Lét ekkert stoppa sig og tók hliðið með sér í markið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 17:15 Christof Innerhofer. Vísir/Getty Ítalski skíðamaðurinn Christof Innerhofer lenti í óheppilegri og óvenjulegri aðstöðu í bruni karla í heimsbikar karla á skíðum í dag. Það stoppaði þó ekki kappann. Atvikið gerðist í Santa Caterina á Ítalíu þar sem brunkeppnin fór fram en mótið var hluti af heimsbikar karla og því var mikið undir í brekkunni í dag. Hinn 31 árs gamli Christof Innerhofer kláraði brautina og náði fjórða sætinu þrátt fyrir að fara niður hluta brekkunnar með aukahlut um hálsinn. Christof Innerhofer krækti nefnilega í eitt hliðið í brautinni eftir 46 sekúndur með þeim afleiðingum að það var fast á honum það sem eftir var ferðarinnar. Innerhofer kom á 130 kílómetra hraða inn í beygju á brautunni og náði að veiða hliðið en hélt sér á skíðunum og á fullri ferð. Innerhofer gat lítið gert annað en annaðhvort að hætta eða halda áfram með hliðið um hálsinn. Hann lét slag standa og hélt ótrauður áfram. Síðustu mínútuna í brautinni var hann því með hliðið á sér. Það munaði aðeins sjö hundraðshlutum að Innerhofer kæmist á pall en Frakkinn David Poisson tók bronsið. Christof Innerhofer vann silfur í bruni á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í risasvigi. Hér fyrir meðan má sjá myndbönd af þessum furðulega atviki.Hér má sjá atvikið Hér má sjá alla ferðina hans Christof #Innerhofer macht den Superman! Platz 4 mit diesem Höllenritt: https://t.co/AtjaEmzSGo pic.twitter.com/eO4K6vqrEC— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Christof #Innerhofer rast mit Torstange hinab und richtet sich bei 120 km/h die Brille. https://t.co/vxoN4S8HFs pic.twitter.com/Fb6OhvbDpq— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Íþróttir Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira
Ítalski skíðamaðurinn Christof Innerhofer lenti í óheppilegri og óvenjulegri aðstöðu í bruni karla í heimsbikar karla á skíðum í dag. Það stoppaði þó ekki kappann. Atvikið gerðist í Santa Caterina á Ítalíu þar sem brunkeppnin fór fram en mótið var hluti af heimsbikar karla og því var mikið undir í brekkunni í dag. Hinn 31 árs gamli Christof Innerhofer kláraði brautina og náði fjórða sætinu þrátt fyrir að fara niður hluta brekkunnar með aukahlut um hálsinn. Christof Innerhofer krækti nefnilega í eitt hliðið í brautinni eftir 46 sekúndur með þeim afleiðingum að það var fast á honum það sem eftir var ferðarinnar. Innerhofer kom á 130 kílómetra hraða inn í beygju á brautunni og náði að veiða hliðið en hélt sér á skíðunum og á fullri ferð. Innerhofer gat lítið gert annað en annaðhvort að hætta eða halda áfram með hliðið um hálsinn. Hann lét slag standa og hélt ótrauður áfram. Síðustu mínútuna í brautinni var hann því með hliðið á sér. Það munaði aðeins sjö hundraðshlutum að Innerhofer kæmist á pall en Frakkinn David Poisson tók bronsið. Christof Innerhofer vann silfur í bruni á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í risasvigi. Hér fyrir meðan má sjá myndbönd af þessum furðulega atviki.Hér má sjá atvikið Hér má sjá alla ferðina hans Christof #Innerhofer macht den Superman! Platz 4 mit diesem Höllenritt: https://t.co/AtjaEmzSGo pic.twitter.com/eO4K6vqrEC— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Christof #Innerhofer rast mit Torstange hinab und richtet sich bei 120 km/h die Brille. https://t.co/vxoN4S8HFs pic.twitter.com/Fb6OhvbDpq— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015
Íþróttir Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sjá meira