Flestir kannast við upphafslag Star Wars en færri hafa þó heyrt það í búningi Cooper Carter sem tók sig til og spilaði allt upphafsstef Star Wars á gítar. Útkoman er vægast sagt stórkostleg og hlusta má á hana hér fyrir neðan.
Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í dag og hafa æstir aðdáendur beðið í röðum eftir miðum. Hér á Íslandi verður myndin frumsýnd 17. desember.