Gott fyrsta skref Stjórnarmaðurinn skrifar 16. desember 2015 09:30 Fjármálaráðherra hefur tilkynnt að hann undirbúi frumvarp um skattaívilnanir til þeirra sem fjárfesta í smærri félögum. Þetta eru góð tíðindi og nokkuð sem líklegt er til að auðvelda aðgengi smærri félaga að fjármagni. Bjarni þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Í Bretlandi tíðkast svokallaðar EIS-undanþágur. Samkvæmt þeim geta félög safnað fjárfestingu allt að 30 milljónum íslenskum eða þar um bil eftir þeirri leið. Hver einstaklingur getur svo lagt að hámarki 20 milljónir í slík verkefni á ári hverju. Ef EIS leiðin er farin fær einstaklingur þá þegar helming þeirrar upphæðar sem fjárfest er fyrir endurgreidda frá skattinum, og allur hagnaður sem síðar kemur er skattfrjáls. Staðreyndin er sú að smærri félög eiga oft erfitt með að safna utanaðkomandi fjármagni. Mörg þeirra komast því væntanlega vart af teikniborðinu eða líða fljótt undir lok án þess að raunveruleg reynsla sé komin á hugmyndina. Því er nauðsynlegt að búa til umhverfi sem gerir fólki kleift að láta á reyna – af því er samfélagslegur ávinningur. Hitt er svo annað að í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum er fólgin mikil áhætta. Því er ekki út á það að setja að þeir sem taka slíka áhættu fái að njóta ávaxtanna. Osbourne fjármálaráðherra og félagar í Íhaldsflokknum telja a.m.k. að samfélagslegur ávinningur sé af því að auka aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni, jafnvel þótt það kosti ríkissjóð skatttekjur til skamms tíma. Skattahagræðið sem fylgir EIS er líka ein af stóru ástæðunum fyrir því að margir frumkvöðlar velja hugmyndum sínum heimavöll í London. Þar hefur enda sprottið upp stórt samfélag frumkvöðla, þrátt fyrir að borgin sé að mörgu öðru leyti í raun fremur óheppileg fyrir lítil fyrirtæki sem þurfa að stíga á bremsuna hvað varðar allan kostnað. Leiga er með því hæsta sem gerist í veröldinni, skrifræði sem fylgir stórum borgum stundum þungt í vöfum og vinnuafl dýrt á flesta mælikvarða. Ísland hefur í þessu samhengi marga góða kosti. Hér er menntað fólk sem þiggur lág laun í stórborgarsamanburði, býr yfir ágætri tungumálakunnáttu og smæðin gerir það að verkum að hlutirnir hreyfast oft hraðar hér á landi en annars staðar. Ef útfærslan er rétt gæti útspil Bjarna verið ein skrautfjöðrin til í hatt Íslands sem frumkvöðlamiðstöðvar. Þar má hins vegar ekki láta staðar numið. Næst mætti t.d. lækka kostnað við að stofna einkahlutafélög, og einfalda umstangið kringum fyrirtækjarekstur. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur tilkynnt að hann undirbúi frumvarp um skattaívilnanir til þeirra sem fjárfesta í smærri félögum. Þetta eru góð tíðindi og nokkuð sem líklegt er til að auðvelda aðgengi smærri félaga að fjármagni. Bjarni þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Í Bretlandi tíðkast svokallaðar EIS-undanþágur. Samkvæmt þeim geta félög safnað fjárfestingu allt að 30 milljónum íslenskum eða þar um bil eftir þeirri leið. Hver einstaklingur getur svo lagt að hámarki 20 milljónir í slík verkefni á ári hverju. Ef EIS leiðin er farin fær einstaklingur þá þegar helming þeirrar upphæðar sem fjárfest er fyrir endurgreidda frá skattinum, og allur hagnaður sem síðar kemur er skattfrjáls. Staðreyndin er sú að smærri félög eiga oft erfitt með að safna utanaðkomandi fjármagni. Mörg þeirra komast því væntanlega vart af teikniborðinu eða líða fljótt undir lok án þess að raunveruleg reynsla sé komin á hugmyndina. Því er nauðsynlegt að búa til umhverfi sem gerir fólki kleift að láta á reyna – af því er samfélagslegur ávinningur. Hitt er svo annað að í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum er fólgin mikil áhætta. Því er ekki út á það að setja að þeir sem taka slíka áhættu fái að njóta ávaxtanna. Osbourne fjármálaráðherra og félagar í Íhaldsflokknum telja a.m.k. að samfélagslegur ávinningur sé af því að auka aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni, jafnvel þótt það kosti ríkissjóð skatttekjur til skamms tíma. Skattahagræðið sem fylgir EIS er líka ein af stóru ástæðunum fyrir því að margir frumkvöðlar velja hugmyndum sínum heimavöll í London. Þar hefur enda sprottið upp stórt samfélag frumkvöðla, þrátt fyrir að borgin sé að mörgu öðru leyti í raun fremur óheppileg fyrir lítil fyrirtæki sem þurfa að stíga á bremsuna hvað varðar allan kostnað. Leiga er með því hæsta sem gerist í veröldinni, skrifræði sem fylgir stórum borgum stundum þungt í vöfum og vinnuafl dýrt á flesta mælikvarða. Ísland hefur í þessu samhengi marga góða kosti. Hér er menntað fólk sem þiggur lág laun í stórborgarsamanburði, býr yfir ágætri tungumálakunnáttu og smæðin gerir það að verkum að hlutirnir hreyfast oft hraðar hér á landi en annars staðar. Ef útfærslan er rétt gæti útspil Bjarna verið ein skrautfjöðrin til í hatt Íslands sem frumkvöðlamiðstöðvar. Þar má hins vegar ekki láta staðar numið. Næst mætti t.d. lækka kostnað við að stofna einkahlutafélög, og einfalda umstangið kringum fyrirtækjarekstur.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira