Svo gaman að gleðja börnin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2015 07:00 Stundum hefur Ingibjörg þurft að raða húsunum á stofugólfið og þá hefur henni dottið í hug að búa til þorp með bílum og dúkkum. "Kannski á næsta ári,“ segir hún. vísir/Vilhelm Á meðan flestir þræða verslanir í leit að jólagjöfum og baka eina til tvær smákökusortir á aðventunni býr Ingibjörg Sveinsdóttir til heilt þorp af piparkökuhúsum. Piparkökuhúsin eru löngu orðin fastur liður aðventunnar, bæði hjá henni og þeim sem fá húsin að gjöf. „Ég byrjaði að gera piparkökuhús fyrir 33 árum, þegar börnin mín voru lítil. Þá gerði ég nú bara eitt,“ segir Ingibjörg hlæjandi en síðustu ár hefur hún gert tuttugu hús fyrir hver jól. „Núna eru þau aðeins tólf því ég var svo lengi á Spáni. Maðurinn minn spurði hvort ég vildi ekki bara sleppa þessu í ár því tíminn var naumur. En þá koma engin jól, svaraði ég honum.“ Það tekur tíma sinn að búa til tólf piparkökuhús frá grunni. Ingibjörg hóf verkið 24. nóvember og lauk því í fyrrakvöld. Suma daga var hún að frá morgni til kvölds. Fyrst þarf að búa til gríðarlega mikið magn af deigi, fletja, skera út, baka og kæla. Og það er bara byrjunin. Næst þarf að bræða sykur, setja húsin saman og skreyta. „Ég litaflokka M&M. Það gengur ekki að vera með heitan sykur á húsunum og þurfa að leita að réttum litum. Svo brýt ég niður saltstangir fyrir grindverkið og bý til gardínur í glugganna úr blúndukartoni.“ Þrátt fyrir þennan fjölda húsa heldur Ingibjörg ekki einu einasta fyrir sjálfa sig enda er eftirspurnin mikil. Börnin hennar fá hús á sitt heimili og svo er mikil eftirspurn allt í kringum hana. „Börnin fá eitt hús á sitt heimili, ég hef gefið þau sem happdrættisvinning og svo fá börn og barnabörn nágranna og vinkvenna hús. Stundum hef ég ætlað að halda einu húsi en ég enda alltaf á að gefa það. Enda er þetta aðallega og eingöngu gert til að gleðja og það er svo gaman að gleðja börn.“ Ingibjörg þiggur enga hjálp við húsasmíðina. „Maðurinn minn bauð fram hjálp um daginn og ætlaði að raða M&M á þakið. En hann sneri því vitlaust – emmið þarf að snúa upp – og svo urðu óvenju mikil afföll þannig að hann var rekinn úr starfinu,“ segir Ingibjörg hlæjandi og neitar því að það verði tómlegt þegar piparkökuhúsin verða sótt á næstu dögum. „Ég þarf að byrja á því að þrífa sykurinn af eldhúsgólfinu og svo mun ég bara hafa það huggulegt.“ Jólafréttir Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól
Á meðan flestir þræða verslanir í leit að jólagjöfum og baka eina til tvær smákökusortir á aðventunni býr Ingibjörg Sveinsdóttir til heilt þorp af piparkökuhúsum. Piparkökuhúsin eru löngu orðin fastur liður aðventunnar, bæði hjá henni og þeim sem fá húsin að gjöf. „Ég byrjaði að gera piparkökuhús fyrir 33 árum, þegar börnin mín voru lítil. Þá gerði ég nú bara eitt,“ segir Ingibjörg hlæjandi en síðustu ár hefur hún gert tuttugu hús fyrir hver jól. „Núna eru þau aðeins tólf því ég var svo lengi á Spáni. Maðurinn minn spurði hvort ég vildi ekki bara sleppa þessu í ár því tíminn var naumur. En þá koma engin jól, svaraði ég honum.“ Það tekur tíma sinn að búa til tólf piparkökuhús frá grunni. Ingibjörg hóf verkið 24. nóvember og lauk því í fyrrakvöld. Suma daga var hún að frá morgni til kvölds. Fyrst þarf að búa til gríðarlega mikið magn af deigi, fletja, skera út, baka og kæla. Og það er bara byrjunin. Næst þarf að bræða sykur, setja húsin saman og skreyta. „Ég litaflokka M&M. Það gengur ekki að vera með heitan sykur á húsunum og þurfa að leita að réttum litum. Svo brýt ég niður saltstangir fyrir grindverkið og bý til gardínur í glugganna úr blúndukartoni.“ Þrátt fyrir þennan fjölda húsa heldur Ingibjörg ekki einu einasta fyrir sjálfa sig enda er eftirspurnin mikil. Börnin hennar fá hús á sitt heimili og svo er mikil eftirspurn allt í kringum hana. „Börnin fá eitt hús á sitt heimili, ég hef gefið þau sem happdrættisvinning og svo fá börn og barnabörn nágranna og vinkvenna hús. Stundum hef ég ætlað að halda einu húsi en ég enda alltaf á að gefa það. Enda er þetta aðallega og eingöngu gert til að gleðja og það er svo gaman að gleðja börn.“ Ingibjörg þiggur enga hjálp við húsasmíðina. „Maðurinn minn bauð fram hjálp um daginn og ætlaði að raða M&M á þakið. En hann sneri því vitlaust – emmið þarf að snúa upp – og svo urðu óvenju mikil afföll þannig að hann var rekinn úr starfinu,“ segir Ingibjörg hlæjandi og neitar því að það verði tómlegt þegar piparkökuhúsin verða sótt á næstu dögum. „Ég þarf að byrja á því að þrífa sykurinn af eldhúsgólfinu og svo mun ég bara hafa það huggulegt.“
Jólafréttir Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól