Erlent

Páfinn fordæmdi hryðjuverkárásir

Birgir Olgeirsson skrifar
Páfinn flytur ávarp sitt á jóladag.
Páfinn flytur ávarp sitt á jóladag. Vísir/Getty
Frans páfi ræddi stríð, hryðjuverk og straum flóttamanna í jólaávarpi sínu. Hann kallaði eftir friði og sátt um allan heim.

Hann sagðist biðja fyrir áætlun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um frið í Sýrlandi og Líbýu.

Hann fordæmdi hrottafengnar hryðjuverkárásir í Frakklandi, Líbanon, Egyptalandi, Túnis og Malí.

Hann minntist á að nákvæmlega þar sem sonur guðs fæddist væru viðvarandi átök. Hann hvatti Ísraelsmenn og Palestínumenn til að efna til friðarviðræðna.

Þá fordæmdi ódæðið sem framið er í Líbýu og Sýrlandi og sagði ófriðinn þar ekki einu sinni hlífa menningarminjum þjóða, og átti þar við skemmdarverk hryðjuverkasamtakanna ISIS.

Hann sagði kristið fólk verða fyrir ofsóknum fyrir trú sína í dag.

Varðandi straum flóttamanna til Vesturlanda sagðist hann vonast til þess að guð muni endurgjalda þeim einstaklingum og þjóðum sem veita flóttamönnum aðstoð og skjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×