Segir að orð forsetans um fátækt skýrist á gamlársdagsmorgun Bjarki Ármannsson skrifar 27. desember 2015 18:31 Þorsteinn Pálsson spáir í það hvort Ólafur Ragnar muni skrifa undir fjárlagafrumvarpið í ár. Vísir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í grein sinni á fréttasíðunni Hringbraut að forseti Íslands getur ekki verið bæði með og á móti eigin fjárlögum. Hann segir að orð forsetans um nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar muni skýrast á gamlársdag, þegar forsetinn annað hvort skrifar undir frumvarpið eða ekki. Þorsteinn vísar þarna til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í kvöldfréttum RÚV stuttu fyrir jól þar sem hann var spurður út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt. Sagði Ólafur Ragnar að aldraðir og öryrkjar ættu ekki að þurfa að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð – það væri merki um að við hefðum ekki staðið okkur sem þjóð.Sjá einnig: Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Einhverjir tóku þessum ummælum sem gagnrýni á stjórnarmeirihlutann og það að hann hafi fellt breytingartillöguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn þeirra en hann svaraði forsetanum fullum hálsi á Twitter-síðu sinni:Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAÞorsteinn bendir á það að fjárlagafrumvarpið verði ekki að lögum nema með undirskrift forsetans á gamlársdagsmorgun. Það hljóti að koma í ljós þá hvort forsetinn hafi ætlað orðum sínum að vera hvöss gagnrýni á ríkisstjórnina eða ekki. „Stríði efni frumvarpsins gegn skoðunum eða samvisku forsetans eða hann telur að gjá sé milli þings og þjóðar um efni þess neitar hann að fallast á tillöguna og undirritar ekki frumvarpið,“ skrifar Þorsteinn. „Hafni forsetinn tillögu fjármálaráðherra fer ekki milli mála að svarið í sjónvarpinu var hvöss gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eins og spurt var um. Fari mál aftur á móti svo á gamlaársdagsmorgun að forseti fallist á tillöguna og undirriti lögin hefur svarið af hans hálfu annað hvort ekki verið hugsað sem gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eða hann hefur beinlínis dregið í land með þau orð sem féllu.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á það í grein sinni á fréttasíðunni Hringbraut að forseti Íslands getur ekki verið bæði með og á móti eigin fjárlögum. Hann segir að orð forsetans um nýtt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar muni skýrast á gamlársdag, þegar forsetinn annað hvort skrifar undir frumvarpið eða ekki. Þorsteinn vísar þarna til orða Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í kvöldfréttum RÚV stuttu fyrir jól þar sem hann var spurður út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt. Sagði Ólafur Ragnar að aldraðir og öryrkjar ættu ekki að þurfa að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð – það væri merki um að við hefðum ekki staðið okkur sem þjóð.Sjá einnig: Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Einhverjir tóku þessum ummælum sem gagnrýni á stjórnarmeirihlutann og það að hann hafi fellt breytingartillöguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var einn þeirra en hann svaraði forsetanum fullum hálsi á Twitter-síðu sinni:Sýnist ÓRG vilja nýja forgangsröðun. Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem vesluborðin svigna?— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) December 22, 2015 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/GVAÞorsteinn bendir á það að fjárlagafrumvarpið verði ekki að lögum nema með undirskrift forsetans á gamlársdagsmorgun. Það hljóti að koma í ljós þá hvort forsetinn hafi ætlað orðum sínum að vera hvöss gagnrýni á ríkisstjórnina eða ekki. „Stríði efni frumvarpsins gegn skoðunum eða samvisku forsetans eða hann telur að gjá sé milli þings og þjóðar um efni þess neitar hann að fallast á tillöguna og undirritar ekki frumvarpið,“ skrifar Þorsteinn. „Hafni forsetinn tillögu fjármálaráðherra fer ekki milli mála að svarið í sjónvarpinu var hvöss gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eins og spurt var um. Fari mál aftur á móti svo á gamlaársdagsmorgun að forseti fallist á tillöguna og undirriti lögin hefur svarið af hans hálfu annað hvort ekki verið hugsað sem gagnrýni og stuðningur við tillögu stjórnarandstöðunnar eða hann hefur beinlínis dregið í land með þau orð sem féllu.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14 Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum Gísli Marteinn rís upp Bjarna Benediktssyni til varnar í hressilegum deilum á Twitter. 23. desember 2015 11:14
Bjarni skýtur föstum skotum á Ólaf Ragnar „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 22. desember 2015 21:07