Warner Bros birtu í dag stiklu úr nýjustu myndinni sem ber heitið The Legend of Tarzan. Alexander Skarsgård er í aðalhlutverki auk þeirra Margot Robbie, Christoph Waltz, sem virðist leika vonda karlinn, og Samuel L. Jackson.
Kvikmyndin verður frumsýnd þann 1. júlí á næsta ári, en stikluna má sjá hér að neðan.