Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 28-27 | FH stöðvaði sigurgöngu Hauka Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 15. desember 2015 21:45 Einar Rafn Eiðsson sækir að vörn Hauka. vísir/ernir FH stöðvaði sigurgöngu Hauka með 28-27 sigri á heimavelli sínum í 18. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kaplakrika og tók meðfylgjandi myndir. Haukar höfðu unnið níu leiki í röð fyrir leikinn og FH var stigi frá fallsæti en það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks. Haukar virtust hreinlega vanmeta FH og náði gestirnir sér engan vegin á strik lengst framan af. FH lék að sama skapi einn sinn besta leik á leiktíðinni. Framliggjandi vörnin var mjög öflug framan af og sóknarleikurinn gekk vel. FH var 13-10 yfir í hálfleik og fór í raun illa að ráði sínu undir lok hálfleiksins og hefði hæglega getað farið með meiri mun inn í hálfleikinn. Haukar hafa lent í því í vetur að vera undir en nánast undantekningalaust komið til baka og unnið sigur. Það gerðist ekki í kvöld því Haukar náðu sér aldrei á strik í vörninni og virtust sakna Matthíasar Árna Ingimarssonar mikið. Fyrir vikið náðu markmenn liðsins sér ekki á strik. FH náði ekki að fylgja góðum varnarleik í fyrri hálfleik eftir í seinni hálfleik en það kom ekki að sök því liðinu gekk vel að skora. Benedikt Reynir Kristinsson fór á kostum í sókninni hjá FH og Einar Rafn Eiðsson öflugur en það var Ágúst Elí Björgvinsson markvörður sem tryggði sigurinn þegar hann varði síðasta skot Hauka frá Brynjólfi Snæ Brynjólfssyni sekúndum fyrir leikslok. Janus Daði Smárason og Tjörvi Þorgeirsson héldu sóknarleik Hauka uppi í leiknum en óvenju slakur varnarleikur varð liðinu að falli í kvöld auk þess sem liðið virtist ekki mæta klárt til leiks á sama tíma og FH-ingar mættu mjög hungraðir til leiks. FH kom sér upp í 14 stig og náði Gróttu að stigum en er þó enn í 8. sæti. ÍR er þremur stigum á eftir FH en á leik til góða gegn Gróttu á morgun. Haukar eru með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Valur er fjórum stigum á eftir og eiga leik til góða gegn Víkingi á fimmtudaginn.Andri Berg: Gefur okkur kraft fyrir framhaldið „Það var nauðsynlegt að stimpla sig út úr þessum fyrri hluta með góðum sigri og ekki var það verra að það var á móti Haukum, það verða hvít jól í Hafnarfirði,“ sagði sigurreifur Andri Berg Haraldsson varnartröll FH. „Það man enginn eftir þessum leik fyrir viku. Fólk mun tala um þennan leik. Það er það sem skiptir máli.“ Haukur unnu FH fyrir viku og náði FH að hefna fyrir ósigurinn í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var frábær varnarlega og markvarslan var frábær allan leikinn. Seinni hálfleikurinn var mjög skrýtinn. Hann var mark og mark og mark. „Maður fann samstöðuna í liðinu og viljann. Það skilaði sér mann frá manni og þetta var pottþétt einn af bestu leikjum okkar á tímabilinu,“ sagði Andir Berg sem fer brosandi inn í jólafríið. „Benni (Benedikt Reynir) var stórkostlegur í horninu og sóknin rúllaði vel. Þetta gefur okkur búst fyrir framhaldið. Það hefur verið ströggl á okkur en þetta gefur okkur kraft fyrir framhaldið og æfingarnar í janúar. Þetta er eitthvað til að byggja á.“Halldór Jóhann: Frábært veganesti inn í fríið „Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur út frá stöðunni í deildinni og svo auðvitað var þetta FH – Haukar,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH. „Þeir tóku okkur í bakaríið í síðustu viku en strákarnir stóðu sig eins og hetjur. Menn lögðu mikinn kraft í leikinn. Ég veit ekki hvað við höfum leikið marga leiki á stuttum tíma. Ég er virkilega ánægður. „Við sýndum okkur sjálfum að við getum spilað á háu stigi. Þetta er leikurinn sem við þurfum miklu oftar,“ sagði Halldór. Þetta var aðeins annar sigur FH í sjö leikjum en með sigrinum tryggir liðið að það verði ekki í fallsæti í fríinu út desember og í janúar. „Við vorum gríðarlega skynsamir sóknarlega. Við vissum að við þyrftum að hægja hraðan og flýta okkur ekki of mikið. „Staðan er ekki ásættanlega fyrir FH. Við höfum átt í basli í vetur. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum. Við erum í neðri hlutanum og þurfum að vinna okkur út úr honum. „Þetta er frábært veganesti inn í fríið. Bæði stigin tvö og svo sigur á móti Haukum,“ sagði Halldór Jóhann.Gunnar: Vorum langt frá okkar besta „Ég er óánægður með spilamennskuna heilt yfir. Við vorum langt frá okkar besta,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka. „Sóknarleikurinn var agalaus í fyrri hálfleik. Við vorum líklega með fleiri tæknifeila í fyrri hálfleik en allan mánuðinn. Við náðum að laga það í seinni hálfleik og sóknarleikurinn kom en þá náði vörn og markvarsla aldrei að smella.“ Fyrir leikinn höfðu Haukar ekki tapað síðan 12. október eða í níu leikjum auk þess að Haukar unnu FH fyrir viku síðan en Haukar virtust hreinlega koma værukærir til leiks. „Kannski er þetta vandamál sem við þurfum að glíma við, verandi nýbúnir að vinna auðveldan sigur á sama liðinu. Þetta er lúxus vandamál að glíma við,“ sagði Gunnar en það getur þó ekki þótt ásættanlegt fyrir Hauka að mæta svona til leiks í Kaplakrika. „Það er ekki boðlegt en það má ekki taka það af FH í kvöld að þeir voru góðir og spiluðu örugglega sinn besta leik í vetur. „Við höfum spilað einhverja 26 leiki og átt einn lélegan leik. Við áttum lélegan dag í dag og það gerist sjaldan. „Ég er ánægður með þetta í heildina, við höfum bætt okkur frá mánuði til mánaðar. Við ætlum okkur að vinna alla titlana sem eru í boði,“ sagði Gunnar.Andri reynir að stöðva Janus Daða Smárason.vísir/ernirHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernirGunnar var ekki sáttur með sína menn í kvöld.vísir/ernir Olís-deild karla Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Sjá meira
FH stöðvaði sigurgöngu Hauka með 28-27 sigri á heimavelli sínum í 18. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Kaplakrika og tók meðfylgjandi myndir. Haukar höfðu unnið níu leiki í röð fyrir leikinn og FH var stigi frá fallsæti en það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks. Haukar virtust hreinlega vanmeta FH og náði gestirnir sér engan vegin á strik lengst framan af. FH lék að sama skapi einn sinn besta leik á leiktíðinni. Framliggjandi vörnin var mjög öflug framan af og sóknarleikurinn gekk vel. FH var 13-10 yfir í hálfleik og fór í raun illa að ráði sínu undir lok hálfleiksins og hefði hæglega getað farið með meiri mun inn í hálfleikinn. Haukar hafa lent í því í vetur að vera undir en nánast undantekningalaust komið til baka og unnið sigur. Það gerðist ekki í kvöld því Haukar náðu sér aldrei á strik í vörninni og virtust sakna Matthíasar Árna Ingimarssonar mikið. Fyrir vikið náðu markmenn liðsins sér ekki á strik. FH náði ekki að fylgja góðum varnarleik í fyrri hálfleik eftir í seinni hálfleik en það kom ekki að sök því liðinu gekk vel að skora. Benedikt Reynir Kristinsson fór á kostum í sókninni hjá FH og Einar Rafn Eiðsson öflugur en það var Ágúst Elí Björgvinsson markvörður sem tryggði sigurinn þegar hann varði síðasta skot Hauka frá Brynjólfi Snæ Brynjólfssyni sekúndum fyrir leikslok. Janus Daði Smárason og Tjörvi Þorgeirsson héldu sóknarleik Hauka uppi í leiknum en óvenju slakur varnarleikur varð liðinu að falli í kvöld auk þess sem liðið virtist ekki mæta klárt til leiks á sama tíma og FH-ingar mættu mjög hungraðir til leiks. FH kom sér upp í 14 stig og náði Gróttu að stigum en er þó enn í 8. sæti. ÍR er þremur stigum á eftir FH en á leik til góða gegn Gróttu á morgun. Haukar eru með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Valur er fjórum stigum á eftir og eiga leik til góða gegn Víkingi á fimmtudaginn.Andri Berg: Gefur okkur kraft fyrir framhaldið „Það var nauðsynlegt að stimpla sig út úr þessum fyrri hluta með góðum sigri og ekki var það verra að það var á móti Haukum, það verða hvít jól í Hafnarfirði,“ sagði sigurreifur Andri Berg Haraldsson varnartröll FH. „Það man enginn eftir þessum leik fyrir viku. Fólk mun tala um þennan leik. Það er það sem skiptir máli.“ Haukur unnu FH fyrir viku og náði FH að hefna fyrir ósigurinn í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var frábær varnarlega og markvarslan var frábær allan leikinn. Seinni hálfleikurinn var mjög skrýtinn. Hann var mark og mark og mark. „Maður fann samstöðuna í liðinu og viljann. Það skilaði sér mann frá manni og þetta var pottþétt einn af bestu leikjum okkar á tímabilinu,“ sagði Andir Berg sem fer brosandi inn í jólafríið. „Benni (Benedikt Reynir) var stórkostlegur í horninu og sóknin rúllaði vel. Þetta gefur okkur búst fyrir framhaldið. Það hefur verið ströggl á okkur en þetta gefur okkur kraft fyrir framhaldið og æfingarnar í janúar. Þetta er eitthvað til að byggja á.“Halldór Jóhann: Frábært veganesti inn í fríið „Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur út frá stöðunni í deildinni og svo auðvitað var þetta FH – Haukar,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH. „Þeir tóku okkur í bakaríið í síðustu viku en strákarnir stóðu sig eins og hetjur. Menn lögðu mikinn kraft í leikinn. Ég veit ekki hvað við höfum leikið marga leiki á stuttum tíma. Ég er virkilega ánægður. „Við sýndum okkur sjálfum að við getum spilað á háu stigi. Þetta er leikurinn sem við þurfum miklu oftar,“ sagði Halldór. Þetta var aðeins annar sigur FH í sjö leikjum en með sigrinum tryggir liðið að það verði ekki í fallsæti í fríinu út desember og í janúar. „Við vorum gríðarlega skynsamir sóknarlega. Við vissum að við þyrftum að hægja hraðan og flýta okkur ekki of mikið. „Staðan er ekki ásættanlega fyrir FH. Við höfum átt í basli í vetur. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum. Við erum í neðri hlutanum og þurfum að vinna okkur út úr honum. „Þetta er frábært veganesti inn í fríið. Bæði stigin tvö og svo sigur á móti Haukum,“ sagði Halldór Jóhann.Gunnar: Vorum langt frá okkar besta „Ég er óánægður með spilamennskuna heilt yfir. Við vorum langt frá okkar besta,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka. „Sóknarleikurinn var agalaus í fyrri hálfleik. Við vorum líklega með fleiri tæknifeila í fyrri hálfleik en allan mánuðinn. Við náðum að laga það í seinni hálfleik og sóknarleikurinn kom en þá náði vörn og markvarsla aldrei að smella.“ Fyrir leikinn höfðu Haukar ekki tapað síðan 12. október eða í níu leikjum auk þess að Haukar unnu FH fyrir viku síðan en Haukar virtust hreinlega koma værukærir til leiks. „Kannski er þetta vandamál sem við þurfum að glíma við, verandi nýbúnir að vinna auðveldan sigur á sama liðinu. Þetta er lúxus vandamál að glíma við,“ sagði Gunnar en það getur þó ekki þótt ásættanlegt fyrir Hauka að mæta svona til leiks í Kaplakrika. „Það er ekki boðlegt en það má ekki taka það af FH í kvöld að þeir voru góðir og spiluðu örugglega sinn besta leik í vetur. „Við höfum spilað einhverja 26 leiki og átt einn lélegan leik. Við áttum lélegan dag í dag og það gerist sjaldan. „Ég er ánægður með þetta í heildina, við höfum bætt okkur frá mánuði til mánaðar. Við ætlum okkur að vinna alla titlana sem eru í boði,“ sagði Gunnar.Andri reynir að stöðva Janus Daða Smárason.vísir/ernirHalldóri var létt í leikslok.vísir/ernirGunnar var ekki sáttur með sína menn í kvöld.vísir/ernir
Olís-deild karla Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti