Gerum betur í samgöngumálum Helgi Kjartansson skrifar 17. desember 2015 07:00 Mannanna verk standa ekki öll um aldur og ævi. Sum endast vel og lengi og skila hlutverki sínu eins og til var ætlast en önnur þarfnast viðhalds og lagfæringar fljótlega eftir að þau eru tekin í gagnið. Allt fer það eftir því hvernig staðið var að framkvæmdum í upphafi og hvaða hlutverki verkið átti að þjóna þegar það var undirbúið. Margt getur breyst á stuttum tíma sem getur haft áhrif á endingu. Á sínum tíma var vegakerfið í Uppsveitum Árnessýslu hannað og byggt upp til að þjóna íbúum, frístundabyggðinni og þeim ferðamönnum sem þá lögðu leið sína um sveitirnar. En á síðustu árum hefur álag á kerfið margfaldast vegna aukins fjölda ferðamanna um svæðið. Það gefur augaleið að eitthvað gefur þá eftir. Vegakerfið á þessu svæði þarf að bera um 80-90% af umferð þeirra erlendu ferðamanna sem leggja leið sína til landsins. Á þessu ári má því gera ráð fyrir að a.m.k. 800.000-900.000 erlendir ferðamenn fari um þessa vegi til viðbótar við íbúa og innlendu ferðamennina sem gætu verið um 200.000. Þegar fjöldi erlendra ferðamanna verður komin upp í 2 milljónir eftir nokkur ár, eins og spár gera ráð fyrir, og sama hlutfall leggur leið sína í Uppsveitirnar, má gera ráð fyrir að 1,6-1,8 milljónir erlendra ferðamanna fari um vegina það árið. Helstu náttúruperlur og vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Bláskógabyggð og þar af leiðandi er þar eitt landsins mesta álag á vegi. Þingvallavegur, Biskupstungnabraut, Laugarvatnsvegur, Reykjavegur, Kjalvegur, vegurinn um Eystri Tunguna og vegurinn frá Brúarhlöðum að Biskupstungnabraut eru vegir í Bláskógabyggð sem þarfnast gífurlega viðhalds. Það er ekki hægt að bíða lengur með að byggja þá upp og búa þannig um hnútana að þeir beri alla þá umferð sem um þá fer dags daglega. Samkvæmt úttekt sem viðurkenndir aðilar hafa gert er hluti af þessum vegum sem að ofan eru taldir meðal hættulegustu vega á landinu ef horft er til tíðni umferðaslysa.Mikilvægt að dreifa álaginu Það er gríðar mikilvægt að hægt verði að dreifa álagi á þessa vegi sem mest um aðrar leiðir. Dæmi um slíka leið er Reykjavegur (355), sem liggur á milli Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar. Reykjavegurinn hefur verið á samgönguáætlun í mörg ár en alltaf þegar á að fara í framkvæmdir hefur verkinu verið frestað og hafa ýmsar ástæður verið nefndar í gegnum tíðina. Reykjavegurinn skiptir miklu máli fyrir okkur íbúa í sameinuðu sveitarfélagi þar sem hann tengir saman þéttbýlisstaðina Laugarvatn og Reykholt. Vegurinn er hættulegur á köflum og um hann fer mikil umferð. Til stóð að bjóða Reykjaveginn út í haust og hefja framkvæmdir árið 2016. En samkvæmt nýjum fjárlögum er framkvæmdum enn frestað um óákveðinn tíma þar sem Vegagerðin fær ekki nægilegt fjármagn til að getað farið í þessa nauðsynlegu framkvæmd. Slysum á þjóðvegum landsins fjölgar, margar ástæður eru þar að baki, m.a. viðhald vega. Í Bláskógabyggð er ástand sumra vega þannig að slysahætta er veruleg. Vegaxlir eru víða farnar að gefa sig, vegir eru slitnir og regnvatn safnast í polla og rásir með þeirri hættu sem slíkt getur haft í för með sér. Mikil umferð langferðabíla fer eftir öllum þessum vegum og margir telja að þess sé ekki langt að bíða að stórt rútuslys verði. Það væri ekki gott fyrir ferðaþjónustuna ef það orð fer að fara af Íslandi að vegakerfið sé hrunið og beinlínis hættulegt sé að ferðast um landið. Ekki viljum við að sú staða komi upp. Ríkisvaldið þarf nauðsynlega að setja meira fjármagn í samgöngumál, það þarf að gera þarf meira og betur en gert er ráð fyrir í næstu fjárlögum. Ég trúi ekki öðru en að samstaða sé um það mál því það er mikið í húfi að strax sé farið í að byggja vegakerfið upp áður en ferðamönnum fjölgar eins og spár gera ráð fyrir. Það hefur aldrei þótt gott að láta taka sig í bólinu eins og ráðherra ferðamála hefur bent