Fékk fyrstu Honda þotuna í jólagjöf Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 14:32 Fyrsta þota Honda afhent á jóladag. Autoblog Honda afhenti fyrstu þotu dótturfyrirtækis síns, HondaJet, á jóladagskvöld og með því færði kaupandinn sjálfum sér myndarlega jólagjöf. Honda hefur unnið að smíði þessarar vélar allt frá því á níunda áratug síðustu aldar, en þróun þessarar nýju tilteknu gerðar hófst fyrir alvöru fyrir síðustu aldamót. Því má segja að meðgöngutími hennar sé í lengra lagi. Þotan hefur fengið heitið HondaJet HA-420 og er um 13 metra löng og með um 12 metra vænghaf. Hámarkshraði hennar er 777 km/klst. Þotuhreyflar vélarinnar eru smíði Honda í samstarfi við General Electric og hvorir tveggja hreyflar hennar eru færir um 2.000 punda þrýstigetu. Honda smíðar þessar vélar í Bandaríkjunum og Honda hefur komið sér upp söluneti þessara véla þarlendis, en þær verða einnig seldar í Asíu og í Evrópu. Honda er ekki einhamt fyrirtæki er kemur að smíði farartækja, en nú smíðar Honda, bíla, mótorhjól, flutningabíla, þotur, báta, bátsvélar og sláttuvélar, svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Honda afhenti fyrstu þotu dótturfyrirtækis síns, HondaJet, á jóladagskvöld og með því færði kaupandinn sjálfum sér myndarlega jólagjöf. Honda hefur unnið að smíði þessarar vélar allt frá því á níunda áratug síðustu aldar, en þróun þessarar nýju tilteknu gerðar hófst fyrir alvöru fyrir síðustu aldamót. Því má segja að meðgöngutími hennar sé í lengra lagi. Þotan hefur fengið heitið HondaJet HA-420 og er um 13 metra löng og með um 12 metra vænghaf. Hámarkshraði hennar er 777 km/klst. Þotuhreyflar vélarinnar eru smíði Honda í samstarfi við General Electric og hvorir tveggja hreyflar hennar eru færir um 2.000 punda þrýstigetu. Honda smíðar þessar vélar í Bandaríkjunum og Honda hefur komið sér upp söluneti þessara véla þarlendis, en þær verða einnig seldar í Asíu og í Evrópu. Honda er ekki einhamt fyrirtæki er kemur að smíði farartækja, en nú smíðar Honda, bíla, mótorhjól, flutningabíla, þotur, báta, bátsvélar og sláttuvélar, svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent