100 ár Árni Páll Árnason skrifar 28. desember 2015 00:00 Á líðandi ári fögnuðum við öll 100 ára kosningarétti kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Hvort er öðru tengt: Með kosningarétti fátækra karla og eignameiri kvenna skapaðist fyrst forsenda fyrir annars konar stjórnmálaflokkum en gömlum forréttindaflokkum. Stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna er því afsprengi almennari kosningaréttar og nýs valds þeirra hópa sem fram að því höfðu verið hornreka í íslensku samfélagi. Það eru stjórnmál sem tengja saman skynsemi og réttlæti, hug og hjarta. Í 100 ár höfum við barist fyrir stærstu framfaraskrefum íslenskrar þjóðar. Almenn lýðréttindi, vinnuvernd, almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, húsnæði, orlofsréttindi, lífeyrisréttindi, baráttan gegn kynbundnum launamun, aðgangur allra að menntun og heilbrigðisþjónustu, frjáls samkeppni og barátta gegn einokun og hringamyndun og opnun milliríkjaviðskipta: Allt hafa þetta verið baráttumál jafnaðarfólks í heila öld. Íslenskt samfélag er óþekkjanlegt frá því sem var fyrir 100 árum síðan og ekki síst fyrir baráttu jafnaðarfólks og verkalýðshreyfingar. En verkefnin verða áfram til. Ný tækni og opin landamæri hafa aukið möguleika fyrir venjulegt fólk til aukinna áhrifa, en þau hafa líka dregið úr félagslegri samstöðu og ýtt undir efnalega misskiptingu. Forréttindaklíkur reyna enn sem fyrr að byggja múra um íslenskt efnahagslíf til að verjast samkeppni og skammta launafólki þannig lakari kjör en bjóðast í nágrannalöndunum. Svar jafnaðarfólks er enn sem fyrr opnun landamæra og samstaða með meðbræðrum og systrum um allan heim. Við trúum því enn sem fyrr að það sé betra að bæta hag allra en byggja múra í kringum okkur sjálf. Jafnaðarstefna 21. aldarinnar mun snúast um að nýta það einstaklingsfrelsi sem lýðræði, tækniframfarir og opnun landamæra hafa gert mögulegt, án þess þó að fórna því frelsi frá skorti og fátækt sem okkur tókst að auka í krafti almennrar samstöðu á liðinni öld. Með hug og hjarta berjumst við áfram fyrir tækifærum fyrir alla og réttlátri skiptingu landsins gæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Á líðandi ári fögnuðum við öll 100 ára kosningarétti kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Hvort er öðru tengt: Með kosningarétti fátækra karla og eignameiri kvenna skapaðist fyrst forsenda fyrir annars konar stjórnmálaflokkum en gömlum forréttindaflokkum. Stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna er því afsprengi almennari kosningaréttar og nýs valds þeirra hópa sem fram að því höfðu verið hornreka í íslensku samfélagi. Það eru stjórnmál sem tengja saman skynsemi og réttlæti, hug og hjarta. Í 100 ár höfum við barist fyrir stærstu framfaraskrefum íslenskrar þjóðar. Almenn lýðréttindi, vinnuvernd, almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, húsnæði, orlofsréttindi, lífeyrisréttindi, baráttan gegn kynbundnum launamun, aðgangur allra að menntun og heilbrigðisþjónustu, frjáls samkeppni og barátta gegn einokun og hringamyndun og opnun milliríkjaviðskipta: Allt hafa þetta verið baráttumál jafnaðarfólks í heila öld. Íslenskt samfélag er óþekkjanlegt frá því sem var fyrir 100 árum síðan og ekki síst fyrir baráttu jafnaðarfólks og verkalýðshreyfingar. En verkefnin verða áfram til. Ný tækni og opin landamæri hafa aukið möguleika fyrir venjulegt fólk til aukinna áhrifa, en þau hafa líka dregið úr félagslegri samstöðu og ýtt undir efnalega misskiptingu. Forréttindaklíkur reyna enn sem fyrr að byggja múra um íslenskt efnahagslíf til að verjast samkeppni og skammta launafólki þannig lakari kjör en bjóðast í nágrannalöndunum. Svar jafnaðarfólks er enn sem fyrr opnun landamæra og samstaða með meðbræðrum og systrum um allan heim. Við trúum því enn sem fyrr að það sé betra að bæta hag allra en byggja múra í kringum okkur sjálf. Jafnaðarstefna 21. aldarinnar mun snúast um að nýta það einstaklingsfrelsi sem lýðræði, tækniframfarir og opnun landamæra hafa gert mögulegt, án þess þó að fórna því frelsi frá skorti og fátækt sem okkur tókst að auka í krafti almennrar samstöðu á liðinni öld. Með hug og hjarta berjumst við áfram fyrir tækifærum fyrir alla og réttlátri skiptingu landsins gæða.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar