 til 2015Leventhal AM et al. Association of Electronic Cigarette Use With Initiation of Combustible Tobacco Product Smoking in Early Adolescence. JAMA. 2015 Aug 18;314(7):700-7Bullen C et al. Electronic cigarettes for smoking cessation: a randomised controlled trial. Lancet. 2013 Nov 16;382(9905):1629-37Allen JG. et al. Flavoring Chemicals in E-Cigarettes: Diacetyl, 2,3-Pentanedione, and Acetoin in a Sample of 51 Products,Including Fruit-, Candy-, and Cocktail-Flavored E-Cigarettes.Environ Health Perspect.2015 Dec 8Kreiss K. et al. Clinical Bronchiolitis Obliterans in Workers at a Microwave-Popcorn Plant. N Engl J Med. 2002 Aug 1;347(5):330-8.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar