Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 09:05 Ríkissaksóknari hefur ákært parið. Vísir Ríkissaksóknari hefur ákært hollenskt par fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 8. september síðastliðinn staðið saman að innflutningi til Íslands á samtals 209.473 MDMA töflum, 10 kílóum af MDMA mulningi og 34,55 grömmum af amfetamíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Í ákærunni er parið sakað um að hafa flutt fíkniefnin frá Belgíu falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl af tegundinni Fiat um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem fíkniefnin fundust við leit. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Síðastliðinn þriðjudag staðfesti Hæstiréttur Íslands farbannsúrskurð yfir konunni. Samkvæmt honum verður hún í farbanni þar til dómur í máli hennar fellur en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. desember.Maðurinn játaði en konan neitar sök Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er að finna greinargerð ríkissaksóknara í málinu. Þar kemur fram að maðurinn játaði frá upphafi að hafa vitað af efnunum og sagðist vera burðardýr. Hann sagði konuna hins vegar ekki hafa vitað af efnunum. Konan neitaði sök frá upphafi. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að framburður parsins um þátt konunnar í málinu sé ótrúverðugur og sé á því byggt að konan hafi tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna.Skýrsla tekin af dóttur og nágranna Tók hollenska lögreglan skýrslu af dóttur konunnar og nágranna hennar. Báðar beri um að konan hafi sagt að hún og maðurinn væru á leið til Suður-Spánar í frí. Þá hafi ferðatilhögun verið með sérstökum hætti en fyrir liggi að parið hafi ekið um 500 kílómetra af leið í upphafi ferðar og hafi konan að mati ákæruvalds ekki gefið trúverðugar skýringar á því.Í fjárhagserfiðleikum en samt í dýra ferð til Íslands Loks hafi konan borið um að þau hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en ekki getað gefið skýringar á því hvernig þau gátu farið í dýrt ferðalag til Íslands. Konan sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 9. september til 13. október 2015 en farbanni frá þeim degi. Er maðurinn enn í gæsluvarðhaldi. Tengdar fréttir Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært hollenskt par fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa þriðjudaginn 8. september síðastliðinn staðið saman að innflutningi til Íslands á samtals 209.473 MDMA töflum, 10 kílóum af MDMA mulningi og 34,55 grömmum af amfetamíni ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Í ákærunni er parið sakað um að hafa flutt fíkniefnin frá Belgíu falin í varadekki, tveimur gaskútum og 14 niðursuðudósum í húsbíl af tegundinni Fiat um Holland, Þýskaland, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar þar sem fíkniefnin fundust við leit. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Síðastliðinn þriðjudag staðfesti Hæstiréttur Íslands farbannsúrskurð yfir konunni. Samkvæmt honum verður hún í farbanni þar til dómur í máli hennar fellur en þó ekki lengur en til miðvikudagsins 30. desember.Maðurinn játaði en konan neitar sök Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er að finna greinargerð ríkissaksóknara í málinu. Þar kemur fram að maðurinn játaði frá upphafi að hafa vitað af efnunum og sagðist vera burðardýr. Hann sagði konuna hins vegar ekki hafa vitað af efnunum. Konan neitaði sök frá upphafi. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að framburður parsins um þátt konunnar í málinu sé ótrúverðugur og sé á því byggt að konan hafi tekið þátt í innflutningi fíkniefnanna.Skýrsla tekin af dóttur og nágranna Tók hollenska lögreglan skýrslu af dóttur konunnar og nágranna hennar. Báðar beri um að konan hafi sagt að hún og maðurinn væru á leið til Suður-Spánar í frí. Þá hafi ferðatilhögun verið með sérstökum hætti en fyrir liggi að parið hafi ekið um 500 kílómetra af leið í upphafi ferðar og hafi konan að mati ákæruvalds ekki gefið trúverðugar skýringar á því.Í fjárhagserfiðleikum en samt í dýra ferð til Íslands Loks hafi konan borið um að þau hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en ekki getað gefið skýringar á því hvernig þau gátu farið í dýrt ferðalag til Íslands. Konan sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 9. september til 13. október 2015 en farbanni frá þeim degi. Er maðurinn enn í gæsluvarðhaldi.
Tengdar fréttir Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Segir augljóst að hollenska parið eigi sér vitorðsmenn á Íslandi Sveinn Andri Sveinsson segir lögregluna hafa gert hver mistökin á fætur öðrum í tengslum við fíkniefnafundinn mikla. 15. september 2015 15:17
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31