Frjáls verslun: Árni Oddur maður ársins í atvinnulífinu Atli Ísleifsson skrifar 29. desember 2015 11:31 Árni Oddur settist í stjórn Marels árið 2005 og síðar sama ár varð hann stjórnarformaður. Hann varð forstjóri Marels í byrjun nóvember árið 2013. Vísir/Valli Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. Í tilkynningu frá Frjálri verslun segir að kaup Marels á hollenska fyrirtækinu MPS í nóvember síðastliðinn hafi verið mjög vel útfærð og endurskipulagning Marels undir stjórn Árna hafi reynst mjög árangursrík. „Í mati dómnefndar kemur fram að Árni hlýtur þennan heiður fyrir stórhug, áræði, útsjónarsemi, framúrskarandi hæfileika í stjórnun og framsæknar fjárfestingar sem gert hafa Marel að eftirsóknarverðum kosti á hlutabréfamarkaði og fært það í fremstu röð fyrirtækja í heiminum á sínu sviði. Undir stjórn Árna hefur reksturinn verið einfaldaður, verksmiðjum fækkað, markaðssókn gerð markvissari, vöruframboð einfaldað og framleiðsla félagsins gerð skilvirkari. Marel hefur um árabil verið eitt af stærstu og vinsælustu fyrirtækjum landsins. Velta þess á síðasta ári var um 111 milljarðar króna, hagnaður um 2,6 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 50%. Fyrirtækið rekur eigin starfsstöðvar í 32 löndum og starfsmenn eru um 4.700 talsins. Tekjur félagsins eftir kaupin á MPS eru áætlaðar einn milljarður evra, eða um 141 milljarður króna. Árni settist í stjórn Marels árið 2005 og síðar sama ár varð hann stjórnarformaður. Hann varð forstjóri Marels í byrjun nóvember árið 2013. Þess má geta að árið 2005, þegar Árni settist í stjórnina, var velta Marels um 130 milljónir evra, rúmir 18 milljarðar króna. Eiginkona Árna er Eyrún Lind Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn, Elínu Maríu og Þórð. Fjölgunar er að vænta í fjölskyldunni innan skamms, þar sem þau Árni og Eyrún Lind eiga von á stúlkubarni í byrjun janúar. Í umfangsmiklu viðtali við Árna Odd í áramótablaði Frjálsrar verslunar kemur fram að hann hyggst taka sér barneignafrí eftir áramótin og fara í fæðingarorlof,“ segir í tilkynningunni.Verðlaunin verða afhent formlega klukkan 16 á Radisson Hótel Sögu í dag. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, er maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2015, að mati Frjálsrar verslunar. Í tilkynningu frá Frjálri verslun segir að kaup Marels á hollenska fyrirtækinu MPS í nóvember síðastliðinn hafi verið mjög vel útfærð og endurskipulagning Marels undir stjórn Árna hafi reynst mjög árangursrík. „Í mati dómnefndar kemur fram að Árni hlýtur þennan heiður fyrir stórhug, áræði, útsjónarsemi, framúrskarandi hæfileika í stjórnun og framsæknar fjárfestingar sem gert hafa Marel að eftirsóknarverðum kosti á hlutabréfamarkaði og fært það í fremstu röð fyrirtækja í heiminum á sínu sviði. Undir stjórn Árna hefur reksturinn verið einfaldaður, verksmiðjum fækkað, markaðssókn gerð markvissari, vöruframboð einfaldað og framleiðsla félagsins gerð skilvirkari. Marel hefur um árabil verið eitt af stærstu og vinsælustu fyrirtækjum landsins. Velta þess á síðasta ári var um 111 milljarðar króna, hagnaður um 2,6 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 50%. Fyrirtækið rekur eigin starfsstöðvar í 32 löndum og starfsmenn eru um 4.700 talsins. Tekjur félagsins eftir kaupin á MPS eru áætlaðar einn milljarður evra, eða um 141 milljarður króna. Árni settist í stjórn Marels árið 2005 og síðar sama ár varð hann stjórnarformaður. Hann varð forstjóri Marels í byrjun nóvember árið 2013. Þess má geta að árið 2005, þegar Árni settist í stjórnina, var velta Marels um 130 milljónir evra, rúmir 18 milljarðar króna. Eiginkona Árna er Eyrún Lind Magnúsdóttir og eiga þau tvö börn, Elínu Maríu og Þórð. Fjölgunar er að vænta í fjölskyldunni innan skamms, þar sem þau Árni og Eyrún Lind eiga von á stúlkubarni í byrjun janúar. Í umfangsmiklu viðtali við Árna Odd í áramótablaði Frjálsrar verslunar kemur fram að hann hyggst taka sér barneignafrí eftir áramótin og fara í fæðingarorlof,“ segir í tilkynningunni.Verðlaunin verða afhent formlega klukkan 16 á Radisson Hótel Sögu í dag.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Sjá meira