Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz í Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 10:22 Loks er að koma einhver mynd á hverjir munu verða nýir þáttastjórnendur hins vinsæla bílaþáttar Top Gear. Ljóst var fyrir nokkru að Chris Evans færi fyrir þáttastjórnuninni, en við hann munu bætast Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz. Chris Harris þekkja sumir bílaáhugamenn úr fjölmörgum bílamyndskeiðum sem hann hefur birt á YouTube undir nafninu Drive og Chris Harris on Cars. David Coulthard er fyrrum Formúlu 1 ökumaður og Sabine Schmitz er þýsk keppnisökukona sem mikið hefur sést í sjónvarpi. Hefur hún margsinnis komið við sögu í Top Gear þáttunum á meðan þeim var stjórnað af Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Fyrsti þátturinn undir stjórn þessara nýju fjórmenninga verður sýndur 8. maí og fyrsta þáttaröð þeirra telur eina 16 þætti. Í myndskeiðinu að ofan sést Chris Harris prófa Porsche 991 GT3 RS. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
Loks er að koma einhver mynd á hverjir munu verða nýir þáttastjórnendur hins vinsæla bílaþáttar Top Gear. Ljóst var fyrir nokkru að Chris Evans færi fyrir þáttastjórnuninni, en við hann munu bætast Chris Harris, David Coulthard og Sabine Schmitz. Chris Harris þekkja sumir bílaáhugamenn úr fjölmörgum bílamyndskeiðum sem hann hefur birt á YouTube undir nafninu Drive og Chris Harris on Cars. David Coulthard er fyrrum Formúlu 1 ökumaður og Sabine Schmitz er þýsk keppnisökukona sem mikið hefur sést í sjónvarpi. Hefur hún margsinnis komið við sögu í Top Gear þáttunum á meðan þeim var stjórnað af Jeremy Clarkson, James May og Richard Hammond. Fyrsti þátturinn undir stjórn þessara nýju fjórmenninga verður sýndur 8. maí og fyrsta þáttaröð þeirra telur eina 16 þætti. Í myndskeiðinu að ofan sést Chris Harris prófa Porsche 991 GT3 RS.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent