Kom úr skápnum sem klæðskiptingur: „Manneskjan er að klæða sig og mála sig því henni finnst það flott“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2015 21:46 Þórður Hermannsson er ósköp ungur venjulegur maður. Hann er tónlistarmaður, forritari og faðir en suma daga er hann einfaldlega í meira stuði til að fara í pilsi í vinnuna en buxum. Hann segir lengi vel hafi hann fengið útrás fyrir þörfina til að klæða sig í kvenmannsföt á grímuböllum og dragkeppnum. Til að mynda klæddist hann kjól á aðfangadag sem barnsmóðir hans gaf honum. Rætt var við Þórð í Ísland í dag. „Ég hafði fengið mörg skilaboð frá vinum mínum sem voru að spyrja hvað þetta væri nákvæmlega. Ég hef sett myndir af mér af og til þar sem ég er í dressi, málaður og svo framvegis. Þannig ég ákvað að birta status til að útskýra aðeins hvernig þetta hefur virkað og hvernig mér hefur liðið,“ segir Þórður. Í hugum margra eru klæðskipti, og það að mála sig, oftar en ekki tengt einhverju kynferðislegu. Það sé ávallt gert til þess að fanga athygli einhvers annars til að svara löngunum einhvers annars. „Mér finnst það bara gera lítið úr því sem manneskjan er að gera. Hún er að klæða sig upp og mála sig af því henni finnst það flott,“ segir Þórður. Áður fylgdi því talsverð vinna fyrir Þórð að standa klæðskiptunum þar sem hann reyndi að halda þeim leyndu fyrir öllum í kringum sig. Hann hafi gert þetta þegar hann var einn heima eða síðla kvölds og síðan hafi hann alltaf þurft að passa sig á að enginn kæmist að þessu daginn eftir. Það sé búið núna og stundum láti hann sér nægja að setja á sig maskara áður en haldið er úr húsi. „Barnsmóðir mín hefur stutt mig mjög mikið í þessu öllu,“ en þau eru svipað há og hann getur fengið föt lánuð frá henni. Á aðfangadag voru þau bæði klædd í kjól. Barnsmóðir hans á tvær dætur fyrir og þau ræddu um þetta við þær og útskýrðu stöðuna. „Ég vildi ekki að neinum liði óþægilega með þetta en þær eru náttúrulega svo kúl og við áttum yndisleg jól saman.“ Viðtalið við Þórð er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig...Posted by Þórður Hermannsson on Sunday, 27 December 2015 Ísland í dag Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira
Þórður Hermannsson er ósköp ungur venjulegur maður. Hann er tónlistarmaður, forritari og faðir en suma daga er hann einfaldlega í meira stuði til að fara í pilsi í vinnuna en buxum. Hann segir lengi vel hafi hann fengið útrás fyrir þörfina til að klæða sig í kvenmannsföt á grímuböllum og dragkeppnum. Til að mynda klæddist hann kjól á aðfangadag sem barnsmóðir hans gaf honum. Rætt var við Þórð í Ísland í dag. „Ég hafði fengið mörg skilaboð frá vinum mínum sem voru að spyrja hvað þetta væri nákvæmlega. Ég hef sett myndir af mér af og til þar sem ég er í dressi, málaður og svo framvegis. Þannig ég ákvað að birta status til að útskýra aðeins hvernig þetta hefur virkað og hvernig mér hefur liðið,“ segir Þórður. Í hugum margra eru klæðskipti, og það að mála sig, oftar en ekki tengt einhverju kynferðislegu. Það sé ávallt gert til þess að fanga athygli einhvers annars til að svara löngunum einhvers annars. „Mér finnst það bara gera lítið úr því sem manneskjan er að gera. Hún er að klæða sig upp og mála sig af því henni finnst það flott,“ segir Þórður. Áður fylgdi því talsverð vinna fyrir Þórð að standa klæðskiptunum þar sem hann reyndi að halda þeim leyndu fyrir öllum í kringum sig. Hann hafi gert þetta þegar hann var einn heima eða síðla kvölds og síðan hafi hann alltaf þurft að passa sig á að enginn kæmist að þessu daginn eftir. Það sé búið núna og stundum láti hann sér nægja að setja á sig maskara áður en haldið er úr húsi. „Barnsmóðir mín hefur stutt mig mjög mikið í þessu öllu,“ en þau eru svipað há og hann getur fengið föt lánuð frá henni. Á aðfangadag voru þau bæði klædd í kjól. Barnsmóðir hans á tvær dætur fyrir og þau ræddu um þetta við þær og útskýrðu stöðuna. „Ég vildi ekki að neinum liði óþægilega með þetta en þær eru náttúrulega svo kúl og við áttum yndisleg jól saman.“ Viðtalið við Þórð er hægt að sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.Ok ég er að spá í að koma út með þetta svona fyrir fullt og allt. Margir búnir að vera að spyrja á chat og svona þannig...Posted by Þórður Hermannsson on Sunday, 27 December 2015
Ísland í dag Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Sjá meira