á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Mannanna verk standa ekki öll um aldur og ævi. Sum endast vel og lengi og skila hlutverki sínu eins og til var ætlast en önnur þarfnast viðhalds og lagfæringar fljótlega eftir að þau eru tekin í gagnið. Allt fer það eftir því hvernig staðið var að framkvæmdum í upphafi og hvaða hlutverki verkið átti að þjóna þegar það var undirbúið. Margt getur breyst á stuttum tíma sem getur haft áhrif á endingu. Á sínum tíma var vegakerfið í Uppsveitum Árnessýslu hannað og byggt upp til að þjóna íbúum, frístundabyggðinni og þeim ferðamönnum sem þá lögðu leið sína um sveitirnar. En á síðustu árum hefur álag á kerfið margfaldast vegna aukins fjölda ferðamanna um svæðið. Það gefur augaleið að eitthvað gefur þá eftir. Vegakerfið á þessu svæði þarf að bera um 80-90% af umferð þeirra erlendu ferðamanna sem leggja leið sína til landsins. Á þessu ári má því gera ráð fyrir að a.m.k. 800.000-900.000 erlendir ferðamenn fari um þessa vegi til viðbótar við íbúa og innlendu ferðamennina sem gætu verið um 200.000. Þegar fjöldi erlendra ferðamanna verður komin upp í 2 milljónir eftir nokkur ár, eins og spár gera ráð fyrir, og sama hlutfall leggur leið sína í Uppsveitirnar, má gera ráð fyrir að 1,6-1,8 milljónir erlendra ferðamanna fari um vegina það árið. Helstu náttúruperlur og vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Bláskógabyggð og þar af leiðandi er þar eitt landsins mesta álag á vegi. Þingvallavegur, Biskupstungnabraut, Laugarvatnsvegur, Reykjavegur, Kjalvegur, vegurinn um Eystri Tunguna og vegurinn frá Brúarhlöðum að Biskupstungnabraut eru vegir í Bláskógabyggð sem þarfnast gífurlega viðhalds. Það er ekki hægt að bíða lengur með að byggja þá upp og búa þannig um hnútana að þeir beri alla þá umferð sem um þá fer dags daglega. Samkvæmt úttekt sem viðurkenndir aðilar hafa gert er hluti af þessum vegum sem að ofan eru taldir meðal hættulegustu vega á landinu ef horft er til tíðni umferðaslysa.Mikilvægt að dreifa álaginu Það er gríðar mikilvægt að hægt verði að dreifa álagi á þessa vegi sem mest um aðrar leiðir. Dæmi um slíka leið er Reykjavegur (355), sem liggur á milli Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar. Reykjavegurinn hefur verið á samgönguáætlun í mörg ár en alltaf þegar á að fara í framkvæmdir hefur verkinu verið frestað og hafa ýmsar ástæður verið nefndar í gegnum tíðina. Reykjavegurinn skiptir miklu máli fyrir okkur íbúa í sameinuðu sveitarfélagi þar sem hann tengir saman þéttbýlisstaðina Laugarvatn og Reykholt. Vegurinn er hættulegur á köflum og um hann fer mikil umferð. Til stóð að bjóða Reykjaveginn út í haust og hefja framkvæmdir árið 2016. En samkvæmt nýjum fjárlögum er framkvæmdum enn frestað um óákveðinn tíma þar sem Vegagerðin fær ekki nægilegt fjármagn til að getað farið í þessa nauðsynlegu framkvæmd. Slysum á þjóðvegum landsins fjölgar, margar ástæður eru þar að baki, m.a. viðhald vega. Í Bláskógabyggð er ástand sumra vega þannig að slysahætta er veruleg. Vegaxlir eru víða farnar að gefa sig, vegir eru slitnir og regnvatn safnast í polla og rásir með þeirri hættu sem slíkt getur haft í för með sér. Mikil umferð langferðabíla fer eftir öllum þessum vegum og margir telja að þess sé ekki langt að bíða að stórt rútuslys verði. Það væri ekki gott fyrir ferðaþjónustuna ef það orð fer að fara af Íslandi að vegakerfið sé hrunið og beinlínis hættulegt sé að ferðast um landið. Ekki viljum við að sú staða komi upp. Ríkisvaldið þarf nauðsynlega að setja meira fjármagn í samgöngumál, það þarf að gera þarf meira og betur en gert er ráð fyrir í næstu fjárlögum. Ég trúi ekki öðru en að samstaða sé um það mál því það er mikið í húfi að strax sé farið í að byggja vegakerfið upp áður en ferðamönnum fjölgar eins og spár gera ráð fyrir. Það hefur aldrei þótt gott að láta taka sig í bólinu eins og ráðherra ferðamála hefur bent á.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun