Sjöunda Stjörnustríðsmyndin, Star Wars: The Force Awakens, var forsýnd í Bandaríkjunum í gær við góðar undirtektir sýningagesta.
Mikið Stjörnustríðsæði hefur gripið um sig og ESPN ákvað því að velja úrvalslið persóna úr Stjörnustríðsmyndunum í eftirtöldum íþróttagreinum: amerískum fótbolta, knattspyrnu, körfubolta, íshokkí, krikket og hafnabolta.
Liðin eru ekki óárennileg en í knattspyrnuliðinu sér Yoda um að skora mörkin, Obi-Wan Kenobi stjórnar umferðinni á miðjunni og Svarthöfði sjálfur stendur vaktina í vörninni.
Körfuboltaliðið er einnig gríðarsterkt þar Logi Geimgengill stýrir leik liðsins og Chewbacca ræður ríkjum undir körfunni.
Þessa skemmtilegu grein má lesa með því að smella hér.
Úrvalslið Star Wars persóna í hinum ýmsu íþróttagreinum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti


Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn





Fleiri fréttir
