Tarantino: „Disney er að reyna að eyðileggja fyrir mér“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. desember 2015 23:14 Quentin Tarantino er allt annað en sáttur. vísir/getty Quentin Tarantino er allt annað en sáttur með Disney. Nýjasta mynd hans, The Hateful Eight, verður frumsýnd á nýársdag en til stendur að hafa sérstakar forsýningar, svokallaðar „Roadshow“ sýningar, í örfáum, útvöldum kvikmyndahúsum en nú hefur Disney komið í veg fyrir að myndin verði forsýnd í „heimakvikmyndahúsi“ Tarantino. Forsýningarnar áttu að vera í 70 mm útgáfu og var áætlað að eitt kvikmyndahúsanna yrði Cinerama Dome í Los Angeles en húsið er sérstaklega smíðað fyrir 70 mm breiðtjaldssýningar. Nýjasta myndin í Star Wars myndaseríunni, The Force Awakens, átti að vera til sýningar í húsinu vikurnar tvær á undan mynd Tarantino en forráðamenn Disney hafa nú ákveðið að sýna myndina þar einnig yfir jólahátíðina. Það þýðir að The Hateful Eight var bolað í burtu. „Ég bjó The Hateful Eight til fyrir Dome-kvikmyndahúsið,“ sagði Tarantino í viðtali við Deadline fyrr í þessum mánuði þegar þeir sem komu að myndinni fengu að sjá hana í kvikmyndahúsinu. Hann mætti síðan í útvarpsþátt Howard Stern fyrir skemmstu þar sem hann úthúðaði Disney. „Þeir sögðu við forráðamenn Dome að þeir vildu fá að sýna þar í fleiri vikur og svarið var að þeir myndu standa við samning sinn við mig. Örfáum dögum síðar hringja þeir aftur og tjá kvikmyndahúsinu að ef myndin mín verður sýnd um jólin þá muni þeir draga Star Wars úr sýningu í öðrum húsum fyrirtækisins,“ sagði Tarantino hjá Stern. Tarantino tók það sérstaklega fram að hann ætti ekkert sökótt við J.J. Abrams eða þá sem komu að gerð myndarinnar heldur væru það yfirmenn hjá Disney sem væru að reyna að skemma fyrir honum. Hann minnti einnig á að Miramax, fyrirtækið sem m.a. framleiddi Pulp Fiction og Kill Bill, hefði eitt sinn verið í eigu Disney. „Myndir mínar hafa skapað Disney miklar tekjur og ég skil hreinlega ekki þessa hefnigirni af þeirra hálfu.“ Upptöku af viðtali Stern við Tarantino má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43 Tarantino hættir eftir tíu myndir Leikstjórinn Quentin Tarantino ætlar ekki að eldast í faginu. 13. nóvember 2014 16:30 Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Quentin Tarantino er allt annað en sáttur með Disney. Nýjasta mynd hans, The Hateful Eight, verður frumsýnd á nýársdag en til stendur að hafa sérstakar forsýningar, svokallaðar „Roadshow“ sýningar, í örfáum, útvöldum kvikmyndahúsum en nú hefur Disney komið í veg fyrir að myndin verði forsýnd í „heimakvikmyndahúsi“ Tarantino. Forsýningarnar áttu að vera í 70 mm útgáfu og var áætlað að eitt kvikmyndahúsanna yrði Cinerama Dome í Los Angeles en húsið er sérstaklega smíðað fyrir 70 mm breiðtjaldssýningar. Nýjasta myndin í Star Wars myndaseríunni, The Force Awakens, átti að vera til sýningar í húsinu vikurnar tvær á undan mynd Tarantino en forráðamenn Disney hafa nú ákveðið að sýna myndina þar einnig yfir jólahátíðina. Það þýðir að The Hateful Eight var bolað í burtu. „Ég bjó The Hateful Eight til fyrir Dome-kvikmyndahúsið,“ sagði Tarantino í viðtali við Deadline fyrr í þessum mánuði þegar þeir sem komu að myndinni fengu að sjá hana í kvikmyndahúsinu. Hann mætti síðan í útvarpsþátt Howard Stern fyrir skemmstu þar sem hann úthúðaði Disney. „Þeir sögðu við forráðamenn Dome að þeir vildu fá að sýna þar í fleiri vikur og svarið var að þeir myndu standa við samning sinn við mig. Örfáum dögum síðar hringja þeir aftur og tjá kvikmyndahúsinu að ef myndin mín verður sýnd um jólin þá muni þeir draga Star Wars úr sýningu í öðrum húsum fyrirtækisins,“ sagði Tarantino hjá Stern. Tarantino tók það sérstaklega fram að hann ætti ekkert sökótt við J.J. Abrams eða þá sem komu að gerð myndarinnar heldur væru það yfirmenn hjá Disney sem væru að reyna að skemma fyrir honum. Hann minnti einnig á að Miramax, fyrirtækið sem m.a. framleiddi Pulp Fiction og Kill Bill, hefði eitt sinn verið í eigu Disney. „Myndir mínar hafa skapað Disney miklar tekjur og ég skil hreinlega ekki þessa hefnigirni af þeirra hálfu.“ Upptöku af viðtali Stern við Tarantino má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43 Tarantino hættir eftir tíu myndir Leikstjórinn Quentin Tarantino ætlar ekki að eldast í faginu. 13. nóvember 2014 16:30 Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43
Tarantino hættir eftir tíu myndir Leikstjórinn Quentin Tarantino ætlar ekki að eldast í faginu. 13. nóvember 2014 16:30
Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54