Vegabréfin tekin og laun ekki greidd Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. desember 2015 08:00 Ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Sigríður segir sérstakt mansalsteymi myndað eftir áramót. Þolendur eru hátt í tuttugu á árinu og flestir þeirra verkamenn. vísir/ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir flesta þeirra hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint sem mansalsþolendur á árinu hafa verið lokkaða hingað til lands. Í sumum tilfellum hafi vegabréfin verið tekin af þeim og laun ekki greidd. Flest starfanna sem einstaklingarnir voru lokkaðir til voru verkamannastörf. „Um er að ræða hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan hefur skilgreint sem mansalsþolendur en mál þeirra, fyrir utan tvo, hefur ekki verið hægt að taka til rannsóknar vegna mismunandi ástæðna; sumir þolendur vildu fara af landi brott sem fyrst m.a með aðstoð sendiráðs eða óttuðust að greina frá aðstöðu sinni. Þessir einstaklingar bjuggu flestir við það að hafa verið lokkaðir hingað til lands og í sumum tilfellum voru vegabréf tekin af þeim og laun ekki greidd. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga sem starfa eða störfuðu við verkamannastörf hér á landi.“ Sigríður segir frá því að til þess að ná betur utan um málaflokkinn verði myndað mansalsteymi innan lögreglunnar. Þar sem fjármagn fylgdi ekki aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali þá muni rannsóknir á mansali draga mannafla frá öðrum málaflokkum nema að brugðist verði við með viðbótarfjármögnun. „Í byrjun nýs árs verður innleitt nýtt skipulag í rannsóknardeild embættisins. Að ná betur utan um þennan málaflokk er eitt af þeim markmiðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ná með þeim breytingum. Sérstakur lögreglufulltrúi verður ráðinn í byrjun árs, til eins árs, til að halda utan um málaflokkinn. Þeir rannsóknarlögreglumenn sem koma að mansalsrannsóknum hverju sinni mynda teymið með lögreglufulltrúanum. Fjöldi þeirra fer eftir verkefnum hverju sinni en æskilegt er að 2-3 rannsóknarlögreglumenn sinni þessum málaflokki að jafnaði. Eins og staðan er í dag mun aukin áhersla á þennan málaflokk draga mannafla frá öðrum málaflokkum ef ekki verður brugðist við með viðbótarfjárveitingu.“ Mansal í Vík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir flesta þeirra hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint sem mansalsþolendur á árinu hafa verið lokkaða hingað til lands. Í sumum tilfellum hafi vegabréfin verið tekin af þeim og laun ekki greidd. Flest starfanna sem einstaklingarnir voru lokkaðir til voru verkamannastörf. „Um er að ræða hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan hefur skilgreint sem mansalsþolendur en mál þeirra, fyrir utan tvo, hefur ekki verið hægt að taka til rannsóknar vegna mismunandi ástæðna; sumir þolendur vildu fara af landi brott sem fyrst m.a með aðstoð sendiráðs eða óttuðust að greina frá aðstöðu sinni. Þessir einstaklingar bjuggu flestir við það að hafa verið lokkaðir hingað til lands og í sumum tilfellum voru vegabréf tekin af þeim og laun ekki greidd. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga sem starfa eða störfuðu við verkamannastörf hér á landi.“ Sigríður segir frá því að til þess að ná betur utan um málaflokkinn verði myndað mansalsteymi innan lögreglunnar. Þar sem fjármagn fylgdi ekki aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali þá muni rannsóknir á mansali draga mannafla frá öðrum málaflokkum nema að brugðist verði við með viðbótarfjármögnun. „Í byrjun nýs árs verður innleitt nýtt skipulag í rannsóknardeild embættisins. Að ná betur utan um þennan málaflokk er eitt af þeim markmiðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ná með þeim breytingum. Sérstakur lögreglufulltrúi verður ráðinn í byrjun árs, til eins árs, til að halda utan um málaflokkinn. Þeir rannsóknarlögreglumenn sem koma að mansalsrannsóknum hverju sinni mynda teymið með lögreglufulltrúanum. Fjöldi þeirra fer eftir verkefnum hverju sinni en æskilegt er að 2-3 rannsóknarlögreglumenn sinni þessum málaflokki að jafnaði. Eins og staðan er í dag mun aukin áhersla á þennan málaflokk draga mannafla frá öðrum málaflokkum ef ekki verður brugðist við með viðbótarfjárveitingu.“
Mansal í Vík Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent