Talið að Justin Bieber muni staldra við Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. desember 2015 07:30 Justin Bieber heldur tónleika 9. september í Kórnum. vísir Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. Þegar dagsetningar á tónleikaferðalagi hans eru skoðaðar kemur í ljós að langur tími líður frá tónleikum hans í Kórnum og þeirra næstu á eftir, sem verða í Berlín. Eftir þá tónleika tekur við tæplega tveggja mánaða keyrsla á milli evrópskra borga, þar sem sjaldan líða meira en tveir dagar á milli tónleika. Bieber er þekktur fyrir að æfa af krafti fyrir tónleika sína. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Kórinn verið leigður út í lengri tíma en þegar Justin Timberlake heimsótti Ísland í fyrra.Sölupunktur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hluti af sölupunkti íslenskra tónleikahaldara, að tónlistarmenn geti staldrað lengur hér á landi en annarsstaðar og fengi góða aðstöðu til æfinga. Þetta var meðal annars fyrirkomulagið þegar bandaríska stórsveitin Eagles kom hingað til landsins 2011. Þá gátu meðlimir sveitarinnar æft í Laugardalshöllinni í nokkra daga, þar sem tónleikarnir fóru svo fram. Þetta er eftirsóknarvert fyrir tónlistarmenn; að fá að æfa í höllum og leikvöngum, þar sem búið er að setja allar þær græjur upp sem nota á við tónleikahaldið. Erlendis getur reynst erfitt að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag, sökum þess hve mikil ásókn er í tónleikahallir stórborganna.Æfir vel Bieber er þekktur fyrir að leggja mikið upp úr því að æfa vel fyrir tónleika sína. Tónleikaferðalagið á næsta ári, sem hann kallar Purpose World Tour, hefst í Bandaríkjunum í mars og mun Bieber ferðast um landið þvert og endilangt þar til í júlí. Þá tekur hann sér gott frí og byrjar svo aftur í Kópavogi í september.Sjá einnig: Svona eru verðin og verðsvæðin Þetta verður fyrsta tónleikaferðalag Bieber síðan 2013, en þá var hann á hinum svokallaða Believe-túr. Hann hófst í Glendale í Bandaríkjunum og æfði Bieber stíft í höllinni þar í borg fyrir tónleikana. Hann tók þrjú rennsli á tónleikunum, með öllu tilheyrandi, síðustu tvo sólarhringana áður en hann steig á svið fyrir framan áhorfendur. Eins og frægt er orðið kastaði stjarnan upp á þeim tónleikum, en kláraði þá af krafti. Sumir röktu magakveisuna til álags og því er líklegt að stjarnan taki sér meiri tíma í rennslin fyrir þetta tónleikaferðalag.Kórinn bókaðurEkki hefur tekist að staðfesta það fyllilega að Bieber ætli að dvelja hér á landi í góðan tíma fyrir og eftir tónleikana, en þó hefur heyrst sterkur orðrómur þess efnis. Talið er að Bieber muni nýta sér aðstöðuna í Kórnum og æfa vel áður en haldið verður til meginlands Evrópu. Bókanir á Kórnum renna stoðum undir það, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir lengri leigutíma á húsnæðinu en þegar Justin Timberlake kom hingað til lands. Dagsetningar á tónleikum Bieber í Evrópu og annáluð aðdáun hans á landinu rennir stoðum undir orðróminn. En eins og frægt er kom Bieber í heimsókn hingað til lands í sumar og tók upp myndband hér á landi. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02 Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55 Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54 Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. Þegar dagsetningar á tónleikaferðalagi hans eru skoðaðar kemur í ljós að langur tími líður frá tónleikum hans í Kórnum og þeirra næstu á eftir, sem verða í Berlín. Eftir þá tónleika tekur við tæplega tveggja mánaða keyrsla á milli evrópskra borga, þar sem sjaldan líða meira en tveir dagar á milli tónleika. Bieber er þekktur fyrir að æfa af krafti fyrir tónleika sína. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Kórinn verið leigður út í lengri tíma en þegar Justin Timberlake heimsótti Ísland í fyrra.Sölupunktur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hluti af sölupunkti íslenskra tónleikahaldara, að tónlistarmenn geti staldrað lengur hér á landi en annarsstaðar og fengi góða aðstöðu til æfinga. Þetta var meðal annars fyrirkomulagið þegar bandaríska stórsveitin Eagles kom hingað til landsins 2011. Þá gátu meðlimir sveitarinnar æft í Laugardalshöllinni í nokkra daga, þar sem tónleikarnir fóru svo fram. Þetta er eftirsóknarvert fyrir tónlistarmenn; að fá að æfa í höllum og leikvöngum, þar sem búið er að setja allar þær græjur upp sem nota á við tónleikahaldið. Erlendis getur reynst erfitt að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag, sökum þess hve mikil ásókn er í tónleikahallir stórborganna.Æfir vel Bieber er þekktur fyrir að leggja mikið upp úr því að æfa vel fyrir tónleika sína. Tónleikaferðalagið á næsta ári, sem hann kallar Purpose World Tour, hefst í Bandaríkjunum í mars og mun Bieber ferðast um landið þvert og endilangt þar til í júlí. Þá tekur hann sér gott frí og byrjar svo aftur í Kópavogi í september.Sjá einnig: Svona eru verðin og verðsvæðin Þetta verður fyrsta tónleikaferðalag Bieber síðan 2013, en þá var hann á hinum svokallaða Believe-túr. Hann hófst í Glendale í Bandaríkjunum og æfði Bieber stíft í höllinni þar í borg fyrir tónleikana. Hann tók þrjú rennsli á tónleikunum, með öllu tilheyrandi, síðustu tvo sólarhringana áður en hann steig á svið fyrir framan áhorfendur. Eins og frægt er orðið kastaði stjarnan upp á þeim tónleikum, en kláraði þá af krafti. Sumir röktu magakveisuna til álags og því er líklegt að stjarnan taki sér meiri tíma í rennslin fyrir þetta tónleikaferðalag.Kórinn bókaðurEkki hefur tekist að staðfesta það fyllilega að Bieber ætli að dvelja hér á landi í góðan tíma fyrir og eftir tónleikana, en þó hefur heyrst sterkur orðrómur þess efnis. Talið er að Bieber muni nýta sér aðstöðuna í Kórnum og æfa vel áður en haldið verður til meginlands Evrópu. Bókanir á Kórnum renna stoðum undir það, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir lengri leigutíma á húsnæðinu en þegar Justin Timberlake kom hingað til lands. Dagsetningar á tónleikum Bieber í Evrópu og annáluð aðdáun hans á landinu rennir stoðum undir orðróminn. En eins og frægt er kom Bieber í heimsókn hingað til lands í sumar og tók upp myndband hér á landi.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02 Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55 Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54 Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02
Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55
Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54
Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19