Hrannar íhugar forsetaframboð af fullri alvöru Birgir Olgeirsson skrifar 17. desember 2015 15:46 Hrannar segist ávallt hafa haft mikinn áhuga á forsetaembættinu og segir forseta eiga að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana. „Það er satt og rétt að maður sé að velta þessu fyrir sér,“ segir Hrannar Pétursson sem íhugar framboð til embættis forseta Íslands. Hrannar ítrekar í samtali við Vísi að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram, vænti megi tilkynningu um ákvörðun hans, hvort hann fer fram eða ekki, á næstu vikum. „Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum og í því samhengi hefur mér þótt vænt um að vera nefndur á nafn og íhuga þetta af fullri alvöru,“ segir Hrannar.Hvattur til dáða af héraðsfréttablaði Fjallað var um mögulegt forsetaframboð Hrannars í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa, og er Hrannar hvattur þar til framboðs. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík en Hrannar er ættaður þaðan. Kjarninn vitnaði í Skarpa um mögulegt framboðs Hrannars og ræddi við hann um málið fyrr í dag. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sagst ætla að tilkynna í nýársávarpi sínu hvort hann sækist eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Vísir/AntonSegist ekki bíða eftir Ólafi Margir bíða spenntir eftir að heyra hver ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður varðandi hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Ólafur Ragnar hefur sagst ætla að tilkynna það í ávarpi sínu á nýársdag, en aðeins fimmtán dagar eru í hann. Aðspurður segist Hrannar ekki vera að bíða og sjá hver ákvörðun Ólafs Ragnars verður. „Mín skoðun er sú að hver sá sem vill skoða þetta af fullri alvöru, að bjóða sig fram í þetta mikilvæga embætti, hann á að gera það á sínum forsendum. Ef hann telur sjálfan sig hafa eitthvað fram að færi, þá á hann að taka skrefið ef hann treystir sér til, en ekki láta aðra taka þá ákvörðun fyrir sig. Það í rauninni segir afdráttarlaust hver mín skoðun er, en enn og aftur þá er ég ekki að tilkynna um framboðið.“„Sameina fólk en ekki sundra“ Spurður hvort hann hafi ákveðna sýn á embættið, í hvaða átt hann myndi vilja sjá það þróast, segist hann lengi hafa haft áhuga á embættinu. „Sem í fyrsta lagi ég tel alveg gríðarlega mikilvægt. Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu. Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra, og vera sanngjarn en í senn staðfastur í því sem hann gerir.“Ræddi ekki mögulegt forsetaframboð í forsætisráðuneytinu Hrannar starfaði hjá forsætisráðuneytinu í tæpt ár en segist ekki hafa viðrað þessa hugmynd um forsetaframboð þar innanhúss. Hann segir það hins vegar vera styrkleika fyrir forseta að hafa starfað innan stjórnsýslunnar og þekkja innviði hennar. „Ég hef í rauninni í öllum mínum störfum lagt mig fram um að vinna faglega og kalla fram ólíkar skoðanir og eiga góð samskipti með öllum sem ég starfa með. Það var raunin þarna í ráðuneytinu eins og annar staðar,“ segir Hrannar. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá honum á næstu vikum þess efnis hvort hann bjóði sig fram. „Meðgöngutíminn á svona löguðu er talsverður og það þarf að huga að ýmsu og maður er auðvitað ekki einn í heiminum. Maður þarf því að skoða allt samhengið.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Ákvörðunin á sér ekki fordæmi. 9. desember 2015 09:11 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Það er satt og rétt að maður sé að velta þessu fyrir sér,“ segir Hrannar Pétursson sem íhugar framboð til embættis forseta Íslands. Hrannar ítrekar í samtali við Vísi að hann hafi ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram, vænti megi tilkynningu um ákvörðun hans, hvort hann fer fram eða ekki, á næstu vikum. „Maður hefur verið spurður af ýmsum og þá í þessu samhengi að forseti eigi að tala með tilteknum hætti og beita sér fyrir tilteknum málum og í því samhengi hefur mér þótt vænt um að vera nefndur á nafn og íhuga þetta af fullri alvöru,“ segir Hrannar.Hvattur til dáða af héraðsfréttablaði Fjallað var um mögulegt forsetaframboð Hrannars í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa, og er Hrannar hvattur þar til framboðs. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík en Hrannar er ættaður þaðan. Kjarninn vitnaði í Skarpa um mögulegt framboðs Hrannars og ræddi við hann um málið fyrr í dag. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október.Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sagst ætla að tilkynna í nýársávarpi sínu hvort hann sækist eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Vísir/AntonSegist ekki bíða eftir Ólafi Margir bíða spenntir eftir að heyra hver ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður varðandi hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningunum á næsta ári. Ólafur Ragnar hefur sagst ætla að tilkynna það í ávarpi sínu á nýársdag, en aðeins fimmtán dagar eru í hann. Aðspurður segist Hrannar ekki vera að bíða og sjá hver ákvörðun Ólafs Ragnars verður. „Mín skoðun er sú að hver sá sem vill skoða þetta af fullri alvöru, að bjóða sig fram í þetta mikilvæga embætti, hann á að gera það á sínum forsendum. Ef hann telur sjálfan sig hafa eitthvað fram að færi, þá á hann að taka skrefið ef hann treystir sér til, en ekki láta aðra taka þá ákvörðun fyrir sig. Það í rauninni segir afdráttarlaust hver mín skoðun er, en enn og aftur þá er ég ekki að tilkynna um framboðið.“„Sameina fólk en ekki sundra“ Spurður hvort hann hafi ákveðna sýn á embættið, í hvaða átt hann myndi vilja sjá það þróast, segist hann lengi hafa haft áhuga á embættinu. „Sem í fyrsta lagi ég tel alveg gríðarlega mikilvægt. Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu. Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra, og vera sanngjarn en í senn staðfastur í því sem hann gerir.“Ræddi ekki mögulegt forsetaframboð í forsætisráðuneytinu Hrannar starfaði hjá forsætisráðuneytinu í tæpt ár en segist ekki hafa viðrað þessa hugmynd um forsetaframboð þar innanhúss. Hann segir það hins vegar vera styrkleika fyrir forseta að hafa starfað innan stjórnsýslunnar og þekkja innviði hennar. „Ég hef í rauninni í öllum mínum störfum lagt mig fram um að vinna faglega og kalla fram ólíkar skoðanir og eiga góð samskipti með öllum sem ég starfa með. Það var raunin þarna í ráðuneytinu eins og annar staðar,“ segir Hrannar. Hann segir að búast megi við tilkynningu frá honum á næstu vikum þess efnis hvort hann bjóði sig fram. „Meðgöngutíminn á svona löguðu er talsverður og það þarf að huga að ýmsu og maður er auðvitað ekki einn í heiminum. Maður þarf því að skoða allt samhengið.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Ákvörðunin á sér ekki fordæmi. 9. desember 2015 09:11 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30
Orðunefnd samhljóða um að svipta Sigurð réttinum til að bera fálkaorðuna Ákvörðunin á sér ekki fordæmi. 9. desember 2015 09:11