Kjúklingasúpa með sólþurrkuðum tómötum og kínóa Rikka skrifar 14. desember 2015 15:00 visir/RósaGuðbjarts Kjúklingasúpa með sólþurrkuðum tómötum og kínóa Það slær enginn hendinni á móti góðri kjúklingasúpu. Þessi súpa er mjög einföld og fljótleg í undirbúningi. Hér eru kínóagrjón (quinoa), sem eru reyndar frætegund, notuð í súpuna. Þau hafa slegið rækilega í gegn í heilsubransanum undanfarin ár. Fræin eru afar næringarrík, meðal annars full af próteini, kalki og járni og svo eru þau án glúteins sem margir vilja sleppa úr sínu mataræði. Kínóa er stökkt undir tönn og er með mildan hnetukeim. Það hentar mjög vel í súpur og aðra pottrétti. Í þessa súpu er tilvalið að nota afgang af kjúklingi og ef þörf er á er einfalt að auka kínóamagnið til að gera súpuna fyllri.1 msk. ólífuolía eða smjör1 rauðlaukur, sneiddur1 gulur laukur, sneiddur3 msk. rautt pestó1 líter kjúklingasoð500-600 g eldaður kjúklingur, niðurrifinn2 msk. sólþurrkaðir tómatar, smátt saxaðir2 dl kínóa, soðiðhandfylli fersk steinselja, gróft söxuðMeðlæti og skrautristaðar snittubrauðssneiðarfersk steinselja1. Mýkið rauðlauk og lauk í ólífuolíu eða smjöri í potti við vægan hita. 2. Blandið pestói saman við og bætið síðan kjúklingasoðið út í. 3. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og bætið kjúkling og sólþurrkuðum tómötum út í þar til kjúklingurinn hefur hitnað í gegn. 4. Bætið loks soðnu kínóa og ferskri steinselju saman við. 5. Berið fram með ristuðu snittubrauði.Kínóa - aðferð Mikilvægt er að skola grjónin/fræin fyrir eldun. Hellið köldu vatni yfir þau, veltið þeim aðeins upp úr vatninu. Skellið síðan í sigti og látið renna vel af þeim. Setjið síðan í pott með vatni í hlutföllunum 1 á móti 2, t.d. 1 dl ósoðin grjón og 2 dl vatn. Setjið örlítið salt í pottinn. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið malla í um 10 mínútur við lagan hita. Slökkvið undir og látið grjónin standa í pottinum með lokinu á í nokkrar mínútur þar til þau hafa drukkið í sig allan vökvann. Þá eru þau tilbúin. Heilsa Kjúklingur Súpur Uppskriftir Mest lesið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið
Kjúklingasúpa með sólþurrkuðum tómötum og kínóa Það slær enginn hendinni á móti góðri kjúklingasúpu. Þessi súpa er mjög einföld og fljótleg í undirbúningi. Hér eru kínóagrjón (quinoa), sem eru reyndar frætegund, notuð í súpuna. Þau hafa slegið rækilega í gegn í heilsubransanum undanfarin ár. Fræin eru afar næringarrík, meðal annars full af próteini, kalki og járni og svo eru þau án glúteins sem margir vilja sleppa úr sínu mataræði. Kínóa er stökkt undir tönn og er með mildan hnetukeim. Það hentar mjög vel í súpur og aðra pottrétti. Í þessa súpu er tilvalið að nota afgang af kjúklingi og ef þörf er á er einfalt að auka kínóamagnið til að gera súpuna fyllri.1 msk. ólífuolía eða smjör1 rauðlaukur, sneiddur1 gulur laukur, sneiddur3 msk. rautt pestó1 líter kjúklingasoð500-600 g eldaður kjúklingur, niðurrifinn2 msk. sólþurrkaðir tómatar, smátt saxaðir2 dl kínóa, soðiðhandfylli fersk steinselja, gróft söxuðMeðlæti og skrautristaðar snittubrauðssneiðarfersk steinselja1. Mýkið rauðlauk og lauk í ólífuolíu eða smjöri í potti við vægan hita. 2. Blandið pestói saman við og bætið síðan kjúklingasoðið út í. 3. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og bætið kjúkling og sólþurrkuðum tómötum út í þar til kjúklingurinn hefur hitnað í gegn. 4. Bætið loks soðnu kínóa og ferskri steinselju saman við. 5. Berið fram með ristuðu snittubrauði.Kínóa - aðferð Mikilvægt er að skola grjónin/fræin fyrir eldun. Hellið köldu vatni yfir þau, veltið þeim aðeins upp úr vatninu. Skellið síðan í sigti og látið renna vel af þeim. Setjið síðan í pott með vatni í hlutföllunum 1 á móti 2, t.d. 1 dl ósoðin grjón og 2 dl vatn. Setjið örlítið salt í pottinn. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið malla í um 10 mínútur við lagan hita. Slökkvið undir og látið grjónin standa í pottinum með lokinu á í nokkrar mínútur þar til þau hafa drukkið í sig allan vökvann. Þá eru þau tilbúin.
Heilsa Kjúklingur Súpur Uppskriftir Mest lesið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið