Vantar enn hálfan milljarð upp á Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2015 06:30 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í dag styrkveitingar sínar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir næsta ár. Nema þær samtals 142 milljónum króna og hafa aldrei verið meiri. Ríkissjóður hækkaði framlag sitt í sjóðinn í ár um 30 milljónir og nema þær nú 100 milljónum króna alls. Að öðru leyti er sjóðurinn fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá og eru heildartekjur sjóðsins næsta árið áætlaðar 140 milljónir króna. Þrátt fyrir hækkað framlag er ljóst að þörfin er meiri. Afrekssjóði ÍSÍ bárust umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ vegna landsliðverkefna og þá var sótt um styrki fyrir verkefni 86 einstaklinga. Samtals námu kostnaðaráætlanir umsóknaraðila samtals 1285 milljónum króna.Sjá einnig: Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Fyrr á þessu ári var skýrsla unnin á vegum sérstakrar nefndar hjá ÍSÍ sem mat fjárþörf íslensks afreksstarfs. Var niðurstaða hennar að hún væri ekki minna en 650 milljónir króna.Meiri skilningur en áður hjá ríkisvaldinu „Við erum þakklátir fyrir þá hækkun sem við fengum frá ríkisstjórninni. 30 milljónir eru miklir peningar,“ sagði Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Afrekssjóðsins, í samtali við Valtý Björn Valtýsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við þurfum að fá verulega hækkun [á framlagi ríkisstjórnar] en mér finnst að það sé meiri skilningur hjá ríkisvaldinu að það þurfi að styðja afreksstarfið meira en áður.“Nálgast ekki þá þörf sem er til staðar Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, tók undir orð Guðmundar og segir að síðustu ár hafi verið unnið að því hörðum höndum að fá meira fjármagn í afreksstarf íslenskra íþrótta. „Framlag ríkisins hefur fjórfaldast á fimm árum og við erum þakklát fyrir það. Það þarf bara miklu meira. Þetta nálgast ekki einu sinni þá þörf sem eru til staðar.“ Lárus segir að viðræður eigi sér enn stað við fulltrúa ríkisvaldsins um aukið framlag til málaflokksins enda sýni áðurnefnd skýrsla að mikið vantar upp á. „Menn vita að þessir peningar liggja ekki á lausu. Við höfum gert ráðherrum í ríkisstjórn grein fyrir þessari skýrslu og málið er til skoðunar. Við vonumst til þess að fá jákvæð viðbrögð.“Gætum þurft að ganga á höfuðstólinn „Við erum á kolröngum stað. Það þarf miklu hærri fjárhæðir þannig að þær skipti máli. Þú rekur ekki afreksstarf 30 sérsambanda á þessum fjárhæðum.“ Næsta ár er Ólympíuár og þá aukast fjárútlát ÍSÍ til muna. Ekki kom til aukafjárveitingar ríkisins vegna þessa en Lárus hefur ekki gefið upp alla von um það. „Við eigum í viðræðum við ríkið og vonandi skilar það árangri á næstu vikum. Ef ekki þá þarf að ganga á höfuðstól Afrekssjóðsins til að mæta auknum kostnaði [vegna Ólympíuleikanna].“Bókstafastyrkirnir úr sögunni Breyting var gerð á úthlutun Afrekssjóðsins í ár. Ekki er lengur veittir sérstakir A-, B- eða C-styrkir miðað við árangur landsliða eða einstaklinga. Fram kemur í tilkynningu ÍSÍ að enn sé miðað við styrkleikaflokkun í meðferð sjóðsins en að nú fái hvert sérsamband eða íþróttanefnd einn styrk fyrir allt sitt afreksstarf. Með því getur stjórn Afrekssjóðsins horfið ekki síður í afreksstefnur sérsambanda, útbreiðslu og afreksstig fremur en eingöngu árangur.Viðtal við Lárus L. Blöndal: Viðtal við Guðmund Ágúst Ingvarsson: Aðrar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tilkynnti í dag styrkveitingar sínar úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir næsta ár. Nema þær samtals 142 milljónum króna og hafa aldrei verið meiri. Ríkissjóður hækkaði framlag sitt í sjóðinn í ár um 30 milljónir og nema þær nú 100 milljónum króna alls. Að öðru leyti er sjóðurinn fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá og eru heildartekjur sjóðsins næsta árið áætlaðar 140 milljónir króna. Þrátt fyrir hækkað framlag er ljóst að þörfin er meiri. Afrekssjóði ÍSÍ bárust umsóknir frá 27 sérsamböndum og einni íþróttanefnd ÍSÍ vegna landsliðverkefna og þá var sótt um styrki fyrir verkefni 86 einstaklinga. Samtals námu kostnaðaráætlanir umsóknaraðila samtals 1285 milljónum króna.Sjá einnig: Handboltinn fær langmest frá Afrekssjóði ÍSÍ Fyrr á þessu ári var skýrsla unnin á vegum sérstakrar nefndar hjá ÍSÍ sem mat fjárþörf íslensks afreksstarfs. Var niðurstaða hennar að hún væri ekki minna en 650 milljónir króna.Meiri skilningur en áður hjá ríkisvaldinu „Við erum þakklátir fyrir þá hækkun sem við fengum frá ríkisstjórninni. 30 milljónir eru miklir peningar,“ sagði Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður Afrekssjóðsins, í samtali við Valtý Björn Valtýsson en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. „Við þurfum að fá verulega hækkun [á framlagi ríkisstjórnar] en mér finnst að það sé meiri skilningur hjá ríkisvaldinu að það þurfi að styðja afreksstarfið meira en áður.“Nálgast ekki þá þörf sem er til staðar Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, tók undir orð Guðmundar og segir að síðustu ár hafi verið unnið að því hörðum höndum að fá meira fjármagn í afreksstarf íslenskra íþrótta. „Framlag ríkisins hefur fjórfaldast á fimm árum og við erum þakklát fyrir það. Það þarf bara miklu meira. Þetta nálgast ekki einu sinni þá þörf sem eru til staðar.“ Lárus segir að viðræður eigi sér enn stað við fulltrúa ríkisvaldsins um aukið framlag til málaflokksins enda sýni áðurnefnd skýrsla að mikið vantar upp á. „Menn vita að þessir peningar liggja ekki á lausu. Við höfum gert ráðherrum í ríkisstjórn grein fyrir þessari skýrslu og málið er til skoðunar. Við vonumst til þess að fá jákvæð viðbrögð.“Gætum þurft að ganga á höfuðstólinn „Við erum á kolröngum stað. Það þarf miklu hærri fjárhæðir þannig að þær skipti máli. Þú rekur ekki afreksstarf 30 sérsambanda á þessum fjárhæðum.“ Næsta ár er Ólympíuár og þá aukast fjárútlát ÍSÍ til muna. Ekki kom til aukafjárveitingar ríkisins vegna þessa en Lárus hefur ekki gefið upp alla von um það. „Við eigum í viðræðum við ríkið og vonandi skilar það árangri á næstu vikum. Ef ekki þá þarf að ganga á höfuðstól Afrekssjóðsins til að mæta auknum kostnaði [vegna Ólympíuleikanna].“Bókstafastyrkirnir úr sögunni Breyting var gerð á úthlutun Afrekssjóðsins í ár. Ekki er lengur veittir sérstakir A-, B- eða C-styrkir miðað við árangur landsliða eða einstaklinga. Fram kemur í tilkynningu ÍSÍ að enn sé miðað við styrkleikaflokkun í meðferð sjóðsins en að nú fái hvert sérsamband eða íþróttanefnd einn styrk fyrir allt sitt afreksstarf. Með því getur stjórn Afrekssjóðsins horfið ekki síður í afreksstefnur sérsambanda, útbreiðslu og afreksstig fremur en eingöngu árangur.Viðtal við Lárus L. Blöndal: Viðtal við Guðmund Ágúst Ingvarsson:
Aðrar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira