Bandaríska tímaritið Variety segir næsta verkefni breska leikstjórans Christopher Nolan vera kvikmyndina Dunkirk. Myndin mun segja frá rýmingu á frönsku borginni Dunkirk í seinni heimstyrjöldinni en myndin verður byggð á handriti Nolans.
Hann er sagður í viðræðum við leikarana Mark Rylance, Kenneth Branagh og Tom Hardy en talið er að ungir og óþekktir leikarar muni fara með aðalhlutverk myndarinnar. Ásamt því að leikstýra myndinni og skrifa handritið mun Nolan einnig framleiða kvikmyndina ásamt Emmu Thomas.
Kvikmyndaverið Warner Bros hefur áætlað að frumsýna myndina 21. júlí árið 2017.
Næsta mynd Nolans gerist í seinni heimstyrjöldinni

Tengdar fréttir

Næsta mynd Nolans frumsýnd 2017
Warner Bros gefa hana út.

Memento verður endurgerð
Segjast ætla að segja söguna á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt og Christopher Nolan.