Hátíðlegt kjúklingasalat 11. desember 2015 10:00 Kjúklingasalat Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Í gær töfraði hann fram þriggja rétta matseðil sem kjörinn er á aðfangadag.Kjúklingasalat400 g úrbeinuð kjúklingalæri2 stk. negulnaglar2 stk. lárviðarlauf4 einiber1 tsk. laukduft1 msk. salt4 msk. ólífuolía Setjið negulnaglana, einiberin og lárviðarlaufin saman í mortel og steitið þar til allt er orðið fín malað. Bætið restinni af kryddunum út í mortelið og blandið öllu saman. Takið ca 1 msk af kryddunum til hliðar til að nota í sósuna. Hellið olíunni yfir kjúklinginn og nuddið kryddunum vel inn í hann. Gott er að geyma kjúklinginn yfir nótt í ísskáp með kryddunum á. Bakið kjúklinginn við 200 gráður í 20 mín. Takið hann út úr ofninum og kælið.Sósan fyrir kjúklinginn250 g majónes1 tsk. kryddblandan1 msk. worchestershire sósa½ hvítlauksrif (fínt rifið)½ sítróna (safinn)SjávarsaltSvartur pipar úr kvörn Blandið öllu hráefninu saman í skál og smakkið til með saltinu og piparnum.Smjördeigs botn1 plata myllu smjördeighvítlauksolíasjávarsalt Hitið ofninn upp í 220 gráður. Skerið plötuna í 4 bita. Penslið smjördeigið með hvítlauksolíu báðum megin. Setjið deigið á bökunarplötu með smjörpappír á og svo aðra bökunarplötu yfir svo að deigið lyfti sér ekki. Bakið í 10-15 mín.Meðlæti í og með salati1 box sveppir3 msk. steinselja (fínt skorinn)1 pakki beikonólífuolía1 poki klettasalatSjávarsaltSvartur pipar úr kvörnFerskur parmesan Skerið sveppina í 4-6 bita eftir stærð og steikið þá á pönnu upp úr ólífuolíunni þar til þeir eru orðnir gylltir að utan. Kryddið sveppina með salti og pipar og kælið. Skerið beikonið niður í litla bita og setjið á heita pönnu og steikið þar til beikonið er orðið stökkt. Hellið beikoninu á disk með þreföldu lagi af eldhúsrúllu á og látið kólna.Samsetning: Skerið kjúklinginn niður í bita og setjið hann í skál með sveppunum, og steinseljunni . Og smakkið blönduna til með salti og pipar eftir smekk. Setjið smá klettasalat á smjördeigið og bætið svo vel af kjúklingasalatinu ofan klettasalatið. Bætið svo beikoninu ofan á og rífið parmesan yfir eftir smekk. Eyþór Rúnarsson Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Í gær töfraði hann fram þriggja rétta matseðil sem kjörinn er á aðfangadag.Kjúklingasalat400 g úrbeinuð kjúklingalæri2 stk. negulnaglar2 stk. lárviðarlauf4 einiber1 tsk. laukduft1 msk. salt4 msk. ólífuolía Setjið negulnaglana, einiberin og lárviðarlaufin saman í mortel og steitið þar til allt er orðið fín malað. Bætið restinni af kryddunum út í mortelið og blandið öllu saman. Takið ca 1 msk af kryddunum til hliðar til að nota í sósuna. Hellið olíunni yfir kjúklinginn og nuddið kryddunum vel inn í hann. Gott er að geyma kjúklinginn yfir nótt í ísskáp með kryddunum á. Bakið kjúklinginn við 200 gráður í 20 mín. Takið hann út úr ofninum og kælið.Sósan fyrir kjúklinginn250 g majónes1 tsk. kryddblandan1 msk. worchestershire sósa½ hvítlauksrif (fínt rifið)½ sítróna (safinn)SjávarsaltSvartur pipar úr kvörn Blandið öllu hráefninu saman í skál og smakkið til með saltinu og piparnum.Smjördeigs botn1 plata myllu smjördeighvítlauksolíasjávarsalt Hitið ofninn upp í 220 gráður. Skerið plötuna í 4 bita. Penslið smjördeigið með hvítlauksolíu báðum megin. Setjið deigið á bökunarplötu með smjörpappír á og svo aðra bökunarplötu yfir svo að deigið lyfti sér ekki. Bakið í 10-15 mín.Meðlæti í og með salati1 box sveppir3 msk. steinselja (fínt skorinn)1 pakki beikonólífuolía1 poki klettasalatSjávarsaltSvartur pipar úr kvörnFerskur parmesan Skerið sveppina í 4-6 bita eftir stærð og steikið þá á pönnu upp úr ólífuolíunni þar til þeir eru orðnir gylltir að utan. Kryddið sveppina með salti og pipar og kælið. Skerið beikonið niður í litla bita og setjið á heita pönnu og steikið þar til beikonið er orðið stökkt. Hellið beikoninu á disk með þreföldu lagi af eldhúsrúllu á og látið kólna.Samsetning: Skerið kjúklinginn niður í bita og setjið hann í skál með sveppunum, og steinseljunni . Og smakkið blönduna til með salti og pipar eftir smekk. Setjið smá klettasalat á smjördeigið og bætið svo vel af kjúklingasalatinu ofan klettasalatið. Bætið svo beikoninu ofan á og rífið parmesan yfir eftir smekk.
Eyþór Rúnarsson Kjúklingur Salat Uppskriftir Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira