Guðlaugur: Ógeðslega svekktur með að stigið hafi verið tekið af okkur Anton Ingi Leifsson í N1-höllinni að Varmá skrifar 17. desember 2015 22:05 Guðlaugur segir sínum mönnum til í leiknum í kvöld. vísir/ernir „Ég er rosalega svekktur að hafa tapað. Mér fannst við vera búnir að vinna fyrir stigi þarna í lokin og ég er ógeðslega svekktur með að það hafi verið tekið af okkur,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, hundsvekktur við Vísi í leikslok eftir eins marks tap gegn Aftureldingu, 22-21. „Það er ofboðslega mikill karakter hjá okkur að koma til baka. Þeir eru betri en við heilt yfir og við erum að ströggla. Þeir spiluðu góða vörn og Davíð var að verja vel í markinu.” „Við áttum í smá vandræðum með að skora, en við héldum alltaf áfram og við erum alltaf líklegir þegar við dettum í smá gír. Þetta var bara frábær karakter og það er eitthvað sem ég veit að býr í okkar hóp.” Framarar voru gífurlega ósáttir með vítakastdóminn sem tryggði Aftureldingu sigur í leiknum og var Guðlaugur súr varðandi þann dóm. „Þeir voru búnir að sleppa svona atriði fyrr í leiknum sem var nákvæmlega eins. Það er bara ekki nógu gott. Maður á að segja sem minnst um dómarana í þessu, en mér fannst þeir bara ekki að standa sig nægilega vel hér í dag. Ég segi ekki meira um það.” „Ég var ánægðastur með karakterinn í dag. Við erum ekki að spila nægilega vel og karakterinn hjá okkur að halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við hefðum getað gefist upp fjórum til fimm mörkum undir og misst hausinn, en við héldum áfram og erum að koma okkur í færi.” „Davíð var að verja vel frá okkur. Við förum með tvö víti og örugglega sex dauðafæri, en ég er fyrst og fremst ánægðastur með karakterinn og baráttuna.” Fram er nú komið í jólafrí, að undanskildum deildarbikarnum milli jóla og nýárs, og Guðlaugur sé fríið kærkomið. „Nú hefst bara undirbúningur og við erum ánægðir með þennan fyrri hluta. Við þurfum bara að vinna vel í okkur í fríinu og það er deildarbikarinn milli jóla og nýárs sem er bara gaman að taka þátt í. Svo förum við bara inn í janúar tilbúnir að æfa og standa okkur. Okkur veitir ekkert að því til að koma okkur aftur saman og koma okkur aftur á beinu brautina,” voru lokaorð Guðlaugar í leikslok. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 22-21 | Árni Bragi hetja Aftureldingar með flautumarki Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmark Aftureldingar á flautumarki þegar Afturelding vann Fram með minnsta mun, 22-21, í Olís-deildinni í kvöld. 17. desember 2015 21:45 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Ég er rosalega svekktur að hafa tapað. Mér fannst við vera búnir að vinna fyrir stigi þarna í lokin og ég er ógeðslega svekktur með að það hafi verið tekið af okkur,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, hundsvekktur við Vísi í leikslok eftir eins marks tap gegn Aftureldingu, 22-21. „Það er ofboðslega mikill karakter hjá okkur að koma til baka. Þeir eru betri en við heilt yfir og við erum að ströggla. Þeir spiluðu góða vörn og Davíð var að verja vel í markinu.” „Við áttum í smá vandræðum með að skora, en við héldum alltaf áfram og við erum alltaf líklegir þegar við dettum í smá gír. Þetta var bara frábær karakter og það er eitthvað sem ég veit að býr í okkar hóp.” Framarar voru gífurlega ósáttir með vítakastdóminn sem tryggði Aftureldingu sigur í leiknum og var Guðlaugur súr varðandi þann dóm. „Þeir voru búnir að sleppa svona atriði fyrr í leiknum sem var nákvæmlega eins. Það er bara ekki nógu gott. Maður á að segja sem minnst um dómarana í þessu, en mér fannst þeir bara ekki að standa sig nægilega vel hér í dag. Ég segi ekki meira um það.” „Ég var ánægðastur með karakterinn í dag. Við erum ekki að spila nægilega vel og karakterinn hjá okkur að halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við hefðum getað gefist upp fjórum til fimm mörkum undir og misst hausinn, en við héldum áfram og erum að koma okkur í færi.” „Davíð var að verja vel frá okkur. Við förum með tvö víti og örugglega sex dauðafæri, en ég er fyrst og fremst ánægðastur með karakterinn og baráttuna.” Fram er nú komið í jólafrí, að undanskildum deildarbikarnum milli jóla og nýárs, og Guðlaugur sé fríið kærkomið. „Nú hefst bara undirbúningur og við erum ánægðir með þennan fyrri hluta. Við þurfum bara að vinna vel í okkur í fríinu og það er deildarbikarinn milli jóla og nýárs sem er bara gaman að taka þátt í. Svo förum við bara inn í janúar tilbúnir að æfa og standa okkur. Okkur veitir ekkert að því til að koma okkur aftur saman og koma okkur aftur á beinu brautina,” voru lokaorð Guðlaugar í leikslok.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 22-21 | Árni Bragi hetja Aftureldingar með flautumarki Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmark Aftureldingar á flautumarki þegar Afturelding vann Fram með minnsta mun, 22-21, í Olís-deildinni í kvöld. 17. desember 2015 21:45 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 22-21 | Árni Bragi hetja Aftureldingar með flautumarki Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmark Aftureldingar á flautumarki þegar Afturelding vann Fram með minnsta mun, 22-21, í Olís-deildinni í kvöld. 17. desember 2015 21:45