Þar má sjá söngkonuna klædda eins og ungabarn, skríðandi á gólfi og að sleikja á sér tærnar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Miley klæðir sig upp eins og ungabarn, en í tónleikaferðalagi sem hún lagði í með hljómsveitinni Flaming Lips á dögunum klæddist hún bleyju og drakk úr pela á sviðinu.
Miley hefur reglulega hrist upp í hlutunum og farið mikinn í slúðurpressunni undanfarin ár, eftir að hún ákvað að segja skilið við Hannah Montana barnastjörnu ímyndina.
Sjá einnig:8 umdeildustu uppátæki Miley Cyrus árið 2013
Hún hefur meðal annars setið nakin á járnkúlu í myndbandi við lagið Wrecking Ball og setið fyrir í erótískri myndatöku með umdeilda ljósmyndaranum Terry Richardson.
Sjón er sögu ríkari.