300 þúsund er lágmark Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2015 00:00 Tryggja þarf öldruðum og öryrkjum 300 þúsund lágmarksgreiðslu á innan við 3 árum. Ríkisstjórnin á að stíga skrefið til fulls og tryggja þessum hópi þessa lágmarksframfærslu.Dregið úr skerðingum Ríkisstjórn Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins setti það í forgang að draga úr skerðingum sem bótaþegar sættu á síðasta kjörtímabili. Strax sumarið 2013 var afnumin sú regla að lífeyrissjóðstekjur skertu grunnlífeyri. Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og öryrkja var hækkað. Frítekjumark vegna lífeyrissjóðatekna var hækkað. Víxlverkunarsamkomulag vegna bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða var framlengt. Skerðingahlutfall tekjutryggingar var lækkað í 38,35 % þann 1. janúar 2014. Þetta þýðir að bætur eru nú 7,4 milljörðum króna hærri á ári en annars væri.Bætur hækka afturvirkt Þær aðgerðir sem snúa að almannatryggingakerfinu á þessu ári og því næsta eru að bætur munu hækka um 14,2 milljarða, þann 1. janúar 2016 sem er hækkun upp á 9,7 %. Inni í þeirri tölu eru 3,9 milljarðar sem er afturvirk hækkun vegna meðaltals launaþróunar á árinu. Sú hækkun bætist ofan á 4,3 milljarða sem aldraðir og öryrkjar fengu í janúar 2015. Samtals er því hækkun til málaflokksins vegna meðaltals launaþróunar á árinu 2015 8,2 milljarðar. Hækkun á bótum til aldraðra og öryrkja frá janúar 2015 – 2016 eru því samtals 18,5 milljarðar.26,8 milljarða hækkun Samtals skila aðgerðir á kjörtímabilinu því að bætur á næsta ári verða 26,8 milljörðum hærri en þær hefðu annars verið. Það eru 26,8 milljarðar sem fara beint til aldraða og öryrkja, samtals 17,1 % hækkun. Í lokafjárlögum síðustu ríkisstjórnar nam heildarfjármagn til almannatrygginga 77 milljörðum. Í fjárlögum núverandi ríkisstjórnar nemur heildarfjármagn 103 milljörðum. Margt hefur verið gert, en við verðum að halda áfram að gefa í. Þess vegna ítrekuðu þingmenn ríkisstjórnarinnar það í störfum þingsins núna í morgun að ríkisstjórnin eigi að tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund lágmarksgreiðslu á innan við 3 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Tryggja þarf öldruðum og öryrkjum 300 þúsund lágmarksgreiðslu á innan við 3 árum. Ríkisstjórnin á að stíga skrefið til fulls og tryggja þessum hópi þessa lágmarksframfærslu.Dregið úr skerðingum Ríkisstjórn Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins setti það í forgang að draga úr skerðingum sem bótaþegar sættu á síðasta kjörtímabili. Strax sumarið 2013 var afnumin sú regla að lífeyrissjóðstekjur skertu grunnlífeyri. Frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og öryrkja var hækkað. Frítekjumark vegna lífeyrissjóðatekna var hækkað. Víxlverkunarsamkomulag vegna bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða var framlengt. Skerðingahlutfall tekjutryggingar var lækkað í 38,35 % þann 1. janúar 2014. Þetta þýðir að bætur eru nú 7,4 milljörðum króna hærri á ári en annars væri.Bætur hækka afturvirkt Þær aðgerðir sem snúa að almannatryggingakerfinu á þessu ári og því næsta eru að bætur munu hækka um 14,2 milljarða, þann 1. janúar 2016 sem er hækkun upp á 9,7 %. Inni í þeirri tölu eru 3,9 milljarðar sem er afturvirk hækkun vegna meðaltals launaþróunar á árinu. Sú hækkun bætist ofan á 4,3 milljarða sem aldraðir og öryrkjar fengu í janúar 2015. Samtals er því hækkun til málaflokksins vegna meðaltals launaþróunar á árinu 2015 8,2 milljarðar. Hækkun á bótum til aldraðra og öryrkja frá janúar 2015 – 2016 eru því samtals 18,5 milljarðar.26,8 milljarða hækkun Samtals skila aðgerðir á kjörtímabilinu því að bætur á næsta ári verða 26,8 milljörðum hærri en þær hefðu annars verið. Það eru 26,8 milljarðar sem fara beint til aldraða og öryrkja, samtals 17,1 % hækkun. Í lokafjárlögum síðustu ríkisstjórnar nam heildarfjármagn til almannatrygginga 77 milljörðum. Í fjárlögum núverandi ríkisstjórnar nemur heildarfjármagn 103 milljörðum. Margt hefur verið gert, en við verðum að halda áfram að gefa í. Þess vegna ítrekuðu þingmenn ríkisstjórnarinnar það í störfum þingsins núna í morgun að ríkisstjórnin eigi að tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund lágmarksgreiðslu á innan við 3 árum.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar